Vikan


Vikan - 01.09.1994, Page 10

Vikan - 01.09.1994, Page 10
ATVINNULIFIÐ sem sú verslun var opin og fyrstu hjónabandsárin vann hún í Skífunni. Hún tók sér síðan hvdd frá verslunar- störfum og vann sem flug- freyja í sex ár. „Þegar við opnuðum í Kringlunni fannst mér ég verða að fylgja þessu „barni" okkar eftir og hóf aftur störf var fyrir framleiðsluvörur RCA. Fljótlega bættist EMI við og síðan Polygram. Þeg- ar hér er komið sögu er inn- flutningur Skífunnar um 60% af erlenda hljómplötumark- aðnum á íslandi. Verslunarskólamenntunin hefur þá fljótlega komið sér vel? Þegar Helga var lítil fór hún í búóarleik þegar hinar stelpurnar voru í dúkkuleik. Nú hefur hún hönd í bagga meó yfirstjórnarmálum Skífunnar auk þess sem hún rekur þrjár verslanir fyrirtækisins og sér um rekstur Regnbogans og gallerísins þar. „Já, auðvitað. Annars eru viðskipti flestum þeim í blóð borin sem út í þau fara. Þótt ég sé með verslunarskóla- próf upp á vasann er ekki þar með sagt að ég hafi sama vit á tölum og Jón þótt hann sé ekki með sömu menntun. Skólar eru vissu- lega góðir en starfsreynslan er það sem gildir," segir Helga. Hvernig er að reka fyrir- tæki á íslandi? „Mér finnst mjög gaman Hin atorkumikla kona heimaviö aó afloknum vinnudegi. „Eiginlega vildi ég hafa fleiri tíma í sólarhringnum því ég á þrjú börn og svo á ég athafnamann sem er ekki bara í Skífunni heldur mörgu fleiru. hjá fyrirtækinu," segir Helga. Helga var enn við nám í Verslunarskólanum þegar fyrsta búðin opnaði. Eftir að hún lauk námi opnuðu þau hjónin Skífuna að Laugavegi 33 sem lengi vel var flagg- skip fyrirtækisins. „Svo hlóð þetta utan á sig, við fórum að auka innflutning og stækkuðum óðum. Síðan fengum við erlend umboð fyr- ir plötur og þá byrjaði boltinn að rúlla,“ segir Helga. Fyrsta umboð Skífunnar að vera í viðskiptum og þekki það best. Okkur hefur gengið vel og við erum dug- leg og höfum unnið fyrirtæk- ið upp hörðum höndum en að sjálfsögðu myndi ég vilja sjá markaðinn aðeins stærri. Svo væri eflaust betra að vera í stöðugra efnahags- umhverfi. Aðallega finnst mér smæð markaðarins halda aftur af möguleikunum hér; þú kemst upp á vissan tind og svo ekki lengra, markaðurinn er ekki stærri, það er einfaldlega ekki fleira fólk í landinu. Þess vegna geri ég mikið af því að reyna að brydda upp á nýjungum í búðunum og fyrirtækinu; bæði til þess að gera mér starfið skemmtilegra og eins til þess að fólk sjái að við er- um stöðugt að gera eitthvað nýtt.“ Helga situr í stjórn Skíf- unnar og hefur hönd í bagga með yfirstjórnarmálum fyrir- tækisins, auk þess sem hún rekur þrjár verslanir Skífunn- ar, sér um rekstur Regnbog- ans og gallerísins þar, fyrir utan það að gegna hinum krefjandi hlutverkum eigin- konu og móður. Verslunarstjórar sjá um innkaup og daglegan rekstur verslananna en Helga fylgist með því að þeir vinni sína vinnu. „Ég kem oft í búðirnar, sérstaklega á annatímum, og tek púlsinn á starfseminni til að finna hvort viðskipta- vinir séu ánægðir og hvort starfsfólkið sé að sinna sín- um störfum. Ég er þannig fremur svæðisstjóri en sá sem sinnir daglegum rekstri búðanna,“ segir hún. Helga sér líka alfarið um allan inn- flutning á smávöru fyrir fyrir- tækið en það flytur meðal annars inn mikið af geymsl- um fyrir kassettur og diska. Skífunni fylgir heildsölu- dreifing og mikill innflutning- ur, auk útgáfu á íslenskri tónlist. Einnig eru þau hjónin með umboð fyrir nokkur kvikmyndafyrirtæki I útgáfu á myndböndum. Þess utan eiga þau Regn- bogann, sem þau hjónin reka í sameiningu, og Helga fer yfirleitt með manni sínum í innkaupaferðir fyrir kvik- myndahúsið. Fyrir utan eigin rekstur eiga þau hjónin svo hlutabréf I nokkrum fyrirtækj- um, þar á meðal Stöð 2, eins og frægt er orðið. „Ég sé aðallega um rekstr- arhlið Regnbogans en fer með Jóni í flestallar inn- kaupaferðir,11 segir Helga en myndir eru keyptar inn fyrir kvikmyndahúsin á alþjóðleg- um messum í Cannes, Míl- anó og Los Angeles. „Þetta eru skemmtilegar ferðir en þetta er mjög erfiður bransi og mikil samkeppni ( honum. Við erum ekki í föstum við- skiptum við neitt eitt stórfyrir- tæki en skiptum við marga af sjálfstæðu aðilunum í kvik- myndaheiminum. Við höfum verið heppin með myndir frá því að við keyptum bíóið 1989 og það hefur gengið mjög vel.“ Nú er Helga nýbúin að opna gallerí í efra anddyri Regnbogans; Tolli var sá fyrsti, sem sýndi þar, næstur kom Egill Eðvarðsson og því næst Sigurbjörn Jónsson. Þarna eru stórir og miklir veggir sem Helgu fannst synd að láta standa meira og minna ónotaða. „Ég ákvað því að opna gallerí og þarna er líka rekið lítið kaffi- hús, eingöngu fyrir bíógesti. Þeir geta litið á myndlist í hléi og þetta hefur mælst mjög vel fyrir. Ég veit ekki til þess að neitt kvikmyndahús í heiminum sýni líka mynd- list,“ segir Helga með stolti. Helga segir reksturinn krefjast mikillar vinnu og að umfang fyrirtækjanna sé orðið mikið. „Sem betur fer erum við komin með mjög gott starfsfólk sem er nauð- synlegt því maður getur ekki endalaust gert allt sjálfur. Með árunum erum við að læra að láta af stjórninni og láta aðra gera hlutina. Við erum bæði ofboðslega stjórnsöm en ég finn að við erum að ná því að hætta að skipta okkur af öllu sem er mjög gott þegar umfangið er orðið svona mikið." Hvernig er góður starfs- maður? „Góður starfsmaður er fyrst og fremst sjálfstæður og fylginn sér og hann fram- kvæmir það, sem honum er sett fyrir, og gerir það vel. Það held ég að sé aðalmál- ið; að fá fólk til að vinna úr því sem því, sem er sett fyrir, og vera sjálfstætt um leið. Heiðarleiki er þó að sjálf- sögðu mest um verður, það finnur maður fljótlega sem fyrirtækjaeigandi. í verslun- um eru oft ör starfsmanna- skipti og þá skiptir miklu máli 10 VIKAN 8. TBL. 1994

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.