Vikan


Vikan - 27.05.1992, Page 72

Vikan - 27.05.1992, Page 72
TEXTI: CHRISTOF WEHMEIER BLANDAÐUR . KVIKMYNDAÞATTUR KAFKA ER VINS&LL Ibyrjun þessa árs var fjall- aö um nýjustu kvikmynd Stevens Soderbergh, Kafka, sem fjallar um rithöf- undinn Franz Kafka og líf hans í heimalandi sínu, Tékkó- slóvakíu. Fleiri hafa fengið auga- stað á Kafka og verið er að gera tvær kvikmyndir sem byggðar eru á verkum hans. Leikritahöfundurinn, hand- ritahöfundurinn og rithöfundur- inn Harold Pinter ætlar að endurgera myndina The Trial eða Réttarhöldin. Frum- myndin var með Anthony Perkins í aðalhlutverki og var gerð árið 1963 undir leikstjórn Orzons Welles. í nýju mynd- inni leika Kyle MacLachlan (Blue Velvet, Twin Peaks sjónvarpsþættirnir), Anthony Hopkins (Silence of the Lambs), Jean Stapleton og Juliet Stevenson (Truly, Madly, Deeply). Kvikmynda- tökum verður lokið þann 19. maí en þær fara auðvitað fram í höfuðborg Tékkóslóvakíu, Prag. KVIKMYND UM SKAUTAÍÞRÓTTINA Cutting Edge er mynd sem fjallar um skautaíþróttina. D.B. Sweeney leikur fyrrverandi ís- hokkíkappa sem ákveður að taka saman við stúlku eina og keppa í parakeppni á list- skautum. GLÓÐAÐIR GRÆNIR TÓMATAR Kvikmyndin Fried Green Tomatoes at the Whistle Stop Cafe hefur gengið vel í Evrópu og í Bandaríkjunum. Flestir þakka það samleik leik- kvenna myndarinnar, þeirra Kathy Bates, Jessicu Tandy < Skauta- parið i myndinni Cutting Edge. RICOCHET EÐA ENDURKASTIÐ Myndin Richochet greinir frá geðveilum morðingja sem hyggur á hefndir eftir að hann hefur afplánað refsingu í fang- elsi. Eltist hann við lögreglu- foringja sem átti þátt í hand- töku hans. Þessari mynd svip- ar örlítið til Cape Fear, myndar Martins Scorsese. í myndinni leika John Lithgow (Distant Thunder, Memphis Belle) og Denzel Washington. Leik- stjóri er Russel Mulcahy (Highlander I, II og III). Myndin verður sýnd, ef ekki er þegar byrjað að sýna hana, í Regn- boganum. ◄ Leikkonan Mary Stuart Masterson í kvikmynd- inni Fried Green Tomatoes at the Whistle Stop Cafe. Auk þess er David Lynch að gera kvikmynd sem byggð er á smásögu Franz Kafka, Metamorphosis eða Ham- skiptin sem hefur komið út í íslenskri þýðingu. Heimildir herma að David Lynch ætli að eyða einni milljón Bandaríkja- dala í tæknibrellur. í myndinni er maður sem vaknar einn morguninn og gerir sér grein fyrir að hann hefur ummyndast í bjöllu. Þetta minnir á endur- gerðina The Fly þar sem Jeff Goldblum sást í flugulíki. Da- vid Lynch er samkvæmur sjálf- um sér og kemur alltaf á óvart. (Driving Miss Daisy, Batteries Not Included) og Mary Stuart Masterson. Kathy Bates leik- ur óhamingjusama konu á fimmtugsaldri sem fær heldur betur vítamínsprautu þegar hún hittir aldna kjarnorkukonu sem leikin er af Jessicu Tandy. Sú segir persónu Kathy Bates frásagnir af per- sónu Mary Stuart Masterson sem uppi var á krepputímabil- inu og þótti hin svalasta. Þess- ar frásagnir gömlu konunnar eiga síðan eftir að hafa mikil áhrif á líf þeirrar sem Kathy Bates leikur. Walt Disney teiknimyndinni The Beauty and the Beast hefur hvarvetna vegnað vel. ◄ Hinn geðveiki og haturs- fulli i myndinni Ricochet. ÁIN RENNUR Myndin A River Runs Thro- ugh It greinir frá bræðrum sem ekki eru beinlínis sam- rýndir en taka þó saman hönd- um til að verja heimkynni sín. í myndinni leika Graig Scheffer, Brad Pitt, Tom Skerrit (Top Gun, Poltgergeist 3) og Emily Lloyd (Wish You Were Here, Cookie). Hinn heimsþekkti leikari og leikstjóri Robert Redford er við stjórn- völinn. Verður gaman að sjá afraksturinn. A Aðal- leikarar myndarinn- ar The River Runs Through It sem Robert Redford leikstýrir. ÁFORM WALT DISNEY KVIKMYNDAFYRIR- TÆKISINS Töfralampinn Alladin verður næsta teiknimynd Walt Disn- ey. Auk þess verður gerð teiknimynd um Draug óper- unnar eða Phantom of the Opera og Vesalingarnir eða Les Miserables verða líka færðir í teiknimyndabúning, einnig söngleikurinn um Evítu. Nóg að gera á þeim bæ enda hafa teiknimyndir aldrei verið eins vinsælar og nú. Þess má geta að teiknimyndin Fríða og dýrið eða Beauty and the Beast hefur gert það gott í Bandaríkjunum sem og á meginlandi Evrópu og Bret- landseyjum. 72 VIKAN 11.TBL.1992

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.