Vikan


Vikan - 25.06.1992, Qupperneq 51

Vikan - 25.06.1992, Qupperneq 51
milli tveggja áðurnefndra myndavélargerða og minna þær helst á vídeómyndavélar í útliti. Það fyrsta sem þarf að hafa í huga við val á myndavél eru þarfir viðkomandi Ijósmyndara og hvað myndavélin á að kosta. Hvort er meira atriði að myndavélin sé fyrirferðarlítil eins og vélar með fastri linsu eru eða hafi þann sveigjan- leika sem vélar með skiptan- legum linsum bjóða upp á? Ef hugmyndin er að taka skyndi- myndir af fjölskyldu og vinum eða litmyndir í ferðalögum, sem eru prentaðar á smáan pappír, er ódýr myndavél með fastri linsu líklega fullnægj- andi. Ef Ijósmyndarinn hefur hins vegar áhuga á að nýta sér þá ólíku sköpunarmögu- leika sem eru aðeins fram- kvæmanlegir með myndavél- um með skiptanlegum linsum og öðrum fylgihlutum er það vænlegri kostur þótt þær séu yfirleitt dýrari. Þá stendur valið um hversu mikla sjálfvirkni myndavélin á að hafa. Sjálfvirkni styttir um- hugsunartímann um ýmis tæknileg atriði og það getur haft úrslitaþýðingu til að ná að smella af á ákveðnu augna- bliki og fá „rétt“ lýsta mynd. Hins vegar getur verið álíka þreytandi að þurfa að lúta valdi myndavélar sem gerir allt sjálf og býður ekki upp á neina stillingarmöguleika. Ef mynda- vél með skiptanlegum linsum verður fyrir valinu er mikilsverf að kynna sér hvaða linsur og fylgihlutir eru fáanlegir hjá við- komandi framleiðanda. Eins og áður sagði hefur þróunin undanfarin ár verið mest i smámyndavélum með föstum linsum. Það má segja að við séum að ákveðnu leyti komin í hring því að stóru filmufyrirtækin eru farin að bjóða upp á úrval einnota myndavéla sem eru sumar hverjar bráðskemmtilegar og hafa jafnvel eiginleika sem aðrar hefðbundnar vélar hafa ekki. Þessar vélar eru að sjálf- sögðu ekki með merkilegum linsum og því verða myndirnar aldrei mjög skarpar en 35 mm filmustærð hjálpar þó til þann- ig að þær eru ekki síðri en disk- myndavélar eða gömlu in- stamatic" vélarnar. Kjörorðið góða, „Þú smellir af og við sjáum um afganginn", er hér í fullu gildi nema maður fær ekki myndavélina til baka úr fram- köllun. Fræðilega séð er þó hægt að nota vélarnar aftur ef fólk hefur áhuga á að leika sér með þann möguleika. Þessar vélar eru til með flassi og einn- ig eru á markaðnum einnota myndavélar til myndatöku undir vatnsyfirborði og vélar sem taka víðsýnis- eða panor- amic-myndir. Stærri myndavélafram- leiöendur hafa úrval smá- myndavéla með föstum linsum á boðstólum. Það má skipta þeim í þrjá aðalflokka. Fyrst eru vélar með frekar gleiðu sjónarhorni, 35 mm eða 40 mm, en þær henta ágætlega til hópmyndatöku og yfirlits- mynda en gallinn við þær er sá Frh. á næstu opnu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.