Vikan - 01.09.1994, Síða 15
„Flestar kann ég nú þegar
utan að en ef ekki þá er bara
að kíkja á blöðin sem
mamma hefur sent mér.“
Hvað með önnur heimilis-
störf, þú setur þau ekkert fyr-
ir þig?
„Nei, það þýðir ekkert. Ég
reyni að skipuleggja þau vel
og þá gengur þetta eins og í
sögu. Anna vinnur langan
vinnudag, er ekki komin
heim fyrr en undir kvöld. Ég
og Davíð, sonur okkar, erum
mikið heima og því er það í
mínum verkahring að sjá um
að heimilið sé sæmilega út-
lítandi. Og þar sem þetta er
nokkuð stórt heimili þá er
alltaf nóg að gera. Venjulega
erum við þrjú i heimili, en ég
á tvo stráka úr fyrri sambúð
og þeir koma reglulega í
heimsókn. Það er því í nógu
að snúast fyrir heimilisföður-
inn.“
Ég hef heyrt að íslending-
arnir á Genfarsvæðinu noti
þig óspart í ýmiss konar
stúss. Ertu þúsundþjala-
smiður?
„Það má nú kannski kalla
mig það. Mér finnst sjálfsagt
að hjálpa fólki þegar það
biður um það. Það eru alltaf
einhverjir að koma sér fyrir
og þá vantar einhvern til að
mála eða setja upp Ijós.
Sjálfur hef ég margoft feng-
ist við slíka hluti, þannig að
fyrir mig er þetta ekkert stór-
mál. Ég hef bara gaman af
þessu.“
Þú sást einn um að skipu-
leggja fjörutíu manna stór-
veislu þegar fyrsta þorrablót
íslendinga var haldið í Genf.
Hvernig gekk það?
„Það fór gríðarlega mikill
tími í að undirbúa þorrablót-
ið. Það var nánast fullt starf
að hafa samband við fólk, ég
þurfti t.d. að hringja þrisvar í
hvern einasta mann til að
koma skilaboðum áleiðis. En
það voru nokkrir sem lögðu
hönd á plóginn við matar-
gerðina, enda hefði ég aldrei
einn getaö soðið allar þess-
ar kartöflur og rófur eða búið
til uppstúfið. Þetta fyrsta
þorrablót gekk bara vonum
framar og við ætlum að
reyna að halda annað eins
að ári liðnu. Það eina sem
ég kannski kvíði fyrir nú er
símareikningurinn því hann
verður svo hár eftir allar
þessar hringingar. Ég vona
að einhver annar taki þær að
sér næst.“ □
Austurríkis hér á íslandi og
komum fram sem slíkir.“
MENNINGIN
FREISTAÐI
„Við erum „kontaktmenn"
fyrir Austurríki," segir Lud-
wig. „Það koma oft fyrir-
spurnir frá Vínarborg eða
Kaupmannahöfn, þar sem
sendiráðið er. Þá förum við í
ráðuneytin hér í Reykjavík
og fáum þær upplýsingar
sem beðið er um en við höf-
um aðgang að starfsmönn-
um ráðuneytanna sem full-
trúar Austurríkis. Það er dá-
lítið misjafnt milli landa
hvernig ræðismannsskrif-
stofur eru starfræktar. Við
höfum til dæmis ekkert að
gera með verslun og við-
skipti. Það er sér verslunar-
fulltrúi, sem situr í Osló, sem
hugsar um þau mál og það
kemur okkur ekkert við. Við
bara vísum á hann. Stund-
um höfum við einhverjar
upplýsingar hér en ef ein-
hver vill fá „adressu" hjá ein-
hverjum sem kaupir hitt og
þetta þá vísum við honum
alltaf til Osló. Það léttir nátt-
úrulega töluvert mikið. En
við sjáum mikið um skýrslu-
gerð og fyrirspurnir þannig
að það eru um þrjúhundruð
og fimmtíu bréf á ári sem
fara héðan í nafni ræðis-
mannsskrifstofunnar. Á
sumrin snýst ræðismanns-
starfið mikið um túrista. Ef
Austurríkismaður t.d. fót-
brotnar eða deyr komum við
inn í myndina. Þetta kemst
upp í vana eins og allt í sam-
bandi við þetta starf. Að því
leyti erum við undirbúin fyrir
svona skyndiaðstoð. Einnig
er ég kvaddur til ef Austur-
ríkismenn lenda í fangelsi.
Ég man eftir einu slíku máli
en þá voru þrír Austurríkis-
menn teknir fastir á Keflavík-
urflugvelli vegna þess að
þeir voru að stela fálka. Það
urðu réttarhöld og óg þurfti
að fara í fangelsið, tala við
þá og koma þeim í skilning
um þessi mál. Þetta tilheyrir
líka. Það sem aðallega
freistaði mín upphaflega var
á menningarsviðinu á milli
Austurríkis og íslands. Það
kemur fyrir að okkar aðstoð-
ar sé óskað á músíksviðinu
og einnig höfum við verið
milligöngumenn fyrir listsýn-
ingar. Svo höfum við aðstoð-
að Félag þýskukennara. Fyr-
ir nokkrum árum var arkitekt-
úrsýning hjá Arkitektasam-
bandinu og við höfum tekið
þátt í að koma með góða
austurríska tónlistarmenn til
íslands. Tónlistarmennirnir
hafa haldið konsert og síðan
höfum við á eftir haft smá
boð handa þeim eins og
sendiráðin yfirleitt gera.“
ÓLAUNAÐ STARF
Ræðismenn fá ekki krónu
fyrir sinn snúð og eflaust
þætti mörgum það lélegt að
starfa kauplaust fyrir utanrík-
isþjónustuna. Ludwig segist
hafa hugsað sig vel um, fyrir
tuttugu og átta árum, áður
en hann' sótti um starfið.
„Það var bara spurning hvort
ég ætti að taka þetta sem
„hobbý“. Eins og aðrir spila
fótbolta þá hef ég gert þetta.
Og þar sem faðir minn hafði
verið ræðismaður vissi ég
hvernig þetta var. Þannig að
það var allt í lagi og ég sé
ekki eftir þessu. En það hef-
ur farið mikil vinna og tölu-
vert mikið af peningum í
þetta. Það þarf að halda boð
og gera hitt og þetta. Maður
fær enga greiðslu og þarf að
gera allt sjálfur. Það fer því
eftir hverjum og einum hvað
hann gerir mikið eða lítið. Ut-
anríkisþjónustan mun aldrei
ganga nema að hafa þessa
ólaunuðu menn. Það sama
gildir fyrir ísland og önnur
lönd.“
AUSTURRÍKISMENN Á
ÍSLANDI
Hér á landi búa um fjörutíu
Austurríkismenn og Ludwig
segir að ef eitthvað bjátar á
hjá þeim komi þeir til sín og
hann aðstoði þá eftir fremsta
megni. „Þeir lenda ekki oft í
vandræðum, guði sé lof,“
segir hann. „Þeir hafa komið
hingað aðallega til að fram-
lengja vegabréf og fá ýmsar
upplýsingar. Af þessu fólki
eru ekki nema um tuttugu
manns austurrískir ríkisborg-
arar. Þegar Austurríkismað-
ur verður íslenskur ríkisborg-
ari verður hann að skila
vegabréfi sínu og er þar af
leiðandi ekki lengur austur-
rískur ríkisborgari. Þetta hef-
ur gengið brösótt og ekki
hafa allir skilað vegabréfi
sínu.“ En kynnist Ludwig
þeim Austurríkismönnum vel
sem búa hérna? „Það fer eft-
ir því hvað þú meinar með
að kynnast vel,“ segir hann.
„Ég þekki eiginlega flesta en
það getur vel verið að það
séu fleiri austurrtskir ríkis-
borgarar á sveimi sem ég
hef ekki hugmynd um. En
það er þeim að kenna ef þeir
þekkja mig ekki.“ Hann segir
að Austurríkismönnum hafi
ekki fjölgað mikið á þeim
tuttugu og átta árum sem
hann hefur verið aðalræðis-
maður. „Það bætist einn og
einn við og einn og einn
deyr. Það eru alltaf í kringum
fjörutíu manns hér á landi
sem eru fæddir Austurríkis-
menn og er um helmingurinn
með íslenskan ríkisborgara-
rétt.“
LÖNG STARFSÆVI
Ludwig gengur vel að
sameina störfin tvö og segir
að aldrei hafi komið upp nein
vandræði. Hann segist jafn-
framt hafa minnkað vinnuna
mikið og sé farinn að vinna
hálfan daginn. „Maður er
orðinn það gamall,“ segir
hann. „Ég læt strákana
meira um fyrirtækið." En ætl-
ar hann sér að verða ræðis-
maður Austurríkismanna í
mörg ár í viðbót? „Á meðan
maður er með „fulle fem“,“
segir hann. „Og ef maður
nennir. Ég verð sjötíu og
fimm ára á næsta ári. Það
væri ágætt að hætta þá en
ég er ekki búinn að ákveða
það alveg. Stundum nenni
ég ekki meiru og stundum
finnst mér þetta vera spenn-
andi. Þetta er mjög lifandi
starf. Það er eiginlega ekkert
sem er manni óviðkomandi."
Ludwig er búinn að vera
ræðismaður Austurríkis í
tæpa þrjá áratugi og því er
ekki úr vegi að spyrja hvort
starfið hafi breyst á þessum
tíma. „Ekki nema að því leyti
að ég er eitthvað rólegri í
þessu,“ segir hann. „Aður
fyrr var ég svo ógurlega
samviskusamur og vann
stundum of mikið í þessu.
Við vorum oft með gesti en
þetta hefur náttúrlega
minnkað með árunum Það
er það eina sem hefur
minnkað. Núna hef ég betra
samband en þegar ég byrj-
aði og þekki náttúrlega inn á
þetta og þar af leiðandi er ég
fljótari en áður að afgreiða
suma hluti og tek ekkert al-
varlega ýmis mál eins og ég
kannski gerði þegar ég var
yngri. En beint starf ræðis-
mannsins hefur ekkert
breyst.“ □
8. TBl. 1994 VIKAN 15
EMBÆTTISSTORF