Vikan - 01.09.1994, Qupperneq 37
verkstæði áður, að ég held.
- Eru uppsetningin og
áhorfendasvæðið þá óhefð-
bundin?
- Já, það má segja að allt
svæðið sé eitt leiksvið, en
áhorfendur eru settir út í eitt
hornið! Þetta er mjög vel
gert allt saman, leikmynda-
deildin hefur staðið sig með
miklum sóma.
SUMARVINNA FYRIR
UNGA LEIKARA
- Fáið þið einhverja styrki
til verksins?
- Já, Sumarleikhúsið er á
vegum Reykjavfkurborgar.
Borgin tók þetta að sér og
borgar brúsann. Krakkarnir
fá laun frá borginni og hug-
myndin er að þetta sé hvort
tveggja í senn, atvinnuskap-
andi og listskapandi fyrir
ungt fólk í Reykjavík. Þeir,
sem sóttu um að komast í
þetta verkefni, urðu að vera
atvinnulausir og á aldrinum
16 til 20 ára. Og þetta er allt
skólafólk, sem hefur flest
eitthvað verið í leiklist.
U-LISTINN SEM EKKI
VARÐ
Það vakti nokkra athygli í
vor að Dagur Gottskálk og
félagar tilkynntu að þeir
hyggðust bjóða fram lista
ungs fólks til borgarstjórnar-
kosninga. Ekkert varð þó úr
framboðinu. En hvað varð til
þess að kveikja þessa hug-
mynd?
- Hún kviknaði bara í
vinahópnum, segir Gotti. -
Og markmiðið var aðallega
að vekja athygli á ungu fólki
og baráttumálum þess.
- Var einhver alvara í
þessu, eða var þetta bara
grín?
- Ja, það var farið að tala
um þetta og einhvern veginn
kvisaðist þetta út. Einn dag-
inn hringdi í mig blaðamaður
frá Morgunblaðinu og spurði
um þetta framboð. Þá voru
góð ráð dýr þannig að við
ákváðum að láta slag standa
og skella okkur út í framboð.
Svo ákváðum við eftir langa
umhugsun að draga okkur I
hlé en við héldum þó báðum
stóru framboðunum í
spennu um tíma!
- Var ykkur nokkuð mút-
að til að hætta við?
- Það er ekkert gefið upp,
segir Gotti og glottir.
- En Sumarleikhúsið, það
tengist þessu ekki? Hlupu
menn nokkuð til og lofuðu að
styrkja ykkur til að losna við
framboðið?
- Nei, alls ekki, síður en
svo, segir Gottskálk Dagur
Sigurðarson og er nú svo al-
varlegur og heiðarlegur á
svipinn að við hreinlega
verðum að trúa honum.
- En þið hefðuð getað
boðið fram, eða hvað?
- Já, já. Og það er aldrei
að vita hvað félagar mínir
gera í næstu Alþingiskosn-
ingum. Það má alltaf búast
við því að U-flokkurinn skjóti
upp kollinum!
- Já, þið hafið ætlað að
hafa U fyrir ungt fólk . . .?
- Já, U var listabókstafur-
inn okkar.
BÚINN AÐ FÁ UPP
FYRIR HÁR AF
LEIKLIST!
- Svo við snúum okkur
aftur að leiklistinni. Hvað er
svona heillandi við hana?
- Núna þessa dagana
veit ég satt að segja ekki af
hverju hún heillar mig! Ég er
alveg búinn að fá upp fyrir
hár af henni, segir Gotti og
bendir á sitt íðilfagra, síða
og nú eldrauða hár.
En í alvöru talað, þá er ég
búinn að vera í þessu í mörg
ár og þetta er alltaf jafn
spennandi. Ef vel gengur, þá
fær maður mikla ánægju út
úr leiklistinni. Kannski er
I þetta bara hugmyndaskortur
hjá mér að láta sér ekki
detta eitthvað nýtt í hug! En
leiklistin er skemmtileg þeg-
ar vel gengur og svo koma
auðvitað líka erfiðir tímar í
henni.
- En framtíðin, hún teng-
ist leiklistinni?
- Já, það held ég. Annars
er ég enn svo ungur að það
tekur því ekki að vera gera
stórar framtíðaráætlanir í
bili. Nú er ég bara upptekinn
við að lifa lífinu, segir þessi
geðþekki, hvíti víkingur sem
nú er orðinn rauðhærður - f
bili - til að þóknast leiklistar-
gyðjunni. □
Hressileg
mynd af
Gottskálki
Degi á
hestbaki.
Myndin var
tekin til
kynningar á
honum sem
Ijósmynda-
fyrirsætu
erlendrar
umboös-
skrifstofu
fyrir all
nokkru
síðan.
8. TBL. 1994 VIKAN 37
LEIKLIST