Vikan


Vikan - 27.05.1992, Blaðsíða 74

Vikan - 27.05.1992, Blaðsíða 74
UMSJÓN: GUNNAR H, ÁRSÆLSSON NÝJAR HLJÓMPLÖTUR Frh. af bls. 57 Svar: Giacomo Casanova. Hann fæddist í Feneyjum þann 2. apríl 1725. Honum tókst að flýja með gondóla úr fangelsi þar i borg árið 1756. Endur- minningar sínar ritaði hann á árunum 1791-1798 en þær byggjast á öllu því sem hann hafði haldið til haga í lífinu. Hann safnaði öllu; ástarbréf- um, fölsuðum vixlu, hótel- reikningum og hárlokkum svo örfá dæmi séu nefnd. THE CURE: WISH SÁ FR/íGI HERSLUMUNUR Ellefu stúdíóplötur, ein smá- skífusafnplata, ein endurmix- plata og tvær hljómleikaplötur. Þetta er afrakstur starfs hljóm- sveitarinnar The Cure frá stofnun hennar áriö 1976 í Bretlandi. Forsprakki sveitar- innar er gítarleikarinn/ söngvarinn/furðufuglinn, oftar en ekki varalitaði, Robert Smith. Ásamt honum eru í The Cure Simon Gallup (bassi), Porl Thompson (gítar), Boris Williams (trommur) og Perry Bamonte, þriðji gítarleikarinn. Þessir vösku sveinar hafa nú borið fram eina krásina í viðbót við allt hitt, The Wish. Skemmst er frá því að segja að platan er ein sú besta það sem af er árinu og ein besta Cure platan. Heilsteyptar lagasmíðar, söngur Roberts, hljóðfæraleikurinn, textarnir, sem fjalla margir um óendur- goldna ást, sumir pínulítið þunglyndislegir - allt þetta leggst á eitt og setur plötuna í þann flokk sem kalla mætti „næstum því meistaraverk". Aðeins skortir herslumuninn (eins og svo oft hjá fótbolta- landsliðinul). Bestu lög: Open, End, To Wish Impossible Things, High, Doing the Un- stuck og Friday l’m in Love, sem er næsti smellur plötunn- ar. STJÖRNUGJÖF: ★★★★ UTANGARÐSMENN: GEISLAVIRKIR VIRKIR GEISLAR Á næstu fimm árum eftir að Sumar á Sýrlandi kom út varð gjörbylting í íslenskri dægur- tónlist, pönkbylgjan hafði riðið í hlað með öllum sínum næl- um og tilheyrandi. Helsta rokk- sveit pönksins voru Utan- garðsmenn meö „rokkgúrú- inn“ Bubba Morthens öskrandi og trylltan fremstan í flokki því Utangarðsmenn voru ekki pönksveit í þeim skilningi heldur rokksveit undir sterkum reggíáhrifum. Það sýnir best fyrsta platan þeirra, Rækju- reggí, frá 1980. Pönksveitirnar voru til dæmis Q4U, Fræbbbl- arnir og fleiri. Sama ár kom svo út fyrsta og eina breiðskífa Utan- garðsmanna, að undanskilinni safnplötunni í upphafi skyldi endinn skoða. Þetta var platan Geislavirkir, dúndrandi kraft- mikil rokkplata á köflum, svo sem f lögunum Hirósíma, Poppstjarnan og í þekktasta lagi plötunnar, Laus og liðug- ur, sem er útgáfa sveitarinnar á samnefndu lagi Lúdó og Stefáns. Þeir sneru því á haus og gáfu ímyndinni um síglaða sjóarann langt nef. Þetta er nú hægt að hlusta á á geisladiski. Og það var fleirum gefið langt nef, efnafólk fékk ákúrur svo og atvinnurekendur. Her- inn fékk líka sinn skerf og svo mætti lengur telja. Athygl- isverðasta hlið þessara plötu finnst undirrituðum reggírokk- ið sem þeir voru að prófa sig áfram með í lögum á borð við Visku Einsteins, Barnið sefur og Chinese Reggae. Hefði verið gaman að vita hvernig það hefði þróast með árunum. Þaö varð aldrei og sveitin leystist upp eftir útkomu plöt- unnar 45 rpm. árið 1981. Bubbi hélt sína leið og þá sögu þekkja allir. STJÖRNUGJÖF: ★★★★ STUÐMENN: SUMAR Á SÝRLANDI GLEÐILEGT SUMARN Allt frá því að Sumar á Sýr- landi kom út þann 17. júní árið 1975 hafa lögin af plötunni hljómað reglulega í útvarpi landsmanna, sum meira en önnur eins og gefur að skilja; Út’ á stoppistöð, Strax í dag, í bláum skugga, Tætum og tryllum, She Broke My Heart og Á Spáni. Þessi lög eru greypt inni i þjóðarsálina og fara þaðan aldrei aftur. Stemmningin, sem er yfir þessari plötu, er þvílík að ekki er hægt annað en að fara í gott skap þegar hlustað er á gripinn. Húmorinn, ferskleikinn og andagiftin er það mikil að sennilega er það einsdæmi í íslenskri poppsögu. Hér er sungið um lífsgleði, sveitaböll, hippamenningu og hippaheim- speki, sólarlandaferðir og nautaat svo eitthvað sé nefnt. Lögin eru svo skrautbúningur utan um textana. Nú er allt heila klabbið kom- ið á geisladisk þannig að þeir sem vilja geta losnað við risp- ur og allt sem þeim fylgir, keypt diskinn og lagst í sófann, látið hugann reika til baka, gleymt sér í 40 mínútur og risið síðan upp endurnærð- ir. STJÖRNUGJÖF: ★★★★★ WAYNE’S WORLD: ÚR SAMNEFNDRI KVIKMYND GAMALT OG NÝTT Þessi kvikmynd segir frá skrýtnum félögum sem reka litla sjónvarpsstöö í kjallara og senda þaðan út frfkaðan þátt. Þegar stór sjónvarpsstöð vill kaupa þáttinn og gera hann að sínum gerist ýmislegt skondið. Eins og allar vinsælar kvik- myndir nú til dags fylgir náttúr- lega plata með lögum úr myndinni og þar er ýmsa gamla kappa að finna; Alice Cooper, Eric Clapton, Jimi Hendrix, Black Sabbath og Queen, með lagið fræga Bohemian Rhapsody. Einnig eru nýrri nöfn á ferðinni, svo sem Red Hot Chilipeppers (með frábært lag, Sikamikan- ico), Cinderella, Bulletboys og Tia Carrera sem skartar geysi- lega fallegri söngkonu sem er af asísku bergi brotin. Hún hefur ágæta rokkrödd og heyr- ist það vel í laginu Ballroom Blitz. Samt er það nú eiginlega gamla rokkbrýnið Alice Coop- er sem stelur senunni. STJÖRNUGJÖF: ★★★ Hljómsveit- in The Cure. The Wish er ein besta plata sveitarinn- ar. Grínararnir Garth og Wayne skoða bjór- verksmiðju f Mil- waukee. 74 VIKAN ll.TBL. 1992
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.