Vikan - 01.09.1994, Page 24
ATVINNULIFIÐ
HELGA HILMARSDÓTTIR FRH. AF BLS. 11
Helga
ásamt
eigin-
mannin-
um, Jóni
Ólafssyni,
og lista-
rnannin-
um Agli
Ólafssyni
viö opnun
stór-
verslunar
Skífunnar
vió
Lauga-
veg.
aö henti mjög vel í plötu-
verslun því þarna er verið aö
selja skemmtiefni og fólk vill
geta gefið sér tíma til aö
velja. Viðskiptavinir kunna
vel aö meta þetta og mér
finnst þetta sjálfsögð þjón-
usta við þá enda er geisla-
platan sífellt að verða vin-
sælli tækifærisgjöf," segir
Helga.
Hvers konar afþreyingu
velur Helga fyrir sjálfa sig,
hún sem lifir og hrærist í
skemmtanaiðnaðinum?
Hún segist vera lítill rokk-
ari en hlusta á alls konar
tónlist, til dæmis hafi hún
mjög gaman af eldri tónlist
eftir að hafa alist upp við
hana með tveimur eldri
systrum sínum.
Af kvikmyndum hallast
hún helst að listrænum
myndum og nýtur þess að
horfa á myndir með fallegri
sviðsmynd, myndir á borð
við Öld sakleysisins og
Píanó. Helga tekur fram að
hún horfi ekki á myndir eins
og Tortímandann 2; það
finnst henni alger tímasóun.
Það er athyglisvert að orðið
#tímasóun# segir, að hennar
mati, allt sem segja þarf;
maður sóar ekki tímanum,
því hann er dýrmætur.
Þeir, sem fylgst hafa með
Jóni Ólafssyni, vita að hann
hefur margoft talað um
Helgu sem sína stoð og
styttu í lífi og starfi. Er já-
kvætt að hjón starfi náið
saman?
„Ef hjón geta á annað
borð unnið saman tel ég
mjög gott að þau geri það.
Þú treystir engum betur en
maka þínum og fyrirtækið er
okkar beggja þannig að það
er enginn sem hugsar betur
um það en við sjálf. Að sjálf-
sögðu stend ég við hlið
mannsins míns í öllu því
sem hann gerir og ég veit að
Jón metur mig alveg að
verðleikum. Ég er honum
nokkuð góð aðstoð og við
vinnum vel saman. Núorðið
verða aldrei árekstrar í okkar
starfi þótt þeir hafi vissulega
verið þegar við vorum að
byrja. Nú vitum við nákvæm-
lega hvaða starfsvið hver og
einn hefur og þau skarast
ekki. Þegar við vorum bara
tvö og tveir starfsmenn uppi
á lofti á Laugavegi 33, urðu
að sjálfsögðu árekstrar. í
dag tel ég þá bara hafa verið
hluta af þroskanum, hluta af
því að takast á við ný og
krefjandi verkefni," segir
Helga.
Þjóðarsálin er þannig inn-
réttuð að þegar fólk nýtur
mikillar velgengni vakna alls
kyns tilfinningar nærstaddra
og því miður margar illar.
Hefurðu einhvern tímann
verið að bugast þegar Jón
hefur mátt sæta þungum
ákúrum?
„Nei, það hefur ekki komið
til þess því ég held að ég sé
mjög sterk kona og kalla
ekki allt ömmu mína í þess-
um efnum. Hinsvegar hefur
stundum veriö mjög erfitt að
sætta sig við neikvæða um-
fjöllun og mér var nú eigin-
lega allri lokið þegar Press-
an kom nýverið út með Jóni
á forsíðu og enn var verið að
rifja upp eitthvert gamalt rugl
um innherjaviðskipti. Ég gat
ekki setið á mér, tók upp
símann og hringdi í Friðrik
Friðriksson, eiganda Press-
unnar, og spurði hvernig
honum myndi líða ef hann í
huganum setti mynd af sjálf-
um sér á forsíðuna og þar
stæði: Friðrik verður ákærð-
ur fyrir innherjaviðskipti og
skattsvik! Skattsvik er alveg
ofboðslega stórt orð að
segja og sérstaklega um
mann sem hefur aldrei
skuldað hinu opinbera fimm-
kall. Ég spurði hann hvernig
hann myndi svara sonum
sínum tveimur sem eru á
aldur við strákinn minn, þeg-
ar þeir læsu þetta. Ég ætlað-
ist ekki til þess að hann
svaraði mér. Mér fannst
þetta bara of langt gengið.
Þessi Pressugrein er að
sjálfsögðu komin til út af
Stöð 2. Það er verið að
reyna að koma höggi á Jón
en höggið er vindhögg því
þeir finna ekkert á hann. Jón
á þó fjölskyldu og hann á
börn sem ástæða er að taka
tillit til.
Við getum staðið allt af
okkur, við erum vön því og
orðin sjóuð. Sjálf ýti ég
þessu frá mér vegna þess
að ég get ekkert annað gert.
Að sjálfsögðu er alltaf til öf-
undarfólk og fólk sem við-
hefur illt umtal en ég er síð-
ust til þess að heyra það
þannig að ég er í toppmál-
um. Annars vil ég trúa því að
þessu sé lokið. Nú hefur ver-
ið reynt að finna allt á Jón og
ekkert fundist. Maður spyr
sig hver meiningin sé hjá
þessum núverandi minni-
hluta því svona erjur eru ekki
til annars fallnar en að skaða
Stöð 2.
Hinir eru hins vegar bara
að þessu til að hagnast á því
og þannig held ég að eigi að
reka svona fyrirtæki. Þetta
er náttúrulega hlutafélag og
almenningseign og að sjálf-
sögðu vilja allir ávaxta sitt
pund.“
Þú hlýtur að nota þér þá
vinnuaðferð að setja mark-
mið og gera fimm ára áætl-
un?
„Nei, ég fæ hugmyndir og
vinn úr þeim strax,“ segir
Helga. „Ég er ekki mikið fyrir
að setja mér langtímamark-
mið, þau eru ekki mín deild.
Ég er löngu búin með fram-
kvæmdina áður en ég fer að
kalla hana einhverju nafni.
Bæði er mér eðlislægt að
vera svona snögg og svo er
starfsvettvangur okkar ekk-
ert annað en tískubransi; ef
platan er ekki seld I dag þá
verður hún orðin úrelt á
morgun þótt fólk kaupi enda-
laust Bítlana og klassíkina.
Allar hugmyndir um
markaðssetningu á vöru eða
verslununum sjálfum þurfa
að komast mjög snöggt í
framkvæmd og þessi hraði
hefur loðað við mig í gegn-
um árin. Ég hef því lært að
vinna hratt og það er orðinn
hluti af mér að gera allt með
hraði.“
Helga bendir ennfremur á
að Skífan sinni afþreyingu
og eðli málsins samkvæmt
standi ungt fólk báðum meg-
in við borðið. „Skífan er hluti
af skemmtanaiðnaðinum
þannig að erfitt er að beita
hefðbundinni gæðastjórnun
sem felur í sér endalaus boð
og bönn.
Hvað markmið varðar eru
þau fremur á þann veginn að
ég reyni að sinna starfinu af
alúð og heiðarleika. Mér
finnst mikilvægt að maður
láti gott af sér leiða. Það
held ég að hjálpi manni heil-
mikið og ég legg ríka áherslu
á þessa þætti í uppeldi barn-
anna okkar."
Hvað stendur upp úr þeg-
ar litið er yfir farinn veg?
„Fyrst og fremst hvað okk-
ur hefur gengið vel sem mér
finnst alveg frábært. Við höf-
um reynt að standa okkur
vel og verið mjög heppin
með allt sem við höfum gert.
Við höfum ratað gæfuveg,
bæði í einkalífi og í viðskipt-
um, og ég held að ekki sé
annað hægt en að þakka
Guði fyrir það,“ segir Helga.
24 VIKAN 8. TBL. 1994