Vikan


Vikan - 27.05.1992, Blaðsíða 53

Vikan - 27.05.1992, Blaðsíða 53
hvílast og jafna þig eftir allt þaö álag sem þú hefur gengiö í gegnum undanfariö. Það er þér og ekki hvaö síst börnunum þínum fyrir bestu. Svanhvít kom ekki upp orði fyrir grátkökknum sem lokaöi fyrir naer alla öndun. Þreytan, von- leysið og nú þessi yfirþyrmandi hræösla skall af alefli yfir hana. íbúðin bylgjaöist sem hafsjór fyrir augum hennar, hún fann líkamann falla jafnvægislausan í djúpan öldudal. Svanhvít leit undrandi og ringluð í kringum sig þegar hún vaknaði. Hún fann fyrir dofa í vörunum og líkaminn var sem njörvaöur niöur. Hvítt loft, veggur, skápur og vaskur var það fyrsta sem fyrir augun bar. Hún reyndi aö kalla en kom ekki upp neinu hljóöi. Hún reyndi af alefli aö rísa upp en gat aðeins reist höfuöiö lít- iö eitt frá koddanum. - Þú ert þá vöknuö, vinkona. Röddin var glaðleg. - Vertu ekkert aö reyna aö hreyfa þig, ég skal hringja bjöllunni svo þú fáir eitthvaö að drekka. Svanhvít sneri höfðinu í átt til raddarinnar. - Já, þú ert á sjúkrahúsi, svaraði röddin án þess að vera spurð. - Við erum hór þrjár saman á stofu, hin til hægri við þig er reyndar alveg út úr heiminum. Svanhvít heyrði að dyr opnuðust, hjúkrunarkona smeygði sér á milli rúmanna. - Nú? Ert þú vöknuð? Það kom henni greini- lega á óvart. - Hún þarf að fá vatn, heyrði Svanhvít röddina í rúminu segja. - Ég læt þig vita ef ég þarf á tilsögn þinni að halda, svaraði hjúkrunarkonan hortug. Röddin í rúminu skríkti. Hjúkrunarkonan setti hönd undir höfuð Svanhvítar og gaf henni dálítinn vatnssopa. - Þetta ætti aö nægja í bili, þar til þú færð lyfin þín. - Leystu mig, stundi Svanhvít veikum rómi. Hjúkrunarkonan hristi höfuðið og hvart út úr herberginu. - Þú ert ekkert bundin niður í rúmið, sagði röddin þegar dyrnar lokuöust að baki hjúkrun- arkonunnar. - Þú ert bara svona hryllilega dópuð. Þessi þarna hinum megin við þig er búin að vera meira og minna i dái í hálft ár. Hún heldur því statt og stöðugt fram aö félags- málastjórinn hérna hafi selt barnið hennar presti vestur á fjörðum. Ég trúi henni svo sem alveg því ég veit eitt og annað um þennan mann. Við vorum saman í áfengismeöferð. Hann er illa farinn, heilaskemmd eiturpadda og til alls vís. Hún er bara svo illa farin, greyið, að hún skilur ekki að svo lengi sem hún kvabbar um þetta halda þeir henni meðvitundarlausri. Ég veit hvernig þetta kerfi vinnur enda er ég búin að vera hérna svo oft. Vilji ég komast út spila ég eftir þeirra höfði en kjósi ég frekar að vera í vímu spila ég eftir mínu. Væri ég sú til hægri við þig léti ég renna af mér og dræþi hel- vítis karlinn. Svanhvít fann ekki til neinna sérstakra til- finninga gagnvart börnunum eða lífinu yfirleitt. Samt var eins og önnur persóna í líkama hennar gréti og kallaði sífellt á börnin sín. - Ef þú gerir eins og ég segi þér, verður hlýðin og góð, þá sleppur þú fljótlega héðan út. Röddin þagnaði, dyrnar opnuðust og hjúkrunarkonan kom inn. Hún gekk að rúmi Svanhvítar sem opnaði munninn hlýðin og gleypti töflurnar sem settar voru á tungu hennar. Eftir hálfsmánaðar dvöl á sjúkrahúsinu þótti sérfræðingunum Svanhvít nægilega hress til að fara heim. Hún hafði hagað spilum sínum á þann hátt sem stofufélagi hennar ráðlagði henni en kvíðinn var engu minni en áður, nema hvað hún var staðráðin í að láta lög skógarins gilda. Þeir skyldu ekki komast upp meö að taka frá henni börnin, litlu augastein- ana hennar. Hún skyldi sjá til þess að einhver þeirra kembdi ekki hærurnar þegar að því kæmi. Hvaða máli skipti það svo sem þó árin yrðu átta eða niu í fangelsi, hvað hafði hún annað að gera þegar búið væri að svipta hana því sem hún taldi dýrmætara en lífið sjálft. Ef börnin fengju síðan einhvern tíma að vita hvað móðir þeirra gerði var hún viss um að þau myndu virða hana fyrir svo harkalegt stríð þeirra vegna. Stofufélagi hennar hafði frætt hana nóg til þess að hún vissi að enginn mögu- leiki yrði á því að hún ynni málið gegn þessu stofnanapakki. Félagsmálastjórinn yrði ekki feitur á því að selja börnin hennar. Svanhvít hrökk upp úr þessum hugsunum þegar barið var fast og ákveðiö aö dyrum. Hún stökk fram úr rúminu með haglabyssuna í fanginu og hljóp með hanafram í eldhúsið. Þar stillti hún henni upp við ísskápinn. Nú var barið enn ákafar og fastar. Svanhvít var gjörsam- lega að missa alla stjórn á sér þegar hún loks lauk upp. Félagsmálastjórinn, myndarlegur maður um fimmtugt, stóð sem eitt sólskinsbros á ganginum með umslag í annarri hendi. Úlfur í sauðargæru, hugsaði Svanhvit. Bros félagsmálastjórans rann af andlitinu og við tók undrunar- og spurnarsvipur þegar hann sá blóðstorkið andlit hennar. Hann stakk um- slaginu í innri jakkavasann. - Komdu sæl, sagði hann hálfvandræðalegur. - Gæti ég fengið að ræða augnablik við þig? Svanhvít opnaði dyrnar upp á gátt. Hann gekk inn og gjóaði rannsakandi aug- um um íbúðina. Svanhvít gekk inn ganginn að borðkrók til hliðar við eldhúsið. Félagsmála- stjórinn fylgdi henni eftir og settist óboðinn við borðið. - Mætti kannski bjóða þér kaffi? stam- aði Svanhvit. - Nei, það er alveg óþarfi, ég stend stutt við. Ég ætlaði bara að láta þig vita að við höfum ekki enn getað gengið endanlega frá úrskurðinum en það verður mjög fljótt. - Og þú gerðir þér auðvitað ferð hingað til að segja mér það? Rödd Svanhvítar varð ólík hennar eigin. - Og það næsta sem þú ætlar að segja mér er að ég fái börnin mín aftur? Hún rauk fram í eldhúsið og greip byssuna. Andlit félagsmálastjórans lýsti forundran við að sjá Svanhvíti birtast með vopnið í hendi. Hann ætlaði að standa upp en sá sitt óvænna þegar Svanhvít æþti til hans og skipaði honum að sitja kyrr. - Þú selur ekki fleiri börn, óþverrinn þinn, hvorki mín né önnur. - Ég hef aldrei selt nein ... Hann þagnaði við háan hæðnishlátur Svanhvítar. Skjálfti fór um varir hans og hann tók að kjökra. Svanhvíti óx ásmegin við að finna hversu gjörsamlega hún hafði hann á valdi sínu. - Þú hefur nú þegar öðlast örugga vist í hel- víti og óþarfi hjá þér að vera hérna megin graf- ar öllu lengur, hvæsti hún og þrýsti hlaupinu fast að eyra hans. - En börnin mín, en elsku litlu börnin mín, vældi félagsmálastjórinn ámátlega. - Þau verða betur komin án þín, ólíkt mörgum öðrum sem þú hefur tekið frá varnarlausum foreldrum. Hann dró bréfið skjálfandi hendi hálfa leið upp úr vasanum. - Þú smánar mig ekki með þessu bréfi, æpti Svanhvít og reif í gikkinn. Hún hentist í hálfhring við höggið frá byssunni og trúði ekki eigin augum þegar hún leit á fél- agsmálastjórann. Hálft höfuðið var gjörsam- lega horfið. Hún horfði ofan á ótrúlega stóra tunguna þar sem hún hreyfðist hljóðlaust upp og niður. - Já kjaftaðu nú, bannsettur, skrækti hún í sigurvímu. Svanhvít lagði frá sér byssuna, kippti til sín bréfinu úr vasa hans, reif það þóttafull upp og fletti því sundur. Sigurvíman og hatrið, sem verið hafði allsráðandi, gufaði nú upp sem dögg fyrir sólu. Tár tóku að streyma taumlaust niður kinnar hennar þegar hún las upphátt bréfið sem félagsmálastjórinn hafði komið til að afhenda henni. Á fundi barnaverndarnefndar Sundakaup- staðar 12. mars 1992 hefur verið ákveðið að Svanhvít Óðinsdóttir fái aftur fullt forræði yfir börnum sínum frá og með deginum í dag. □ 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.