Vikan


Vikan - 27.05.1992, Blaðsíða 30

Vikan - 27.05.1992, Blaðsíða 30
▲ Árni vinnur á Ijósritunar- stofu hjá konunni sinni fyrir hádegi virka daga, síðdegis af- greiðir hann í Bristol og um helgar verslar hann í Kola- portinu. ◄ „Ég er oft kallaður Árni sálugi á Fálkagöt- unni.“ Hér er hann með mæðgurnar Perlu og Tönju. hætta búskap. Við bjuggum á Selfossi í nokkur ár en svo flutti ég suður. Við hjónin eigum sex börn, einn son og fimm dætur. Það var glaðvær hópur og kvakað í hverju horni. Einnig eigum viö ellefu barnabörn svo þú sérð að boðskortið mitt í lífinu er stórt,“ segir Árni og brosir breitt. Hann segir að konan sín, Guðrún Lillý Ásgeirsdóttir, hafi alltaf farið vel með sig og betri húsbónda sé ekki hægt að vinna fyrir. Þetta hlýtur að vera satt því Árni er svo glaðlegur og snaggaralegur í viðræðum og þegar síminn hringir og blaða- maður heyrir ástúðlegt tal og hlátur og fær hlýjar kveðjur frá Lillý þá veit hann að Árni segir satt, þrátt fyrir glettnissvipinn. „Við vitum ekki alltaf hvað bíöur okkar, margar tilviljanir leiða okkur á vit hins óþekkta. Það er kúnst að njóta lífsins. Þegar sextíu ár eru að baki er maður búinn að lifa tvenna tíma. Breytingarnar hafa verið svo hraðar en mest hrifinn er ég af frjálsræðinu sem nú ríkir en veit þó vel að fara þarf vel með það. Hugsaöu þér, núna versla ég bæði á laugardögum og sunnudögum í Kolaportinu. Þetta er frelsi. Þegar ég rak Árnabúð í gamla daga voru margs konar höft i gangi. Það mátti ekki versla á kirkjutíma og kvöld- leyfi, sem kostaði mikið fé og hafði veriö greitt fram í tímann, var afturkallað. Það voru mikil boö og bönn og eitt sinn var ég kallaður fyrir rann- sóknarlögregluna fyrir að versla á sunnudögum. Þeir voru hræddir um að ég myndi ekki mæta og buðust til að sækja mig. Ég varð að hlíta þessu en fannst persónufrelsi mitt skert. Núna nýt ég þess að vera til og þakka hvern dag. Ekkert er sjálfgefið. Ég hef alltaf átt mér eina ósk og það er að vera bóndi á góðri fjárjörð, með sterkan fjárstofn sem krafsar til beitar og fær góða gjöf á húsin. Samt vissi ég aö þetta myndi aldrei verða. Hins vegar eigum við hjónin sumarbústað í Ásgarðslandi í Grímsnesi. Álftavatn ber við himin. Stór- brotið landslag og blæbrigði himinsins speglast í augum. Við erum á stöðugum mál- verkasýningum hjá móður jörð svo draumurinn um jörðina, landið, hefur ræst að vissu leyti," segir Árni Einarsson sáttur og blaðamanni finnst Perla og Tanja fullsæmdar af að vera honum fjárstofninn á meðan önnur hjörð er ekki í sjónmáli. En hver veit? Árni er enn ungur maður þótt árin séu orðin þónokkur. Örlögin geta tekið upp á ýmsu þegar um mann eins og Árna sáluga í Árnabúð er að ræða. □
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.