Vikan - 01.09.1994, Blaðsíða 35
manninn síðan. Hann er tvi-
tugur Vesturbæingur, nem-
andi í Menntaskólanum við
Hamrahlíð og greinilega
með ódrepandi leiklistar-
bakteríu.
LÉK FYRST 6 ÁRA
Hann lék fyrst í sjónvarps-
myndinni um Snorra Sturlu-
son sem Þráinn Bertelsson
leikstýrði árið 1980. Þá var
Gotti aðeins 6 ára og sagði
ekki margt í þeirri mynd. En
mjór er mikils vísir. Síðar
komst hann í kynni við Hrafn
Gunnlaugsson og lék í fjór-
„FÓLK HEFUR HÓTAÐ
OKKUR OLLU ILLU EF
VIÐ VERÐUM EKKI
EINS GÓÐ OG MYND-
IN!"
um mynda hans, fyrst í
„Hrafninn flýgur“. Þá lék
hann I „Reykjavík, Reykja-
vík“, „í skugga hrafnsins" og
„Hvíta víkingnum", þar sem
hann lék eitt aðalhlutverkið.
Gottskálk Dagur hefur
tvisvar komið fram í Þjóðleik-
húsinu og svo stofnaði hann
„Gamanleikhúsið", ásamt fé-
laga sínum, Magnúsi Geir
Þórðarsyni. Magnús Geir
hefur haldið áfram rekstri
þess.
- Fannst þér þú vera
barnastjarna?
- Nei, ég hef örugglega
ekki áttað mig á því ef ég hef
8. TBL. 1994 VIKAN 35
Það var greinilega unn-
ið nótt sem nýtan dag
við undirbúning sýn-
ingar Sumarleikhússins á
„Clockwork Orange" eða
„Vélgengu glóaldini", eins og
leikritið nefnist á íslensku.
Við höfðum mælt okkur mót
við Gottskálk Dag Sigurðar-
son, sem leikur aðalhlutverk-
ið og er jafnframt einn helsti
frumkvöðull Sumarleikhúss-
ins, í sýningarhúsnæðinu við
Hlemm. Þarna var áður bíla-
verkstæði og í sama húsi er
Náttúrufræðistofnun íslands.
Klukkan er níu að morgni.
Fjórir ungir menn sofa vært í
svefnpokum rétt fyrir innan
stórar verksmiðjudyrnar og
rumska ekki þrátt fyrir
umferðarhávaða og sírenu-
væl. Ung stúlka gengur
rösklega til verks við leik-
munagerð og sveiflar múr-
skeið af fagmennsku. „Þeir
voru að æfa til klukkan
hálfþrjú í nótt,“ segir hún
þegar ég furða mig á strák-
unum sem sofa svo vært. Nú
skildi ég hvers vegna það
var svona erfitt fyrir Gott-
skálk Dag að finna tíma til
að spjalla við blaðamann
Vikunnar. Sólarhringurinn
var greinilega lagður undir á
lokasprettinum.
Gottskálk Dagur - eða
Gotti, eins og hann er kallað-
ur, - er fæddur í Svíþjóð og
átti heima þar ( eitt og hálft
ár, en fluttist þá heim til ís-
lands og hefur alið hér
LEIKLIST