Vikan - 01.09.1994, Page 43
Þeir sem fá ekki að vera
annars staðar, fá að vera hjá
þér, er það ekki? Þú sýnir
þeim meira umburðarlyndi
og þolir þeim meira, til dæm-
is það að deyja inni?
„Við sjáum í gegnum fing-
ur með það. Menn eru vitan-
lega mjög þægilegir meðan
þeir sofa og gera engum
mein,“ segir Stefán. „Svo
þekkir maður þetta sjálfur frá
öllum hliðum. Þegar ég kem
hér suður og byrja á togur-
um hér, þá var bara verið í
leigubílum. Togaramir komu
oft inn á mánudögum og þá
var þetta oft heilmikil vertíð
fyrir marga leigubílstjóra.
Það var hvergi annars stað-
ar hægt að vera, nema í
Þórskaffi 09 Vetrargarðinum
á kvöldin. Eg kom oft á Ad-
lon-bar, sem var oþinn allan
daginn en seldi ekki vín. Þar
var visst setulið sem ýmsar
sögur eru sagðar af. Ég upþ-
lifði þetta sjálfur og þær sög-
ur eru nú ekki allar sannar.
Nú eru barir á hverju horni
en sumir barir eru kannski
svo fínir að fólk má ekki vera
ölvað á þeim. Ég varð var
við það fyrir austan að sumir
þurftu alltaf að kenna öðrum
um sína drykkju, en ég var
ekkert alinn upp við það.
Þegar ég byrjaði að sigla á
togara 17 ára, kom ég í land
með fullt af víni og sumir
komu til mömmu og fengu
kaffi og koníak. Það var illa
liðið, og þá sögðu menn við
konur sínar að ég væri að
draga þá á fyllerí. Það var
aldrei tekið hart á því á mínu
heimili þótt menn kæmu við
á kenderíi, þótt hvorki
mamma mín né amma hafi
bragðað vín. Mér var kennt
að vera góður við ölvaða
menn.“
Kemur fyrir að einhver
kemur inn og býður á lín-
una?
„Jú, það er mikið um það.
Ef einhver kemur inn sem er
með allt í lagi, er reynt að
hengja sig á hann. Við höf-
um svolítið gert af því að
reyna að passa menn en
það gengur misvel. Okkur
finnst mjög leiðinlegt að
þurfa að strauja kort dag eftir
dag hjá sama fólkinu. Við
höfum áhyggjur af því að
það sé að fara með sig og
viljum það ekki. Fyrir stuttu
kom maður utan af landi og
var að fara í partí með fólki
sem hann þekkti ekki og ég
bauð honum að geyma fyrir
hann heftið. Ég lenti í því í
fyrra að vera rændur en ég
þekki það núna betur en
margur að þetta er bara sak-
laust fólk að bjarga sér. Ef
einhver maður er það vitlaus
að bjóða ýmsu fólki heim, þá
er það hans mál. Þegar
sumir eiga í hlut má kannski
ekkert liggja á lausu fyrir
framan þá. Ég hef komið
mörgum veskjum til skila,
bæði veskjum sem hafa
horfið frá fólki og sem fólk
hefur týnt. Ég segi að menn
eigi ekki að vera með veski
heldur vera með peningana í
sokkunum. Þannig hafði ég
það alltaf þegar ég var að
þvælast um barina erlendis.
Um daginn hvarf veski frá
manni og ég ræddi við vissa
menn á staðnum og bað þá
um að redda veskinu, hvað
þeir gerðu. Maður skilur
þetta allt.
Svo er oft að menn koma
inn og vilja láta skrifa hjá sér
og ætla svo að blæða á ná-
ungana og þá jafnvel á minn
kostnað. „Þorirðu að eiga
hjá mér nokkur glös þangað
til á morgun?" Ef ég játa því
er viðkomandi kannski með
fimm manns sem hann ætlar
að láta njóta góðs af. Við er-
um harðir í að bremsa slíkt
af. Mér finnst leiðinleg þessi
lánastarfsemi sem vissir
menn hafa komið á hérna
heima. Mér finnst mikill ósið-
ur þegar fólk liggur yfir
manni til að fá krítað. Það
má helst ekki tala um þetta
vegna þess að það er ólög-
legt að lána áfengi. í útlönd-
um er fólki stungið í grjótið ef
nokkur mörk vantar upp á á
bar. Svo eru mikil afföll af
þessum ávísunum. Ég fæ
töluvert mikið inn af fölsuð-
um og stolnum ávísunum.
Ég var ekkert inni í þessu
ávísanaveseni því ég hafði
aldrei átt ávísanahefti fyrr en
ég byrjaði með barinn.“
Heldurðu ótrauður áfram?
„Þetta er auðvitað mjög lit-
ríkt. Maður hefur nóg að
gera. Það er bara að reyna
að gera gott úr öllu. Ég veit
að sumir eru að reyna að
skíta í mann, vegna þess að
reksturinn hefur gengið
sæmilega. En þetta er bara
það sem þarf að vera, það
geta ekki allir róið á sömu
miðin. Á fínu stöðunum eru
fleiri útkastarar en þjónar en
á Skipper-inn kemur visst
gengi sem er á kenderíi og
gengur illa að hætta. Til að
komast af við það fólk sem
sækir til mín er bara að vera
þægilegur." □
8. TBL. 1994 VIKAN 43
VEITINGAHUS