Vikan - 14.12.1950, Qupperneq 33
Jólablað Vikunnar 1950
33
Tveir hermenn
Framhald af bls. 12.
„Ég sker af þér höndina, ef þú snertir
mig,“ sagði ég.
Ég reyndi að stökkva til hliðar og
hlaupa að dyrunum, en hann var snarari
en allir þeir, sem ég hef séð til, næst-
um snarari en Pési. Hann hljóp fram
fyrir mig og sneri baki að dyrunum og
hóf upp annan fótinn, og nú var engin leið
að komast út. „Farðu og setztu á bekk-
inn,“ sagði hann.
Og ekki var um annað að ræða. Og
hann stóð þarna og sneri baki að dyrun-
um. Ég settist á bekkinn. Og þá var af-
greiðslan allt í einu orðin krökk af fólki.
Þarna var Löggan komin og tvær konur
í loðkápum, og þær voru þegar búnar að
mála sig. En það var eins og þær hefðu
farið á fætur í flýti og hefðu enn ekki
jafnað sig; þær horfðu oná mig, önnur
ung, hin gömul.
„Hann er ekki í neinum frakka,“ sagði
sú gamla. „Hvernig í dauðanum hefur
hann komizt hingað upp á eigin spýtur_?“
„Já, það er nú það,“ sagði Löggan. „Ég
fékk ekki annað upp úr honum en hann
ætti bróður í Memfis og vildi komast
þangað.“
„Alveg rétt,“ sagði ég. „I dag þarf ég
að komast til Memfisar.“
„Auðvitað," sagði sú gamla. „En ertu
viss um þú getir fundið bróður þinn, þeg-
ar þú kemur til Memfisar?“
„Ég býst við því,“ sagði ég. ,,Ég á ekki
nema einn bróður, en hann hef ég þekkt
allt mitt líf. Og ég ætti nú að þekkja
hann, þegar ég sé hann aftur.“
Sú gamla horfði á mig. „Einhvern veg-
inn sýnist mér á honum hann muni ekki
eiga heima í Memfis,“ sagði hún.
„Kannski það,“ sagði Löggan. „En ekki
er hægt að segja það fyrir víst. Hann get-
ur hafa komið úr öllum áttum. Um þetta
leyti'dreifa þau sér um allt, bæði drengir
og telpur, í von um morgunmat og jafn-
vel þó þau séu ekki komin vel á legg. Má
vera hann hafi verið í Missúrí eða Texas
í gær, ekki ólíklegt. En hann virðist samt
ekki vera í neinum vafa um, að bróðir
sinn sé í Memfis. Eina ráðið er að senda
hann þangað og láta hann sjá um sig sjálf-
an.“
,,Já,“ sagði sú gamla.
Yngri konan hafði setzt hjá mér á bekk-
inn og opnað handtösku og tekið fram
lindarpenna og pappír.
„Jæja, væni,“ sagði sú gamla, „þú finn-
ur áreiðanlega hann bróður þinn, en fyrst
þarftu að segja okkur nokkur atriði til að
færa inn í bækurnar. Gaman væri að heyra,
hvað þú heitir og bróðir þinn og hvar þú
ert fæddur og hvenær foreldrar þínir dóu.“
„Það kemur málinu ekkert við,“ sagði
ég. „Ég vil bara komast til Memfisar. Ég
þarf að komast þangað í dag?“
„Þarna sjáið þér,“ sagði Löggan. Það
var eins og hann yrði glaður við. „Þetta
sagði ég yður.“
„Þér eruð heppnar, frú Habersham,“
sagði maðurinn í miðasölunni. „Ég
held hann hafi ekki byssu á sér, en hann
kann að grípa til hnífsins — þau handtök
hæfðu hverjum fullorðnum.“
En sú gamla stóð bara og horfði á mig.
,,Jam,“ sagði hún. „Jam. Ég veit ekki
hvað gera skal.“
„Það veit ég,“ sagði maðurinn í miða-
sölunni. „Ég gef honum fyrir farmiðan-
um; það má kallast framlag til að forða
Sue Cafol Walker var kosin fegurðardrottning
blaðaljósmyndara 1950. Hún er hér við hliðina á
verðlaunagrip sínum með tvær myndavélar í
fanginu.
félaginu frá ráni og blóðsúthellingum. Og
þegar Fútt segir bæjarstjórninni frá
þessu, bregðast þeir vel við, af því þetta
er þegnskylda, og þeir borga mér ekki
einungis peningana aftur, heldur sæma
þeir mig líka orðu. Ekki satt, Fútt?“
En enginn virti hann viðlits. Sú gamla
stóð í sömu sporum og horfði oná mig.
Hún sagði aftur: ,,Jam“. Svo sótti hún
dollara ofan í veskið og rétti manninum
í miðasölunni.
„Hann greiðir hálft gjald, er ekki svo?“
„Það er nú það,“ sagði maðurinn í miða-
sölunni. „Ég veit svei mér ekki hvað
segja skal. Mætti segja mér ég yrði rek-
inn fyrir að setja hann ekki í poka og
merkja utan á: Eitur. En ég verð að tefla
á tvær hættur.“
Svo fóru þau. Svo kom Löggan aftur
með brauðsneiðar handa mér.
„Ertu viss um þú finnir bróður þinn?“
sagði hann.
„Því ekki það,“ sagði ég. „Ef ég kem
ekki auga á Pésa, kemur hann auga á mig.
Hann þekkir mig eins vel og ég hann.“
Svo fór Löggan fyrir fullt og allt, og ég
át brauðsneiðarnar. Svo kom margt fólk
og keypti farmiða, og maðurinn í miða-
sölunni sagði mál væri að fara á stað, og
ég steig upp í bílinn eins og Pési, og við
vorum lögð á stað.
Ég sá margar borgir. Ég horfði á þær
allar. Þegar bíllinn var þýður, fann ég
það sem ég þurfti var að fá mér ærlegan
blund. En þarna var svo margt, sem ég
hafði aldrei séð. Við brunuðum út úr
Jefferson og yfir akrana, gegnum skóg-
ana, svo brunuðum við inn í aðra borg og
út úr henni aftur og yfir nýja akra, gegn-
um nýja skóga, og því næst inn í enn aðra
borg með verzlunum og þreskivélum og
vatnsgeymum, og um tíma brunuðum við
meðfram brautarteinum, og ég sá armana
á vegamerkjunum spennast út, og svo sá
ég lest og svo fleiri borgir og nú var ég
alveg að því kominn að sofna, en ég tímdi
því ekki. Svo byrjaði Memfis. Mér fannst
við færum mílu eftir mílu inni í henni. Við
brunuðum framhjá mörgum verzlunum,
og ég þóttist viss þetta væri áreiðanlega
Memfis og bíllinn mundi stanza. En þetta
var þá alls ekki Memfis, og við héldum
áfram framhjá vatnsgeymum og reykháf-
um, sem stóðu upp úr millunum, og aldrei
kom mér til hugar þreskivélarnar og sög-
unarmillurnar gætu verið svona margar,
og aldrei hef ég séð þær svona stórar, og
ekki veit ég, hvar þær fá alla þá baðmull
og öll þau tré, sem þær þurfa að fá.
Svo sá ég Memfis. Nú vissi ég þetta var
hún. Hún teygði sig upp í loftið. Það var
eins og þarna væru saman komnar tólf
borgir eins stórar og Jefferson, og þær
teygðu sig hærra upp í loftið en allar hæð-
irnar í Jóknapatavafylki. Svo brunuðum
við inn í hana, og mér fannst bíllinn alltaf
ætla að stanza, og báðumegin við okkur
þutu bílarnir framhjá, og í öllum áttum
voru göturnar krökkar af fólki, og nú gat
ég ekki skilið, hvernig nokkur héldist við
í Mississippi, - jafnvel til að selja mér far-
miða. Bíllinn stanzaði. Þarna var af-
greiðsla, gríðarstór og jafnvel stærri en
sú í Jefferson. Og ég sagði: „Heyrið mig.
Hvar er hægt að ganga í herinn?“
,,Ha?“ sagði maðurinn í miðasölunni.
Og ég sagði aftur: „Hvar er hægt að
ganga í herinn?“
,,Ha?“ sagði maðurinn í miðasölunni.
„Nújá,“ sagði hann. Svo sagði hann mér,
hvernig ég ætti að fara þangað. Fyrst hélt
ég, að ég gæti ekkert ratað í jafnstórri
borg og Memfis. En það fór alít vel. Ég
þurfti bara að spyrja tvisvar til vegar.
Svo komst ég þangað, og ég var asskoti
feginn að vera laus við æðandi bílana og
þröngina og skarkalann, og ég hugsaði:
Þetta tekur ekki langan tíma, og ég hugs-
aði með mér, hvernig. það yrði, ef heill
hópur af nýliðum væri þarna, Pési mundi
þá líklega sjá mig, áður en ég sæi hann. Og
svo gekk ég inn í herbergið. Og Pési var
ekki þar.
Hann var ekki þar. Þarna var hermað-
ur með stóran örvarodd á erminni, hann
skrifaði, og tveir menn stóðu fyrir fram-
an hann, og einhverjir fleiri held ég hafi
verið þarna. Mér finnst einhvern veginn
þarna hafi verið einhverjir fleiri.
Ég gekk að borðinu, þar sem hermaður-
inn var að skrifa, og ég sagði: „Hvar er
Pési?“ og hann leit upp, og ég sagði: „Það
er bróðir minn. Pési Grír. Hvar er hann?“
„Hvað segirðu?" sagði hermaðurinn.
„Hver ?“
Og ég sagði honum það aftur: „Hann
gekk í herinn í gær. Hann ætlar til Perlu-
hafnar. Það ætla ég líka. Ég þarf að ná í
hann. Hvað hafið þið gert við hann?“ Nú
litu þeir allir á mig, en mér var alveg
sama. „Segið mér,“ sagði ég: „Hvar er
hann?“
Hermaðurinn hætti að skrifa. Hann
teygði hendurnar fram á borðið. „Nújá,“
sagði hann. „Ætlar þú líka, eða hvað?“
„Já,“ sagði ég. „Þeir þurfa að fá eldivið
og vatn. Ég get höggvið í eldinn og sótt
vatnið. Segið þið mér nú hvar Pési er.“
Hermaðurinn stóð á fætur. „Hver hleypti
þér hingað inn?“ sagði hann. „Svona, út
með það.“
„Asskotinn,” sagði ég. „Segðu mér hvar
Pési —“