Vikan


Vikan - 27.05.1992, Blaðsíða 37

Vikan - 27.05.1992, Blaðsíða 37
mennt stunda hommar sína vinnu en flestir þessara manna unnu ekki og enginn þeirra haföi sérmenntun. Upp til hópa þekktu þeir aöeins hinn þrönga heim pöbbanna en ein undantekning þar á var rúmlega fimmtugur maöur sem einnig bjó í Tenderloin. Hann kall- aöi sig Valerie, haföi soltiö, selt sig, búiö ágöt- unni en bjó í íbúö ásamt nokkrum öörum þeg- ar þarna var komið sögu. Hann haföi verið kennari, var vel lesinn og vel aö sér, haföi rekið krá og gert ýmislegt. Hann klæddi sig af og til upp á og fór á bari í kvenklæðum en tók ekki þátt í neinum sýningum. Hann var sá eini átt- menninganna sem heföi viljað vera kona eöa sá eini sem viðurkenndi þaö. Svo sagöi hann mér aö hann væri sýktur af alnæmi en maður- inn hans hafði látist úr eyðni þremur árum áöur.“ KYNJASKÓGUR BLEKKINGA Breytti samstarfiö skoðunum hennar á klæö- skiptingum? „Ég vildi hafa mína umfjöllun jákvæöa en verö aö viöurkenna að þvi lengra sem ég dróst inn i málefni þessara manna því betur kom ég auga á skuggahliðar lífs þeirra," segir Sólrún. „Flestir þeirra eru ómenntaðir menn sem lifa einföldu og mjög einangruöu lífi. Þeir þekkja fátt annað í heiminum en bakgarðinn sinn, ef svo má segja. Svo upplifði ég þaö sem niður- drepandi fyrir þá aö búa í þessum fátækra- hverfum sem flestir þeirra héldu til í. Þeir voru þó í öllum tilfellum sáttir viö sitt líf en ég hefði viljað sjá eitthvaö meira og betra þeim til handa. Vitanlega er það fyrir mestu að einstaklingurinn sé hamingjusamur og þeir spjara sig allir nokkurn veginn. Ég er alls ekki aö segja aö þeir lifi einhverju glötuðu lífi, þeir eru í sínum sýningum og það er þeirra vinna, líf og yndi sem þeir taka mjög alvarlega. Þeir hjálpa hver öðrum viö aö snyrta sig og klæöa og samkomulagið og stuðningurinn er góöur. Þessum mönnum finnst þeir líka falla inn í mannlífið, þeim finnst þeir sætir og fallegir. Þó öörum bregði og þyki þeir gróteskir finnst þeim þaö ekki sjálfum. Sumir gera sér aö vísu grein fyrir því aö þeir fara yfir mörkin i öllu en í flest- um tilvikum finnst þeim þetta fínt og þeir huggulegir. Þeir geta þó vel hlegiö aö sjálfum sér, segjast vita aö þeir séu ekki konur og geti aldrei litiö út eins og konur en þarna liggur þeirra feguröargildi, þó þaö sé öðruvísi en margra hérna heima á íslandi." Hvaö tekur svo viö hjá henni sjálfri aö námi loknu? „Ég hef verið úti í námi í tíu ár, utan þess að ég hef komiö heim og verið fararstjóri á sumrin. Þá fór ég beint upp á fjöll úr vélinni og hef því ekkert veriö í byggö á íslandi þennan áratug. Ég ætlaði aldrei að koma heim en venti mínu kvæði í kross og nú er ég alkomin. Ég stóð eiginlega frammi fyrir því aö gerast þá hreinlega útlendingur eöa koma heim. Islendingar heilla mig með sitt hráa víkinga- eöli en í fyrstu tók ég mikið eftir hægagangin- um á öllum hlutum. Svo er maður líka óvanur aö sjá svona mikið af börnum því þau eru al- mennt sjaldgæf sjón í stórborgum. En mér líö- ur vel hérna heima þó myrkrið í vetur hafi gert mig niðurdregna. í bili hef ég mestan áhuga á karakterljósmyndun, því aö reyna aö koma einhverju grípandi til skila á filmu. Mér finnst spennandi aö mynda fólk og tel aö markaður fyrir slíkar myndir sé vaxandi á íslandi,” segir Sóla Jónsdóttir Ijósmyndari aö lokum. □ M* ... ■ " ■■■ mt Glæsiplur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.