Vikan


Vikan - 27.05.1992, Blaðsíða 13

Vikan - 27.05.1992, Blaðsíða 13
Hann minnir dálítið á Suðurlandabúa þegar hann leggur áherslu á orð sín með miklum handasveiflum á milli þess sem hann slær sér á lær að góðum ís- lenskum sið. Hann hlær oft og mikið og engum dylst að Eggert Sigurðsson er lífsglaður maður. Broshrukkurnar í kringum augu og munn gefa til kynna mikinn hlátur í þau 60 ár sem hann hefur lifað. Hefur þá líf hans verið eintómur dans á rósum? „Nei, góða min, það er ég nú alls ekki tilbú- inn að viðurkenna. Ekki það að ég eigi við nokkurn mann að sakast nema sjálfan mig en satt að segja hefur líf mitt verið barátta, hörð barátta. Við skulum láta liggja á milli hluta hvort þeirri baráttu er lokið en víst mun ég berj- ast áfram og leiðarljós mitt er hún íris dóttir mín, að ógleymdum þeim styrk sem ég sæki í trúna. GETUM ENGU BREYTT Þú færð mig ekki til að segja að ég sjái eftir neinu því mér er fyrir löngu Ijóst að það er til einskis. Við getum engu breytt, það sem er lið- ið er liöið. Fortíðin verður söm og jöfn hvort sem við grátum yfir henni eða gleðjumst. Því er hollara að beina sjónum að nútíðinni enda er hún það eina sem við eigum örugglega. Enginn veit hvort hann á framtíð, ekki einu sinni hvort hann á morgundag, svo við sitjum uppi meö daginn í dag, andartakið sem aleigu okkar. Vitaskuld byggjum við nútíðina á þeim grunni sem við reistum í fortíðinni en við meg- um aldrei leyfa okkur að líta svo mjög til fortíð- arinnar að hún verði skuggi okkar. Við megum heldur ekki gleyma því að sú reynsla sem að baki er hefur gert okkur að þeim mönnum sem við erum í dag og að neikvæða reynslu ber að þakka jafnt sem jákvæða. Hvort tveggja mótar mann. Mörgum kann eflaust að finnast að ég hafi verið lánlítill maður og eigi erfitt líf að baki, það efa ég ekki. Slíku svara ég með því að eyða ekki tímanum í að syrgja hið liðna né ásaka sjálfan mig fyrir að hafa ekki breytt rétt heldur einbeiti mér að núinu, að breyta rétt í dag. LÍF f VÍMU Þegar aðrir léku fótbolta heima á Akranesi, þegar ég var strákur, þá datt ég í það. í byrjun var þetta ekki meiri drykkja en gengur og gerist hjá ungum strákum, ég stóð mig vel í námi og lauk prófum sem kokkur. Þá tók við sjó- mennskan sem hefur verið aðalstarf mitt um ævina. Hvenær drykkjan fór úr böndum er ekki gott að segja en fljótlega bættust önnur vímu- efni við. Þá hófst hin eiginlega barátta. Maður vildi auðvitað ekki vera svona en gat ekki ann- að. Kannski var þetta eitthvert skeið sem ég varð að renna á enda, reynsla sem ekki varð umflúin. LÍFSHÁSKI Þegar ég lít til baka virðist mér eins og einhver verndarengill hafi ætíð vakað yfir mér. Alloft lenti ég í bráðri lífshættu en bjargaðist alltaf naumlega. Eitt sinn féll ég milli skips og bryggju i Vestmannaeyjahöfn þegar ég var að staulast um borð seint um kvöld. í annað skipti lá ég á sjúkrahúsi í fimm vikur á milli heims og helju eftir að hafa verið barinn í klessu. VIÐ DAUÐANS DYR Þegar maður stendur við dyr dauðans og allar líkur eru á að maður gangi inn um þær er ekki hægt annað en horfast í augu við sjálfan sig og líf sitt. Við þær aðstæður var það hugsunin um írisi dóttur mína sem kom mér í gegnum erfið- leikana. Innst inni vissi ég auðvitað að ekkert sem ég hafði lagt á hana með liferni mínu átti hún skilið og þrá mín eftir að bæta henni það upp varð sífellt sterkari. Ég hvorki gat né vildi halda sukkinu áfram. Hægt og bítandi var ég að fremja sjálfsmorð með því að fara svona með mig. Kannski átti ég ekkert betra skilið að eigin áliti en um írisi mína gegndi öðru máli. Hún átti skilið að eiga föður sem hagaði sér sem slíkur og hún gat verið stolt af. TRÚIN Það var þá sem hjálpin birtist mér í formi trúar. Ég hafði alltaf átt mína barnatrú en nú skildi ég að ef ég ætlaði að kúvenda lifi mínu og lifa vímulaus yrði meira að koma til. Ég leitaði því á þann eina stað þar sem ég taldi hjálpar að vænta, til Jesú Krists. Tími kraftaverkanna reyndist ekki liðinn og ég fékk þá hjálp sem ég þurfti. AUKINN STYRKUR Baráttunni lauk samt ekki við það að frelsast til trúar heldur fékk ég nú aukinn styrk til að berjast enn frekar. Ég hætti að neyta allra vimuefna og hef nú ver- ið edrú í ellefu ár, utan átta daga en þá féll ég. Til að vera fullviss um að mér tækist þetta flutti ég til Svíþjóðar og fór að vinna í stofnun fyrir óreglufólk sem rekin er af Pingstkörkan. Stofnunin er kennd við Levi Petrus og er fræg víða um heim. Levi Petrus byggir á trúar- legum grunni og fer endurhæfingin fram í að læra að lifa vímulaus í trú á Guð. Þó Sviþjóð- ardvölin væri bæði gagnleg og ánægjuleg hafði ég alltaf heimþrá og fluttist því alkominn heim um áramótin '86-87. DJÚPIVOGUR Við heimkomuna bauðst mér starf hótelstjóra á hótelinu á Djúpavogi. Þar er gott að vera, fólkið alveg yndislegt og staðurinn fallegur. Stundum hugsa ég um árin á Djúpavogi sem einhver þau bestu sem ég hef lifað. Það eina sem skyggði á veru mína þar var hvað íris mín var langt i burtu en hún býr í Keflavík og því gat ég ekki hitt hana eins oft og ég hefði kosið. ALDREI AFTUR Eftir að ég fluttist suður hef ég oft rekist á gamla félaga úr sukkinu, þá sem enn eru lif- andi. Það er erfitt að horfa upp á hvernig þeir hafa farið með sig. Sérstaklega er mér ofar- lega í huga einn sem er lítið eitt eldri en ég. Hann er orðinn svo heilaskaðaður af víni og pillum að hann veit varla hvort hann er að koma eða fara. Minnið svíkur hann stöðugt og stundum skilst varla orð af því sem hann segir. Þrátt fyrir það gengur allt líf hans út á það eitt að komast í vímu. Margir gömlu félaganna eru löngu dánir en hinir týna tölunni enda ekki við öðru að búast þar sem enginn þolir stöðugt sukk til lengdar. Auðvitað tekur mann sárt að horfa upp á þetta en ég get ekkert gert nema biðja fyrir þeim. Það er langt síðan mér skildist að það er ekki hægt að grípa inn í Iff annarra þó mann langi, því hver og einn ber ábyrgð á sjálfum sér. Þó get ég bent fólki á hvað trúin hefur reynst mér vel og það geri ég óspart." □ TEXTI: GUÐNÝ P, MAGNÚSDÓTTIR / LJÓSM.: BRAGI Þ. JÓSEFSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.