Vikan


Vikan - 27.05.1992, Blaðsíða 72

Vikan - 27.05.1992, Blaðsíða 72
TEXTI: CHRISTOF WEHMEIER BLANDAÐUR . KVIKMYNDAÞATTUR KAFKA ER VINS&LL Ibyrjun þessa árs var fjall- aö um nýjustu kvikmynd Stevens Soderbergh, Kafka, sem fjallar um rithöf- undinn Franz Kafka og líf hans í heimalandi sínu, Tékkó- slóvakíu. Fleiri hafa fengið auga- stað á Kafka og verið er að gera tvær kvikmyndir sem byggðar eru á verkum hans. Leikritahöfundurinn, hand- ritahöfundurinn og rithöfundur- inn Harold Pinter ætlar að endurgera myndina The Trial eða Réttarhöldin. Frum- myndin var með Anthony Perkins í aðalhlutverki og var gerð árið 1963 undir leikstjórn Orzons Welles. í nýju mynd- inni leika Kyle MacLachlan (Blue Velvet, Twin Peaks sjónvarpsþættirnir), Anthony Hopkins (Silence of the Lambs), Jean Stapleton og Juliet Stevenson (Truly, Madly, Deeply). Kvikmynda- tökum verður lokið þann 19. maí en þær fara auðvitað fram í höfuðborg Tékkóslóvakíu, Prag. KVIKMYND UM SKAUTAÍÞRÓTTINA Cutting Edge er mynd sem fjallar um skautaíþróttina. D.B. Sweeney leikur fyrrverandi ís- hokkíkappa sem ákveður að taka saman við stúlku eina og keppa í parakeppni á list- skautum. GLÓÐAÐIR GRÆNIR TÓMATAR Kvikmyndin Fried Green Tomatoes at the Whistle Stop Cafe hefur gengið vel í Evrópu og í Bandaríkjunum. Flestir þakka það samleik leik- kvenna myndarinnar, þeirra Kathy Bates, Jessicu Tandy < Skauta- parið i myndinni Cutting Edge. RICOCHET EÐA ENDURKASTIÐ Myndin Richochet greinir frá geðveilum morðingja sem hyggur á hefndir eftir að hann hefur afplánað refsingu í fang- elsi. Eltist hann við lögreglu- foringja sem átti þátt í hand- töku hans. Þessari mynd svip- ar örlítið til Cape Fear, myndar Martins Scorsese. í myndinni leika John Lithgow (Distant Thunder, Memphis Belle) og Denzel Washington. Leik- stjóri er Russel Mulcahy (Highlander I, II og III). Myndin verður sýnd, ef ekki er þegar byrjað að sýna hana, í Regn- boganum. ◄ Leikkonan Mary Stuart Masterson í kvikmynd- inni Fried Green Tomatoes at the Whistle Stop Cafe. Auk þess er David Lynch að gera kvikmynd sem byggð er á smásögu Franz Kafka, Metamorphosis eða Ham- skiptin sem hefur komið út í íslenskri þýðingu. Heimildir herma að David Lynch ætli að eyða einni milljón Bandaríkja- dala í tæknibrellur. í myndinni er maður sem vaknar einn morguninn og gerir sér grein fyrir að hann hefur ummyndast í bjöllu. Þetta minnir á endur- gerðina The Fly þar sem Jeff Goldblum sást í flugulíki. Da- vid Lynch er samkvæmur sjálf- um sér og kemur alltaf á óvart. (Driving Miss Daisy, Batteries Not Included) og Mary Stuart Masterson. Kathy Bates leik- ur óhamingjusama konu á fimmtugsaldri sem fær heldur betur vítamínsprautu þegar hún hittir aldna kjarnorkukonu sem leikin er af Jessicu Tandy. Sú segir persónu Kathy Bates frásagnir af per- sónu Mary Stuart Masterson sem uppi var á krepputímabil- inu og þótti hin svalasta. Þess- ar frásagnir gömlu konunnar eiga síðan eftir að hafa mikil áhrif á líf þeirrar sem Kathy Bates leikur. Walt Disney teiknimyndinni The Beauty and the Beast hefur hvarvetna vegnað vel. ◄ Hinn geðveiki og haturs- fulli i myndinni Ricochet. ÁIN RENNUR Myndin A River Runs Thro- ugh It greinir frá bræðrum sem ekki eru beinlínis sam- rýndir en taka þó saman hönd- um til að verja heimkynni sín. í myndinni leika Graig Scheffer, Brad Pitt, Tom Skerrit (Top Gun, Poltgergeist 3) og Emily Lloyd (Wish You Were Here, Cookie). Hinn heimsþekkti leikari og leikstjóri Robert Redford er við stjórn- völinn. Verður gaman að sjá afraksturinn. A Aðal- leikarar myndarinn- ar The River Runs Through It sem Robert Redford leikstýrir. ÁFORM WALT DISNEY KVIKMYNDAFYRIR- TÆKISINS Töfralampinn Alladin verður næsta teiknimynd Walt Disn- ey. Auk þess verður gerð teiknimynd um Draug óper- unnar eða Phantom of the Opera og Vesalingarnir eða Les Miserables verða líka færðir í teiknimyndabúning, einnig söngleikurinn um Evítu. Nóg að gera á þeim bæ enda hafa teiknimyndir aldrei verið eins vinsælar og nú. Þess má geta að teiknimyndin Fríða og dýrið eða Beauty and the Beast hefur gert það gott í Bandaríkjunum sem og á meginlandi Evrópu og Bret- landseyjum. 72 VIKAN 11.TBL.1992
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.