Vikan - 01.09.1994, Síða 4
FRA RITSTJORA
SEPTEMBER 1994
8.TBL. 56.ÁRG.
KR.469 M/VSK.
í áskrift kostar VIKAN kr. 399
eintakiö ef greitt er meö gíró en
kr. 359 ef greitt er meö VISA,
EURO eöa SAMKORTI.
Áskriftargjaldiö er innheimt
tvisvar á ári, sex blöö í senn.
Athygli skal vakin á því aö
greiða má áskriftina með
EURO, VISA eöa SAMKORTI
og er þaö raunar æskilegasti
greiðslumátinn.
Tekiö er á móti áskriftarbeiönum
í síma 91-812300.
Útgefandi:
Fróði hf.
Skrifstofa og afgreiösla:
Ármúli 18, 112 Reykjavík
Simi: 91-812300
Ritstjórn:
Bíldshöfði 18, Reykjavík
Sími: 91-875380
Fax: 879982
Stjórnarformaður:
Magnús Hreggviösson
Aöalritstjóri:
Steinar J. Lúövíksson
Ritstjóri:
Þórarinn Jón Magnússon
Ritstjórnarfulltrúi:
Jóhann Guöni Reynisson
Framkvæmdastjóri:
HaNdóra Viktorsdóttir
Útlitsteikning:
Guöm. R. Steingrímsson
Auglýsingastjóri:
Helga Benedíktsdóttir
Unniö í
Prentsmiöjunni Odda hf.
Höfundar efnís í þessari Viku:
Þórdís Bachmann
Svava Jónsdóttir
Bryndís Hólm
Gísli Ólafsson
Halla Sverrisdóttir
Loftur Atli Eiríksson
Einar Örn Stefánsson
Jóna Rúna Kvaran
Barbara Knight
María Jensen
Guðjón Baldvinsson
Jóhann Guðni Reynisson
Þórarinn Jón Magnússon
Myndir í þessari Viku:
Bragi Þór Jósefsson
Loftur Atli Eiriksson
Gunnar Gunnarsson
Bryndís Hólm o.m.fl.
Forsíðumyndina af Helgu
Hilmarsdóttur tók Bragi Þór
Jósefsson.
4 VIKAN 8. TBL. 1994
í ÞESSARI VIKU:
MARTROÐ
HEIMILISOFBELDIS
HVENÆR GETUR VERIÐ RÉTTLÆTANLEGT
AÐ LÚSKRA Á FRÚNNI?
Ifyrra gekk kona inn á
lögreglustöð, illa útleikin,
og sagðist ætla að kæra
sambýlismann sinn. Þá
sagði vaktmaðurinn: „Guð
minn góður, hvað gerðir þú
til að fá þessa útreið?" Þessi
fáu orð lögreglumannsins
segja meira en margt annað
um skekkt viðhorf þjóðfé-
lagsins til ofbeldis á heimil-
um þar sem konur eru misk-
unnarlaust barðar sundur og
saman af mökum sínum.
Aðalhindrunin í baráttunni
gegn ósómanum er það við-
horf sem virðist ríkjandi að
„réttlætanlegt kunni að vera
að eiginmenn slái til konu
sinnar" eins og lesa mátti úr
orðum áðurnefnds lögreglu-
manns.
Það skal tekið fram að
lögreglustöðin, sem hér um
ræðir, er ekki í einhverri stór-
borg Bandaríkjanna. Atvikið
átti sér stað hér á landi. Og
ef marka má niðurstöður
skoðanakannana, sem gerð-
ar voru nýverið hér á landi,
og þær bornar saman við
sambærilega könnun, sem
gerð var í Bandaríkjunum,
kemur sú skelfilega stað-
reynd í Ijós að það viðhorf er
margfalt almennara hérlend-
is en í Bandaríkjunum að
réttlætanlegt kunni að vera
að lúskra á eiginkonunni ef
hún er ekki almennileg. Þeg-
ar Vikan ræddi við Jennýju
Baldursdóttur, starfsmann
hjá Kvennaathvarfinu, feng-
ust upplýsingar sem renna
stoðum undir þann hrollvekj-
andi grun að íslenskt þjóðfé-
lag sé hér statt á villigötum.
Hvenær getur það verið rétt-
lætanlegt að konu sé mis-
þyrmt af maka sínum? Og
þá má líka spyrja: Hvenær
telst hún réttdræp?
í Bandaríkjunum er al-
menningur furðu lostinn yfir
þeim tíðindum að stórstjarn-
an O.J. Simpson, sem elsk-
aður hefur verið og dáður
sem einstakur Ijúflingur með
blítt bros, hafi beitt fyrrver-
andi eiginkonu sína heiftar-
legu ofbeldi á hjúskaparár-
unum og allt bendir til þess
að það hafi verið hann sem
myrti hana á hrottalegan hátt
fyrir stuttu. Vikan skoðar
þær uppiýsingar, sem komið
hafa fram í máli Simpsons,
og birtir jafnframt umsögn
sálfræðings sem stjórnaði
viðamikilli bandarískri rann-
sókn á afbrotamönnum fyrir
nokkrum árum. Þar kemur
fram að margir morðingjar
hafi þörf fyrir aðdáun og eft-
irtekt. Margir þeirra séu
hæfileikamiklir og duglegir,
kalli sig jafnvel trúaða. Þeir
geti verið hrífandi og þannig
blekkt fólk illilega.
[ viðtalinu við Jennýju
Baldursdóttur, sem fléttað er
inn í frásögnina af máli
Simpsons, kemur einmitt
fram stutt lýsing af þessum
toga. Lýsing á manni sem
virtir aðilar í þjóðfélaginu
voru tilbúnir til að verja full-
um fetum - þó að eiginkon-
an hafi flúið á náðir Kvenna-
athvarfsins afar illa leikin eft-
ir hrottaskap hans. Hún bar
tugi brunasára eftir
sígarettuglóð!
Þá er einnig litið á mál
sem bandarískir dómstólar
hafa nú til meðferöar og
snýst um ásakanir fyrrver-
andi eiginkonu popparans
Axl Rose, söngvara hljóm-
sveitarinnar vinsælu Guns
N'Roses. Ófagrar lýsingar á
martröð heimilisofbeldis. í
Bandaríkjunum hafa fjöl-
miðlar gert sér mikinn mat úr
réttarhöldum yfir þeim
O.J.Simpson og Axl Rose
og illri meðferö þeirra á fyrr-
verandi eiginkonum. Áhugi
fjölmiðlanna stafar af því að
hér er um að ræða fræga
menn. Þau samtök vestan
hafs, sem unnið hafa viö að
vekja almenning til meðvit-
undar um bága réttarstöðu
kvenna, sem búa við ofbeldi
og ógnanir hrottafenginna
maka, hafa fagnað þeirri
umræðu sem réttarhöldin
hafa hrundið af stað en nota
tækifærið til að minna á að
hér sé ekki um einsdæmi að
ræða. Dæmin séu um tvær
milljónir talsins í Bandaríkj-
unum - og árlega séu 1400
konur myrtar af eiginmönn-
um eða sambýlismönnum.
Hvað höfðu þær gert til að fá
slíka útreið?!!!
Skyldi sá dagur renna upp
að almenningur á íslandi átti
sig á því að það geti ekki tal-
ist til sjálfsagðra hluta að
konur séu „tuktaðar til“ af
mökum sínum og að sltk
martröð geti ekki flokkast
undir réttlætanlegar athafnir
í skjóli friðhelgi heimilisins.
Fjölmargar konur, sem leita
á náðir Kvennaathvarfsins,
kvarta sáran undan því
skilningsleysi sem þær
mæta oftast hjá sínum nán-
ustu sem forðast að veita
þeim skilning og stuðning.
Grein Vikunnar er þarft
innlegg í þá baráttu sem
Kvennaathvarfið stendur í
og miðast að því að valda
nauðsynlegri hugarfarsbreyt-
ingu gagnvart því ofbeldi
sem allt of víða tíðkast á
Þórarinn Jón Magnússon
ritstjóri