Vikan


Vikan - 01.09.1994, Síða 48

Vikan - 01.09.1994, Síða 48
SMASAGAN Larissa hélt mjólkurglas- inu milli beggja handa og sötraöi mjólkina hægt, þurrkaöi sér svo um munninn meö handarbakinu. Alveg eins og afi. - Þetta er Ijótt, sagöi móöir hennar kuldalega. Larissa leit undr- andi á hana. - Hvaö er Ijótt, mamma? - Andstyggilegt, leiörétti Margaret Russel stúlkur mega ekki gera þaö. - Hvers vegna ekki? - Þú veist þaö vel. Þaö er Ijótt að sjá og mér verður flökurt, það er sama hver gerir þaö. Margaret tók saman diskana og stóð upp. Hún var þreytt, bitur og hafði slæma sam- visku. Og allt var þetta tengdaföður hennar aö kenna. SMÁSAGA EFTIR BARBÖRU KNIGHT GAMLI MAÐURINN GAT EKKI BÚIÐ EINN, NÚ VILDI MARGARET LOSNA VIÐ HANN. FJÖL- SKYLDAN ÁTTI AÐ SAMANSTANDA AF FOR- ELDRUM OG BÖRNUM, ENGUM ÖÐRUM. . . . sjálfa sig. - Þaö eru and- styggileg þessi hljóö, þegar þú sötrar og svo þurrkarðu þér á handarþakinu. Hvers vegna notar þú ekki munn- þurrkuna? Margaret varö að fá útrás og hún lét þaö bitna á dóttur sinni vegna þess að hún þoröi ekki aö finna aö við gamla manninn. Hann sat þarna og japlaði og lét eins og hann tæki ekki eftir neinu. - En afi gerir þaö. - Þaö getur verið, en litlar Aöeins eitt einasta ár af hjúskapartíð sinni höföu þau verið laus viö hann. Fyrsta, yndislega áriö þegar þau Ted voru ein. En þegar Lar- issa fæddist gerðist þaö samtímis aö móöir Teds lést svo þau uröu ekki þrjú, held- ur fjögur. Afi flutti til þeirra. Afi stóö upp. Hann vissi vel hvað Margaret var aö hugsa. Hann skildi hana líka. En hvað átti hann aö gera? Margaret var syni hans góö kona og hún var líka einstaklega góö móöir. Hún var líka góö við hann en þaö var svo erfitt þegar hún varð ergileg yfir alls konar smámunum. - Komdu barn- iö mitt, viö skulum fara út, sagði hann. Larissa greip hönd hans og þau gengu saman út ( garðinn. Garður- inn er eins og lítill skógur, hugsaöi Larissa. Trén uxu saman við trén í garði Baldwinfjölskyldunnar og huldu alveg girðinguna milli húsanna. Svo var líka gat á girðingunni sem þau Des- mond gátu skriðið út og inn um. Desmond Baldwin var hálfu ári eldri en hún. Stund- um elskaði hún hann en stundum hataði hún hann líka. Þaö kom fyrir aö hann lamdi hana, en stundum var hann svo góður viö hana aö hann leyfði henni að koma upp í kofann sinn í trénu. - Desmond er ekki heima núna, afi, sagöi hún. - Þaö gerir nú ekkert til, hann er ekkert skemmtilegur. Hún var eitthvað óánægö meö hann þessa stundina því aö hann hafði tekið nýja vini fram yfir hana á barnaleik- vellinum. - Þú skiptir um skoðun, telpa mín. Eftir nokkur ár verður þú ánægð yfir aö eiga svona háttvísan vin í nágrannahúsinu. - Hvað þýöir að vera háttvís, afi? - Þaö aö hann heldur ekki á glasinu í báöum hönd- um og sötrar ekki þegar hann drekkur mjólkina sína. - En það gerir hann alltaf, ég hef séð þaö, sagöi Lar- issa undrandi. - Hann gerir það kannski núna en eftir nokkur ár hættir hann því og gerir þaö svo ekki fyrr en hann verður jafn gamall og ég. Þá fer hann til þess aftur. - Er þetta rétt? spuröi Lar- issa og Ijómaði nú af ánægju. - Það er tímabil, milliárin þú skilur, sem þessir smámunir eru svo mikils- verðir, sagði afi til skýringar. Vesalings Margaret. Hún var með hugann fullan af einsk- isverðum smámunum og hann reyndi aö haga sér sæmilega, en það var svo erfitt aö muna þetta allt. Þetta var eins og að verða barn á nýjan leik. Sitja beinn, drekka fallega, nota munn- þurrkuna. Margaret gaf hon- um góðan mat, þvoöi af hon- um fötin, hugsaði yfirleitt Ijómandi vel um hann. En hún gat ekki séð hann í friði! Þaö gat reyndar verið gott að hún haföi gætur á hon- um, annars yröi þetta alveg óbærilegt. Þegar á allt var lit- ið var þetta hennar heimili og þaö var ekki nema eðli- legt aö hún vildi ákveða heimilisvenjur. Það var erfitt aö vera gamall og öllum til byrði. Hann stundi og þaö var ekki laust viö aö hann kenndi í brjósti um sjálfan sig. Hann settist þreytulega á garðbekkinn og Larissa settist hjá honum. Þaö var ekki nauðsynlegt aö tala, þau virtu alltaf þörf hvors annars fyrir þögn. Margaret opnaöi dyrnar og hristi dúk- inn. - Eruð þiö frá ykkur! hrópaði hún. - Þið megið ekki sitja á bekknum, hann er blautur eftir rigninguna, þiö getið fengiö lungna- 48 VIKAN 8. TBL. 1994

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.