Vikan


Vikan - 01.09.1994, Page 12

Vikan - 01.09.1994, Page 12
EMBÆTTISSTORF Ludwig H. Siemsen er sjö- tíu og fjögurra ára og hef- ur veriö aöalræðismaöur Austurríkis á íslandi í tutt- ugu og átta ár. Hann er hálf þýskur og ólst upp f Þýskalandi þar sem hann bjó á stríðsárunum. Vegna aldurs vinnur hann nú hálfan daginn og hann hef- ur alltaf litiö á ræöismannsstarfið sem „hobbý“. Hann er elsti starfandi að- alræðismaðurinn hér á landi miðað við fjölda sfarfsára og þess má geta að sonur hans er ræðismaður Austurrikis. í gegnum árin hefur aðalstarf Ludwigs falist i kaupsýslu en hann er umboðsaðili fyrir er- lend fyrirtæki og afgreiðir meðal annars þýska togara. Vegna viðskiptasambanda við austurrísk fyrirtæki var Ludwig spurður hvort hann hefði áhuga á að sækja um starf ræðismanns Austurríkis þegar fyrirrennari hans dó. „Ég vissi að vísu ekki ná- kvæmlega hvað þetta væri mikið starf þegar ég sótti um,“ segir hann. „Faðir minn var ræðismaður íslands í Þýskalandi þannig að ég þekkti þetta starf nokkurn veginn og hann hafði þetta sem „hobbý“ mestan tímann líka. Mér fannst því gaman að fást við þetta og tók þetta að mér.“ Þótt feðgarnir hafi báðir gegnt starfi ræðis- manns hafa störf þeirra að mörgu leyti veriö ólík. „Faðir minn aðstoðaði mikið ís- lenska sjómenn og einnig var hann umboðsmaður Rauða kross íslands og hafði með dreifingar á öllum matarpökkum að gera. Starf hans var því frábrugðið því sem við erum að fást við núna. Við erum einu fulltrúar FRH. Á BLS. 15 l 2 VIKAN 8. TBL. 1994

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.