Vikan - 14.12.1950, Qupperneq 37
Jólablað Vikunnar 1950
37
Ógleymanleg f jölskylda.
Framhald af bls. 8.
þessi blómabeð einhver mesta unun
frænku minnar.
Þau máluðu bílinn sinn gljáandi
hvítan og máluðu íbúðarhúsið, hlöð-
una og hjáleiguna allt eins litt —
hvitt með rauðu þaki. — Frændi
minn, sem sá eftir að eyða öllum
þessum peningum í nýja málningu,
sagði við konu sína. ,,Ef til vill hef-
ur okkur ekki langað tii að eiga fal-
legasta búgarðinn í sveitinni, en þetta
Gomez fólk hefur kennt okkur að
meta það að hafa fallegt umhverfi
og fallega máluð hús,' og nú er ég
hreykinn af bænum minum.“
Áður en þau fóru annað sumarið
sýndu Gomez fólkið okkur, hve inni-
lega þeim þótti vænt um okkur. Stig-
inn upp á hlöðuloftið hafði verið í
lamasessi vikum saman, og frændi
minn hafði alltaf gleymt að gera við
hann. Dag nokkurn sendi hann Pét-
ur upp á loftið; stiginn brotnaði og
Pétur var fluttur á sjúkrahús með
vinstri fótinn brotinn á tveim stöð-
um.
Daginn eftir kom ungur lögfræð-
ingur heim að búgarðinum. Hann
hafði heyrt um slysið og ætlaði nú
að fá leyfi til að lögsækja frænda
minn fyrir hönd Péturs. Hann íór
inn til Gomez fjölskyldunnar, og þar
sem hann kom ekki út aftur, varð
frændi minn stöðugt hræddari. Loks
fannst honum hann ekki geta beðið
lengur og fór inn í hjáleiguna til
Gomez fólksins, og sá þá lögfræð-
inginn, þar sem hann sat að snæð-
ingi með Gomez fólkinu.
,,.Tæja, ætlið þið þá að krefja mig
skaðabóta?" spurði frændi minn
óttasleginn. Gomez hjónin horfðu
undrandi á hann. „Krefja þig skaða-
bóta — vin okkar?“ sagði Gomez
brosandi. ,,Þessi ungi maður kom
hingað og bað um að fá að lögsækja
þig fyrir okkur. Við álitum samstund-
is að hann væri svangur, fyrst hann
lét svona, svo að við buðum honum
að borða.“ Þannig var Gomez fólkið.
Það krafði ekki vini sína um peninga
og tómur magi var undirrót alls ills.
Um leið og Pétur var orðinn ferða-
fær fór Gomez fólkið til San Francis-
co, og sögðust mundu koma næsta
sumar. En næsta sumar varð frændi
minn að skrifa þeim og biðja þau
um að koma ekki, vegna þess að það
hafði komið mikil vorfrost, sem höfðu
eyðilagt uppskeruna, svo að hann
þyrfti ekki á kaupafólki að halda og
auk þess hafði hann ekki ráð á að fá
sér aðstoðarfólk. Hann fékk síðar
bréf frá Gomez fólkinu, þar sem þau
sögðust heldur ekki geta komið,
vegna þess að Pétur lægi veikur á
spítala, og þau gætu ekki hugsað
sér að fara án hans.
Þið getið tæplega imyndað ykk-
ur undrun okkar, þegar Gomez fólkið
kom samt sem áður í gamla bíl-
skrjóðnum sínum. Þau sögðust hafa
rætt við Pétur, og hann hefði beöið
þau að fara upp í sveit um sumarið,
þó að hann kæmist ekki með. Þau
sögðust vissulega ekki ætlast til þess,
að þau fengju atvinnu hjá frænda
mínum, — en þau langaði til að fá
að búa í hjáleigunni um sumarið, á
meðan þau ynnu á öðrum búgarði
neðar i dalnum.
Við vorum undrandi. Það var ekki
líkt þeim að skilja Pétur einan eftir á
sjúkrahúsi i borginni. En bráðlega
komumst við að raun um, að þau
komu, vegna þess að þau álitu, að
uppskerubresturinn hefði algerlega
eyðilagt fjárhag okkar. Þau komu
til að hjálpa okkur, til að vera viss
um, að við syltum ekki til dauða.
Alltaf, þegar þau elduðu „spaghetti“
kom eitthvert Gomez-barnanna með
fullan pott af því. „Mamma eldaði
of mikið," sögðu þau til að særa ekki
sjálfsvirðingu okkar; og iðulega
færðu þau okkur-kökur og heimabök-
uð brauð. Við reyndum að sýna þeim
fram á, að það væri ekkert að óttast,
að við yrðum hungurmorða. En
Gomez fólkið vissi betur. Uppsker-
an var ónýt — var það ekki rétt?
Allan daginn unnu þau á búgarðin-
um neðar i dalnum, en á kvöldin, að
afloknu dagsverki, hjálpuðu þau
frænda mínum við hvaða starf, sem
hann var að vinna. Hann varð hálf
feiminn við þetta, þar sem hann gat
ekki borgað þeim, en þá sögðu þau:
„Við verðum að hjálpa þér að koma
búskapnum aftur í samt lag, svo að
við getum komið aftur næsta ár. —
Pétur bað okkur um það.“
Á ýmsan hátt hjálpaði Gomez
fólkið okkur þennan mánuð, sem
þau voru hjá okkur. Og eftir að þau
voru farin til San Francisco og Pét-
urs, sá frændi minn, að þau höfðu
gefið okkur síðustu gjöfina í þetta
si.m. Á borðinu í hjáleigunni voru
hundrað krónur í smápeningum, —
peningum, sem þau vanhagaði sjálf
um, og þau höfðu unnið inn með súr-
um sveita þá um sumarið. Hjá pen-
ingunum var óhreint, illa skrifað
bréf, sem á stóð: „Til þess að hjálpa
ykkur að fá útsæði. Komum aftur
næsta ár. Ykkar einlægir vinir,
Gomez fjölskyldan."
Löngu síðar frétti frændi minn,
hversvegna Pétur hafði legið í
sjúkrahúsi. Fóturinn sem hann hafði
brotið í hiöðunni, hafði gróið skakkt
saman, og varð þvi að brjóta hann
upp aftur. Hvorki Pétur né fjöl-
skylda hans ásökuðu frænda minn,
þó að það væri kæruleysi hans að
kenna, að slysið varð.
Ég sá aldrei Gomez fólkið eftir
þetta. Ég flutti austur á bóginn og
eyddi ekki lengur sumarfríi mínu á
búgarðinum. En frændi minn skrif-
aði mér og sagði mér iðulega frá
þeim, fullur þakklátssemi í þeirra
garð. Þau komu til hans á hverju
sumri, þangað til hann dó, og færðu
honum þessa óvenjulegu gjöf —-
mikla og höfðinglega hjartagæzku.
Fyrir sex hundruð árum héldu
menn að stjörnurnar væru ljós, sem
skini í gegnum gólfið á himninum.
! ! !
1 Fairmont Park í Salt Lake
City var stolið um fimmtíu fermetr-
um af túni á einni nóttu.
; | t
Með berum augum getur maður
séð um 2000 stjörnur á himninum
á stjörnubjartri nótt. En í beztu
stjörnukíkum getur maður séð um
300.000.000.000 himinhnetti.
Sitt merkið frá hvorri!
Sá hlær bezt, sem síðast hlær!
Sekir eða saklausir!
„1 þetta skipti er það áreiðanlega
ást —• hann er svo ríkur!“
Mynd efst til vinstri: Brúðirnar í Kína bera þungar slæður fyrir andlit-
inu, til þess að verja sig gegn illum öndum, sem gætu komið í veg fyrir
giftingu þeirra. — Mynd neðst til vinstri: Hvað mikið salt er i sjónum?
— Nægilega mikið til þess að hylja gervalla jörðina með 112 feta þykku
saltlagi. — Mynd neðst í miðju: Líkkisturnar á eynni Bali við Indland, eru
hafðar eins og hestar að lögun. — Mynd til hægri : Steingeitin hefur klauf-
ir, og hún beitir aðeins fremsta hluta þeirra, þegar hún gengur.