Vikan


Vikan - 01.09.1994, Page 29

Vikan - 01.09.1994, Page 29
SKOP Gamall maður, sem hafði farið í fyrsta skipti í bíó, kom sneyptur til baka. „Hva, var ekki gaman í kvik- myndahúsinu?" spurði dóttir hans. „Það hugsa ég,“ svaraði karlinn, „Ég komst bara aldrei þangað inn því ég þurfti alltaf að snúa við til að kaupa nýjan miða!“ „Og hvernig stóð á því?“ „Það var einhver gaukur í dyrunum sem reif alltaf mið- ann minn þegar ég ætlaði inn. . Fjölskyldan fór saman á sólarströnd. Þegar þangað var komið stakk pabbinn sér til sunds í sjóinn. „Mamma! Sjáðu pabba, hann er að synda. Má ég líka?“ „Nei, vinur, ekki gera það. Þú ert ekki tryggður eins og hann!“ Tveir kokhraustir voru að ríf- ast smávegis: „Ef þú þegir ekki skal ég láta þig éta allt sem þú segir ofan í þig aftur!“ „Ertu að meina það?“ „Auðvitað!" „Djúpsteiktar rækjur, glóðuð piparsteik, rjómaís með jarð- arberjum. . .“. „Jæja, sonur sæll,“ sagði pabbinn sem var að koma heim úr langri sjóferð. „Hvað hefurðu nú verið að læra í skólanum meðan ég var í burtu?“ „Dönsku," svaraði stráksi kokhraustur. „Jamm, og hvað fleira?" „Algebru." „Nú, já! Algebru, segirðu. Það hlýtur að vera skrýtið mál. Hvernig segir maður „Halló“ á algebru...?“ Mestu mistök, sem kona getur gert, eru þau að gift- ast manni sem gerir engin. Að borga iðgjöld til trygg- ingafélaga er skringilegur sparnaður og líklega sá eini af þeim meiði sem maður vonar að maður fái aldrei til baka! Finnið sex villur eða fleiri á milli mynda bjwáis je jeuunuo>j j?h '9 „!JBu60jpjno!u“ me u!P|ofjeB6n|6e|UJ!y 'S !UuniS!>|B66n|6 jn uujpoq je uuunuodeuJ9ig p iununp|ofie66n|6 9 jn6u©| J0 jnjsuAiu p0>|>!3 £ 'ujnue>|>|ef je jeujej jeujnjoi z ujpou J0 uejQeig :epuÁiu hiiuj 9 ©IQJO ejeg je6uwÁ0jq jepiepi.ua STJORNUSPA HRÚTURINN 21. mars - 20. apríl Annríki á heimilinu er ráðandi um þetta leyti og sumt af því tengist umtalsverðri breytingu á heimilinu og nánasta umhverfi þínu. Jafnvel er von á nýjum einstaklingi í líf þitt. Þótt þú hafir haft nokkuð fyrir þessum breyt- ingum þá áttu enn eftir að eiga í nokkrum vandræðum með að koma þeim í almennilegar skorður. NAUTIÐ 21. apríl - 21. maí Þú munt hafa gott vald á samskiptum við annað fólk þennan mánuðinn. Þetta gæti til dæmis nýst þér við að efla samstarfsfólk þitt til frekari dáða. Ástin gæti blómstrað en mikill tilfinningahiti gæti þó hleypt snurðu á þráðinn. Þessar tilfinningar má alls ekki byrgja inni og mikilvægt að þið ræðið málin. TVÍBURARNIR 22. maí - 22. Júní Þú verður á kafi í fjármálun- um. Þrátt fyrir að tekjurnar hafi jafnvel aukist upp á síðkastið þá hafa út- gjöldin að öllum líkindum fallið í þann sama farveg. Fjárfestu nú af skyn- semi til framtíðar. Þú færð útrás fyrir sköpunargleðina en gættu þín samt á skyndiákvörðunum. KRABBINN 23. júní - 23. júlí Atburðir í kringum þig verða til þess að þér finnst atorkan streyma óhindrað um þig. Fjölskyldan og ef til vill góðir gestir halda uppi fjörinu í kringum þig. Þú gætir fundið fyrir ein- hverri innri spennu á tímabilinu frá sextánda til tuttugasta og fjórða þegar forgangsatriði fara að togast á fyrir þér. Mánuðurinn einkennist af sterk- um tilfinningum. UÓNID 24. júlí - 23. ágúst Nú gætirðu farið að finna fyrir spennu á heimilinu og það er í eðli sínu bæði jákvætt og neikvætt. Það, sem lýtur að ákvörðunum þínum og ástvina þinna um framtíðina, gæti orðið til að styrkja tengsl milli ykkar enn betur. En þið gætuð orðið ósam- mála um ýmisleg annað og þar er nokkur „sprengihætta". Aðalsmerki þitt verður sveigjanleiki. MEYJAN 24. ágúst - 23. september Þátttaka í félagslífi verður í miklum blóma þennan mánuð. Á meðan léttirðu af þér fargi amsturs og streitu og leyfir þér að njóta lífsins. Þú þarft að fínstilla fjármálin dálítið um miðjan mánuð og mátt ekki vanrækja bókhaldið. ( mánaðarlok er kjörið að fara í gegnum persónulega endur- skipulagningu. Gefðu þér tíma fyrir eigin þarfir og langanir. VOGIN 24. sept. - 23. október Nú er að losna um sultarólina hjá þér þannig að eitthvað af fjár- hagsáhyggjunum heyrir loksins sög- unni til. Hafðu samt varann á þér því jafnvægi til frambúðar er ekki langt undan. Greiddu upp gamlar skuldir frekar en að bruðla um of. Mikill erill ríkir í vinnunni en þá njóta hæfileikar þínir sín til fulls. SPORÐDREKINN 24. október - 22. nóvember Þó að þig langi allra mest til að sinna þínum eigin hugðarefnum þá er fólk í kringum þig ákaflega frekt á tíma þinn. Þetta gæti þýtt nokkra togstreitu fyrir þig í vinnunni þar sem þig langar að Ijúka eldri verkefnum jafnframt því að líta fram á veginn og undirbyggja framtíðina. Reyndu að umbera þetta allt saman og gefðu þér síðan tíma til eigin ráðstöfunar. BOGMAÐURINN 23. nóv. - 21. desember Samtvinnuð fjármál gætu bakað þér nokkrar áhyggjur um þess- ar mundir og ekki útilokað að þriðja aðila þurfi til að setja niður deilur vegna þess. Hvikaðu hvergi frá kröf- um þínum en fómaðu samt ekki öllu stríðinu fyrir sigur í einni orrustunni með því að missa sjónar á kjarna málsins. STEINGEITIN 22. desember - 20. janúar Miðpunktur athygli þinnar á eftir að tengjast einhverju í tengslum við félagsskap þinn, annað hvort á sviði viðskipta eða fjármála. Haltu hugmyndum þínum hátt á lofti og fáðu sem flesta á þitt band. Spenna gæti skapast í einkalífinu. Reyndu að uppræta ágreiningsefni og misskiln- ing og kannski er heppilegast að gefa eftir. VATNSBERINN 21. janúar -19. febrúar Þú ert á framabraut og ný sambönd leiða af sér fleiri möguleika. Víkkaðu sjóndeildarhringinn til að geta haldið áfram uppbyggilegu innra starfi. Farðu samt varlega í sakirnar þegar fram líða stundir. Reyndu að virkja hugmyndir annarra þannig að þær reynist einnig vatn á þína myllu. FISKARNIR 20. febrúar - 20. mars Þú skerð þig úr hópi, sem þú hefur lengi tilheyrt, og það leiðir þig út í ótroðnar slóðir. Finndu þessu einka- framtaki þann farveg að þú þurfir ekki að rjúfa tengslin við gömlu félagana. Um miðjan mánuð verður vart nokk- urrar spennu vegna peninga. 8. TBL. 1994 VIKAN 29 STJORNUSPA

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.