Vikan


Vikan - 27.05.1992, Blaðsíða 10

Vikan - 27.05.1992, Blaðsíða 10
þaö aö sjá fólk spila í spilavíti Flamingo var fjöldinn fljótur aö taka viö sér. Fólk streymdi hvaðanæva að til að freista gæfunnar. Veitingamenn voru fljótir að finna peningalyktina og reis hvert hóteliö á fætur öðru. ( kjölfarið fluttust margir búferlum til borgarinnar og hefur fólks- fjöldinn farið vaxandi undanfar- in ár. Ekkert stórborgarsvæði í Bandaríkjunum er í örari vexti en Las Vegas og nú eru íbú- arnir um 230.000. Flestir íbúar borgarinnar sinna störfum sem á einn eða annan hátt tengjast hótelum eða spilavítum. Núna eru 69 hótel í Las Vegas og í þeim eru rúmlega sextíu þúsund her- bergi. Þegar 202 mótel eru talin með bætast við tæplega sautján þúsund herbergi. Ekk- ert lát virðist á vexti spila- og hóteliðnaðarins; árlega eykst herbergjafjöldinn þegar ný hótel eru opnuð eða önnur stækkuð. Níu af tíu stærstu hótelum veraldar eru í Las Vegas. Árið 1989 var Mirage hótelið opnað og bættust þá við 3.049 her- bergi og árið eftir var Excalibur opnað með 4.032 herbergjum. Það ku nú vera stærsta hótel í veröldinni. Til viðbótar við stór og glæsi- leg hótel státar borgin af stærstu sýningarhöll Bandaríkj- anna (Las Vegas Convention Center) sem er 120.755 fer- metrar. Árið 1990 komu 1,7 milljónir manna á 1.011 sýning- ar og ráðstefnur í Las Vegas og það jók tekjur bæjarbúa og fyrir- tækja um 1,3 milljarða dollara. Til að laða sem flesta til borg- arinnar er verði á gistingu og mat haldið í lágmarki. ( miðri viku getur fólk fengið gistingu á úrvals hóteli á allt niður í 10 dollara (600 kr. ísl.) en þess í stað treysta rekstraraðilar hótel- anna á að fólk eyði þeim mun meira í spilavítum hótelanna. Þetta virðist virka ágætlega - tuttugu milljónir ferðamanna leggja leið sína til Las Vegas árlega og er innkoma spilavít- anna um fjórir milljarðar dollara (240 milljarðar ísl.) á ári. Þaö nemur tvöfaldri upphæð ís- lensku fjárlaganna og tuttugu milljörðum betur. SKEMMTANALÍF Til viðbótar við fjárhættuspilin er Las Vegas þekkt fyrir litrikt næt- ur- og skemmtanalíf. Borgin er stundum nefnd höfuðborg skemmtanalífsins í heiminum. Bill Cosby, Frank Sinatra, Liza Minelli, Diana Ross og Cher eru aðeins nokkrir af þeim heimsfrægu skemmtikröftum sem hafa sótt borgina heim. < Loga- gyllt tram- hlið spila- vítisins Golden Nugget lokkar veg- farendur að. ▼ Warren Beatty og Annette Bening í Bugsy. Að lokinni töku myndarinn- ar létu þau pússa sig saman i hjónaband - þó ekki i Las Vegas... Elvis Presley kom oft fram ( borginni og var um tíma með fastan samning við eitt hótel- anna. Las Vegas er einnig þekkt fyrir íburðarmiklar uppákomur í skemmtanalífinu þar sem ekk- ert er sparað til að gera allt sem glæsilegast. Heimsins bestu töframenn eins og David Copp- erfield hafa ávallt verið vinsælir í Las Vegas. Ekki má gleyma reglulegum stórviðburðum eins og fegurð- arsamkeppnum og boxkeppn- um en allir frægustu boxarar Bandaríkjanna hafa barist í Las Vegas. Þegar slíkir viðburðir eiga sér stað skipta milljónir dollara um eigendur í veðmál- um en þau eru mjög algeng í borginni. Aðrir íþróttaviðburðir, eins og tennis og golfmót, eiga vaxandi vinsældum að fagna ( borginni. T í spila- vitunum skipta doll- ararnir um eigendur svo millj- örðum skiptlr. Sumir efn- asten flest- ir fara fá- tækari heim en þeir voru við komuna til borgarinn- ar. Þegar tekur að skyggja fær borgin á sig nýjan svip sem ein- kennist af Ijósadýrð og glæsi- leika. Þá klæðir fólk sig í sitt fín- asta skart og hjól næturlífsins fara á fullan snúning. Algengt er að fólk leigi sér limósínu með bílstjóra i stað þess að taka leigubíl. í borginni eru fyrirtæki sem leigja út alls 240 limósínur og það verður að teljast mikið í borg með aðeins 550 leigubíla. GIFTINGAR „Vilt þú ganga að eiga ... “ eru orö sem hljóma oft í Las Vegas því árlega eru rúmlega 75 þús- und pör gefin saman í borginni eða sjöundu hverja mínútu. Einu kröfurnar eru að viðkom- andi séu orðin átján ára og þá er hægt að kaupa giftingarvott- orð - engin bið og engar blóð- prufur eins og víða í Bandaríkj- unum. Stórstjörnur á borð við Elizabeth Taylor, Bruce Willis, Richard Gere, Joan Collins, Jon Bon Jovi og Frank Sinatra eru meðal þeirra sem hafa lent í hnappheldunni ( Las Vegas. Það eru þrjátíu kapellur í borginni - sumar inni á hótelun- um - og bjóða þær upp á gift- ingarvottorð fyrir 40 til 60 doll- ara. Hægt er' að fá atburðinn festan á myndband og þá bæt- ast 90 dollarar á reikninginn. Ýmsir aðrir valkostir eru í boði eins og tónlist eftir smekk hvers og eins, blóm og limósínuþjón- usta. Þeir sem vilja gera atburð- inn eftirminnilegri geta keypt stuttermabol með nafni kapell- unnar. Ein kapellan býður upp á gift- ingu í bíl og þarf því ekkert annað en að aka upp að „kap- ellulúgunni" og segja til nafns, borga og taka við giftingarvott- orðinu. Kossinn getur komið síðar. Það er því jafnlítið mál að ganga í það heilaga í Las Veg- as og að kaupa sér kók og prins ( Nesti á Ártúnshöfða. Önnur kapella býður fólki upp á athöfn „á ferð“. Þá á fólk kost á þv! að gifta sig í bíl frá kapell- unni og hefur þannig möguleika á að gifta sig hvar sem er í suðurhluta Nevada-fylkis nema þar sem bílastöður eru bannað- ar. í Las Vegas þurfa brúðgum- arnir ekki að hafa áhyggjur af að brúöinni snúist hugur því hægt er að drífa í giftingunni strax að loknu bónorði þar sem flestar kapellurnar eru opnar allan sól- arhringinn, alla daga vikunnar. Fyrsti dagur ársins er vinsæl- asti dagurinn en júní er vinsæl- asti giftingarmánuðurinn. Það er augljóst að margt hef- ur breyst í Las Vegas frá því Bugsy opnaði Flamingo. Margir álitu hann skrýtinn að láta sig dreyma um að opna hótel á þessum stað en hann gafst ekki upp. Ekki er ofmælt að hann hafi verið frumkvöðull með meiru og að hugmynd hans hafi hitt í mark; í lok myndarinnar um Bugsy er tekið fram að tekj- ur Flamingo frá opnun séu komnar yfir 100 milljarða doll- ara. Það er því óhætt að segja að fjárfestingin í eyðimörkinni hafi skilað sínu og gott betur. Kvikmyndin um Bugsy hefur fengið mjög góða dóma í Bandaríkjunum og auk þess að vera tilnefnd til ellefu óskars- verðlauna vann hún Golden Globe-verðlaunin sem besta mynd ársins. □ Níu af tíu stærstu hótelum heims eru í Las Vegas og enn er verið að byggja fleiri hótel. 10 VIKAN 11.TBL.1992
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.