Vikan - 14.12.1950, Qupperneq 32
32
Jólablað Vikunnar 1950
hætta við förina, ef ég fengi samband við hann,
en nú er það ekki gerlegt." ,
„Mín hús standa ennþá opin fyrir yður,“ sagði
Enrico. ,,En auðvitað megið þér leggja þetta út
eftir eigin höfði.“
,,Ég flyt yður minar kærustu þakkir fyrir
gestrisnina,” sagði Bruce.
„Gestrisni — já það er aldeilis gestrisni. Mér
finnst ykkur hafa verið kastað á dyr,“ sagði
Hortense, og rödd hennar titraði af æsingu. „Sik-
ileyingar vita ekki hvað gestrisni er, i það
minnsta leggjum við i Ameriku alt aðra merk-
ingu í orðið. Hvenær heldur þú, að nokkur ame-
rískur mundi reka vini konu sinnar á burt sakir
afbrýði ?“ Augu hennar skutu gneistum, er hún
leit á Enrico. „Já, afbrýði. Það er orsökin. Þú ert
afbrýðisamur út í Bruce, og með þessu málæði
þínu áðan um Gestapó og hættur ætlar þú að
gera tvennt, hilma yfir afbrýðina og losna við
Bruce, konu hans og Jennifer. Aldrei hélt ég þú
gætir orðið svo auðvirðilegur, svo fyrirlitlegur."
„Hættu þessu, Hortense. Þú veizt ekki hvað þú
segir. Eiginmaður þinn hefur ríka ástæðu til að
vera orðinn þreyttur á okkur,“ sagði Bruce hvass.
„Hann . . .“
„Ég ætla biðja yður gjöra svo vel að hætta að
halda uppi vörnum fyrir mig gagnvart konu
minni. Hún má trúa þvi, sem hún vill. Það er
hennar einkamál. Þetta hjal i henni ónáðar mig
ekki hið minnsta, svo mikið hef ég haft saman
við Ameríkumenn að sælda, konur sem karla.
Nú er ég orðinn þreyttur á þeim."
„Það gleður mig, hve þú ert hreinskilinn!"
Hortense var glóandi í framan af reiði. „Því að
vissulega er ég líka orðin þreytt á Sikileyingum.
Heldur þú ég geti verið hér stundinni lengur eftir
að hafa horft á þig fara þannig með gesti mína
og vini — að ég minnist ekki á þær móðganir,
sem þú hefur ausið yfir mig? Þið hér á Sikil-
ey eruð óuppdregnir, Enrico. Ég ætla að fara
heim, því að þar kunna eiginmennirnir betur að
haga sér við konur sínar og gesti þeirra."
Enrico yppti öxlum. „Eins og þú vilt, væna
mín,“ sagði hann stillilega og gekk í hægðum
sínum út í garðinn.
Síðan féll á þjakandi þögn.
„Mér finnst þú hafa hagað þér afar kjánalega,
Hortense," sagði Bruce. „Og ég mundi ráðleggja
þér að ganga niður í garðinn og hafa tal af manni
þínum."
„Það geri ég aldrei," sagði hún og rödd henn-
ar titraði. „Frekar vildi ég lífið láta. Ég hata
hann af öllu hjarta, og ég gæti ekki hugsað mér
að búa með honum, þó að hann stæði uppi í
heiminum einn allra karlmanna." Hún laut fram
yfir borðið og fór að skæla. Axlir hennar kippt-
ust til í ekkanum, og allur líkami hennar skalf.
Jennifer tók á rás til hennar og reyndi að hugga
hana án nokkurs árangurs. Hún hafði misst alla
stjórn á sjálfri sér.
Bruce snérist að Alys. „Við skulum koma upp
og búa um farangur okkar," sagði hann lágri
röddu.
„Mikið er ég fegin að pabbi skuli koma,“ sagði
Jennifer. „Hann getur áreiðanlega kippt þessu í
liðinn. Mér finnst við ættum öll að reyna að
komast úr landi og taka Hortense með okkur.
Enrico hefur rétt að mæla, Ameríkumenn eru
ekki lengur í öryggi hér á Sikiley. En pabbi ætti
að geta hjálpað okkur af stað, annaðhvort til
Portúgals eða Englands."
„Ef Gestapó veitir fararleyfið," sagði Bruce
þurrlega.
„Það hljóta þeir að gera. Hvernig geta þeir
annað?" sagði hún. „Ennþá erum við ekki kom-
in í stríð við þá.“
„Engu að síður er afar auðvelt fyrir þá að
kyrrsetja okkur, ef þeim býður svo við að horfa,"
sagði hann með áherzluþunga.
„Og haldið þér, að það sé vilji þeirra?" spurði
hún.
Áður en hún gat svarað, gekk þjónn inn í
,stofuna, og erindi hans var nokkurn veginn
svar við spurningu Jennifers.
„Jensman kafteinn óskar eftir að tala við frú
Rymer," sagði hann.
Alys fann ennþá fyrir hönd Bruce, þegar hún
gekk nokkrum mínútum síðar yfir ganginn, sem
lá að salnum. Hann hafði ekki sagt neitt, gengið
einungis til hennar og látið hönd sína hvíla
stundarkorn á armlegg hennar. Og um leið hvarf
angistin, sem áður hafði hríslazt út um allan
líkama hennar. Hún náði algerlega valdi yfir
sjálfri sér og var reiðubúin að mæta því, sem
að höndum bæri. Hún dró andann djúpt, áður
en hún gekk inn í salinn.
Kafteinninn stóð út við gluggann í hinum enda
salarins, en um leið og hún kom inn, snéri hann
sér snarlega við og heilsaði henni á hermanna-
vísu.
„Ég bið yður að afsaka ónæðið, frú Rymer,
en ég er mjög fikinn að vita, hvort þér getið
nú veitt mér þær upplýsingar um Hazleton liðs-
foringja, sem ég bað yður um fyrir skemmstu."
Alys fann til mikils léttis. Svo Michael hefur
ekki náðzt ennþá. Þá hlaut hann að vera kominn
úr mestu hættunni, því að nú voru tveir timar
liðnir frá því hann þaut út úr svefnherberginu,
og þá var báturinn búinn til ferðar að sögn
Jennifer. En um leið flaug um huga hennar, að
þessi léttir mætti ekki sjást á andliti hennar, því
að það gæti vakið grun kafteinsins.
„Mér hefur ekki tekizt að komast að þessu
ennþá," sagði hún. „En þér hafið líka gefið mér
heldur lítinn tíma.“
„Tíminn er nógur," sagði hann höstugur. „Við
viljum ekkert kák, frú Rymer. Fólk, sem dreg-
ur allt á langinn í stað þess að taka strax til
starfs getur ekki vænzt neinnar samúðar né vin-
áttu frá okkur." Rödd hans var ógnandi. „Ég
bjóst við þér gætuð nú þegar gefið mér þær
upplýsingar, sem ég bað um.“
„Kafteinn, þér báðuð mig að grennslast eftir,
hvort ungfrú Manley eða faðir hennar stæðu
að einhverju leyti bak við flótta fangans. Ennþá
hef ég ekki fundið neitt, sem bent gæti í þá átt.“
Hann horfði fast á hana stundarkorn, og augu
hans herptust saman.
„Ég á bágt með að trúa þér segið nú satt.
Allt bendir til, að hún hafi ekki einungis hjálpað
honum, heldur meira að segja leggi nú á ráðin
um flótta hans. Þessar upplýsingar eru okkur
mjög mikilsverðar. Og þér verðið að færa mér
sanninn heim svo fljótt sem hægt er.“
„En ef mér tekst það ekki.“
„Það gæti komið illa niður á manni yðar,“
sagði hann.
Þögn. Þau horfðust í augu. Alys varð fyrri
til að líta undan. Hún varð gripin skelfingu.
Ekki varð nein vægð lesin úr gráum augum
Þjóðverjans, í þeim var einungis einhver ofsa-
glampi sem gerði hana dauðhrædda.
„En hvers vegna á það að bitna á honum?"
sagði hún svo lágt að varia heyrðist.
Blessað
barnið!
Teikning eftir
George McManus.
Pabbinn: Þú sérð, hvað pabbi er með, Lilli. Nú ætla ég að kenna Pabbinn: Sjáðu . . .
þér borgaleik. Lilli: Já, pabbi . . .
Lilli: Það verður gaman!
Pabbinn: Pabbi flínk- Pabbinn: . . . afskaplega flínkur . .
Copr. 1950, King Fcafures Syndicatc, Inc., World rights rcscrvcd.
Það má nú segja! Lilli: Hvað er þetta, pabbi?
Pabbinn: Það heitir að hlaupa heim!
ur . .