Vikan - 01.09.1994, Blaðsíða 42
VEITINGAHUS
stjórinn eru allir kvenmenn,
fannst mér allt í lagi að bæta
þeirri fjórðu við. Þessar kon-
ur hafa staðið upp úr af þeim
sem ég hef verið í viðskipt-
um við í landi. Það hefur ver-
ið hægt að treysta algerlega
á þær.“ Blaðamaður sendir
þessum kynsystrum sínum
hljóða kveðju og leggur sig
fram við að reynast verðugur
fulltrúi „ábyggilega" kynsins.
Stefán er fæddur og upp-
alinn á Fáskrúðsfirði. Skóla-
gangan var ekki löng. Tíu
ára gamall var hann orðinn
sendill á símstöðinni og sex-
tán ára var hann skráður á
fyrsta skipið, Hólmaborgina
frá Eskifirði.
Stefán ákvað að kalla sjó-
mannsllfið gott og koma í
land þegar fragtskipið, sem
hann hafði verið matsveinn
á undanfarin níu ár, var selt
eftir að vera í siglingum er-
lendis í hálft ár. „Utgerðin var
að lognast út af hægt og síg-
andi,“ segir hann. Fiskiflotinn
á hjarta hans þótt hann hafi
verið á fragtskipum síðustu
14 árin. „Faðir minn og
bræður hans voru útgerðar-
menn og skipstjórar á Fá-
skrúðsfirðí og afar mínir voru
bátaformenn. Heima hjá mér
var mikið talað um Fransara;
annar langafa minna var
hreinlega kallaður Jón
franski og talinn vera um-
boðsmaður Frakkanna og
hinn var hreppstjóri í Fá-
skrúðsfjarðarhreppi og hafði
mikil afskipti af útlendingum.
Móðir mín tók líka á móti
Frökkum, sem komu að
hirða franskan grafreit á Fá-
skrúðsfirði, og greiddi götu
þeirra.
Sjálfur hef ég lagt mig
fram við að vera þægilegur
við útlendingana sem koma
til mín á Skipperinn. Sér-
staklega á ég Rússana sem
kunningja og læt þá kannski
stundum hafa bjórinn fyrir
ekki alveg fullt verð.“
Verðleggurðu þá bjórinn
eftir efnahag viðkomandi?
„Nei, þetta kom svona út
með nokkra og til dæmis
bauð ég tveimur Rússum
heim með mér og þeir kunnu
mjög vel að meta það. Þeir
höfðu verið að keyra um bæ-
inn á Lödu sem þeir keyptu
og ég fór með þeim til lög-
reglunnar eftir að þeir voru
teknir á númerslausum bíl,
próflausir og fullir," segir
Stefán.
Svo ert þú stundum að
keyra þína kúnna heim þeg-
ar lítið liggur við.
„Já, það er sjálfsagður
hlutur,“ segir Stefán. „Ég hef
margsinnis ekið fólki heim ef
bílstjórarnir neita að taka
það. Leigubílarnir vilja kann-
ski ekki allir koma á Skipper-
heim hef ég haft með mór
góðan mann sem hefur
hreinlega borið viðkomandi
alveg upp í sitt værelse.
Þess vegna er skondið að ég
skuli vera að lempa út þetta
lið sem er talið versta liðið í
bænum því hver sem er gæti
slegið mér við. Þetta hefur þó
gengið alveg átakalaust."
Ertu ekki með svokallað
skrautlegt fólk inni?
„Jú, þótt hingað komi fólk
úr öllum stéttum. Þegar ég
var í siglingum fór ég sjálfur í
skrautlegustu hverfin þegar
líða fór á kvöldið. Það er
eins hér; þegar menn eru
orðnir svolítið drukknir vilja
þeir fara að athuga hvað sé
um að vera hjá mér. Jafnvel
er talað um að hér sé kven-
fólk að finna en hér er frekar
fólk sem er á fylleríi og er þá
líka þannig til fara.“
Er þá verið að gefa í skyn
að hjá þér sé hægt að ná í
konu gegn vægu gjaldi?
„Já, maður er oft spurður
að því. Það er hringt inn og
spurt hvort þarna séu stúlkur
til sölu. Ég bendi þeim bara á
að fara á einhvem af huggu-
legri stöðunum í kring,“ segir
Stefán góðlátlega. „Menn
tala um ýmislegt en hér eru
engir vændiskvennastaðir
eins og eriendis."
Sækja margar konur
Skipperinn?
„Það er orðið hjá okkur
eins og annars staðar að
það eru jafnt konur sem karl-
ar í gangi í þessari drykkju.
Annars hef ég tekið eftir því
undanfarið að mikið af fólk-
inu er í læknadópi því við
finnum mikið af þeim glös-
■ „Ég hef margsinnis ekið fólki heim ef bíl-
stjórarnir neita að taka það.“
■ „Ef fólk hefur sofnað hjá mér leyfum við
því að sofa á bekknum meðan ég er að
þrífa.“
■ „Það er nú gott að fá unga fólkið þótt það
kaupi ekki mikið . . .“
inn. Menn hafa vissulega
komið drukknir þaðan út
eins og af öðrum stöðum. Ég
hef nú sjálfur stundað þessa
betri staði og menn eru líka
misjafnlega á sig komnir þar
inni. Ef fólk hefur sofnað hjá
mér leyfum við því að sofa á
bekknum meðan ég er að
þrlfa. Ég er nefnilega búinn
að þrífa staðinn sjálfur síðan
ég byrjaði. Þegar ég ek fólki
um. Þá erum við nokkurs
konar milliliður. Fólk fer til
læknanna og fær pillurnar,
hrærir þeim saman og kemst
í alls konar ástand. Svo
kemur það til okkar og
drekkur þessa bjóra og svo
tekur lögreglan við ef fólk
lendir í einhverjum vandræð-
um. Það er hættulegt þegar
fólk er drukkið og líka í ein-
hverjum efnum sem menn
þekkja ekki hvernig virka.
Skipperinn er þó bara
smástaður miðað við aðra.“
Sérðu einhver eiturlyf á
staðnum?
„Ég hef alltaf verið ógur-
lega mikið á móti öllu sem
heitir eiturlyf og hef bara
einu sinni á ævinni séð
svona duft. Það var óviljandi
og það er ekkert langt síðan
en ég veit ekkert hvaða sort
það var. Svo var verið að
spyrja mig um menn sem
einhver hafði keypt af en
þeir höfðu bara selt honum
hveiti. Það var ekki nógu
gott. Annars hef ég ekki orð-
ið var við neitt nema þessi
pilluglös. Skipperinn gæti lif-
að góðu lífi ef við fengjum að
selja læknadóp á barnum."
Kanntu vel við fólkið sem
sækir Skipperinn?
„Já,“ segir Stefán án þess
að hika. „Það kann líka vel
við mig. Ef þeir halda að ein-
hver ætli að gera mér eitt-
hvað, standa þeir upp allir
sem einn. Þarna eru bestu
menn sem hafa gert ýmsa
hluti sem ég hef ekkert verið
að erfa við þá. Svo koma
þeir strax daginn eftir og er
fyrirgefið. Þeir bera mikla
virðingu fyrir því og líka að
maður treysti þeim.“
Ertu með marga fasta-
gesti?
„Það er stöðug endurnýj-
un á þeim. Þarna er kannski
fólk sem er mikið í drykkju
og fer síðan í meðferð og
kemur svo jafnvel aftur. Svo
lenda kannski einhverjir í
sveitinni, eins og kallað er,
en þá lenda þeir á Hrauninu.
Svo koma þeir aftur þegar
þeir koma úr sveitinni.
Ég er sjálfur mikið á móti
ríkiskerfinu og gerði mér ekki
grein fyrir því að ég er eig-
inlega orðinn rukkari fyrir rík-
ið. Margt af því fólki sem
kemur til mín er að koma
með ríkisstyrkinn og síðan
skila ég ríkinu honum aftur.“
Eru mikil læti um helgar?
„Liðið er misjafnlega við-
ráðanlegt en það er ekki
mikið um slagsmál. Þetta er
fremur fullorðið fólk og
drykkjufólk og það eru engin
slagsmál hjá því. Ég hef tek-
ið eftir því að ungu krakkarn-
ir eru æstari ef þeir lenda
saman; það verður meira úr
því. Það er nú gott að fá
unga fólkið þótt það kaupi
ekki mikið en svo hefur verið
áberandi að könnur og ann-
að hverfur með þeim.“
42 VIKAN 8. TBL. 1994