Vikan


Vikan - 25.06.1992, Side 51

Vikan - 25.06.1992, Side 51
milli tveggja áðurnefndra myndavélargerða og minna þær helst á vídeómyndavélar í útliti. Það fyrsta sem þarf að hafa í huga við val á myndavél eru þarfir viðkomandi Ijósmyndara og hvað myndavélin á að kosta. Hvort er meira atriði að myndavélin sé fyrirferðarlítil eins og vélar með fastri linsu eru eða hafi þann sveigjan- leika sem vélar með skiptan- legum linsum bjóða upp á? Ef hugmyndin er að taka skyndi- myndir af fjölskyldu og vinum eða litmyndir í ferðalögum, sem eru prentaðar á smáan pappír, er ódýr myndavél með fastri linsu líklega fullnægj- andi. Ef Ijósmyndarinn hefur hins vegar áhuga á að nýta sér þá ólíku sköpunarmögu- leika sem eru aðeins fram- kvæmanlegir með myndavél- um með skiptanlegum linsum og öðrum fylgihlutum er það vænlegri kostur þótt þær séu yfirleitt dýrari. Þá stendur valið um hversu mikla sjálfvirkni myndavélin á að hafa. Sjálfvirkni styttir um- hugsunartímann um ýmis tæknileg atriði og það getur haft úrslitaþýðingu til að ná að smella af á ákveðnu augna- bliki og fá „rétt“ lýsta mynd. Hins vegar getur verið álíka þreytandi að þurfa að lúta valdi myndavélar sem gerir allt sjálf og býður ekki upp á neina stillingarmöguleika. Ef mynda- vél með skiptanlegum linsum verður fyrir valinu er mikilsverf að kynna sér hvaða linsur og fylgihlutir eru fáanlegir hjá við- komandi framleiðanda. Eins og áður sagði hefur þróunin undanfarin ár verið mest i smámyndavélum með föstum linsum. Það má segja að við séum að ákveðnu leyti komin í hring því að stóru filmufyrirtækin eru farin að bjóða upp á úrval einnota myndavéla sem eru sumar hverjar bráðskemmtilegar og hafa jafnvel eiginleika sem aðrar hefðbundnar vélar hafa ekki. Þessar vélar eru að sjálf- sögðu ekki með merkilegum linsum og því verða myndirnar aldrei mjög skarpar en 35 mm filmustærð hjálpar þó til þann- ig að þær eru ekki síðri en disk- myndavélar eða gömlu in- stamatic" vélarnar. Kjörorðið góða, „Þú smellir af og við sjáum um afganginn", er hér í fullu gildi nema maður fær ekki myndavélina til baka úr fram- köllun. Fræðilega séð er þó hægt að nota vélarnar aftur ef fólk hefur áhuga á að leika sér með þann möguleika. Þessar vélar eru til með flassi og einn- ig eru á markaðnum einnota myndavélar til myndatöku undir vatnsyfirborði og vélar sem taka víðsýnis- eða panor- amic-myndir. Stærri myndavélafram- leiöendur hafa úrval smá- myndavéla með föstum linsum á boðstólum. Það má skipta þeim í þrjá aðalflokka. Fyrst eru vélar með frekar gleiðu sjónarhorni, 35 mm eða 40 mm, en þær henta ágætlega til hópmyndatöku og yfirlits- mynda en gallinn við þær er sá Frh. á næstu opnu

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.