Vikan


Vikan - 01.09.1994, Qupperneq 50

Vikan - 01.09.1994, Qupperneq 50
SMÁSAGAN Þeir voru líklega afleiðingar af sljóleika elliáranna. En hann var ekki gott fordæmi fyrir telpuna. Þess utan blót- aði hann oft hressilega og Larissa festi sér í minni öll þessi undarlegu orð og naut þess að flíka þeim, þegar tækifæri gafst. Þetta gat ekki gengið svona lengur. Og bráðlega kæmi litla barnið og þá hafði hún þörf fyrir herbergið hans. Það hefði kannski verið betra, ef hann hefði verið látinn kyrr heima hjá sér. En hann hafði verið svo aumur og eínmana eftir að hann missti konuna og virtist ekki geta hugsað um sjálfan sig hjálparlaust. Og hann neitaði algerlega að taka stúlku til að hjálpa sér. Það voru til mjög snyrtileg elliheimili þar sem gamalt fólk gat notið samvista við garði. Þar gæti hann ráfað um, gefið öndunum og horft á fólkið. Hér voru aðeins nokkrir smáfuglar. Hún var viss um að hann kæmi til með að kunna vel við sig í svo þægilegu umhverfi og innan um skemmtilegt fólk. Svo var líka kominn tími til að Ken og Madge sinntu honum. Larissa fór í leikskóla um haustið. Afi fór þá daglega á móti henni og þau röltu sam- an heim. Hún talaði þá í sí- fellu og sagði honum allt sem hafði skeð yfir daginn. í fyrstu hlustaði hann vel eftir því sem hún sagði. Lagði spurningar fyrir hana og lét hana finna að hann hefði áhuga á því sem hún var að jafnaldra sína, talað um plágur sínar og áhugamál af hjartans lyst. Það hefði átt að vera heppilegt fyrir hann að setjast að á slíkum stað, en eitt sinn, þegar hún nefndi þetta, varð svipur hans þannig að hún hafði aldrei orðað það aftur. En hún var orðin dauðþreytt á að hafa hann á heimilinu. Það hefði litið öðruvísi út hefði Ted verið einkasonur hans. En það var hann ekki. Ken var betur stæður og hafði miklu meira húsrými. Hann og Madge bjuggu í gríðarstórri íbúð í London þar sem gamli maðurinn yrði ekki í vegi fyrir neinum. Og Madge þurfti ekki sjálf að vinna heimilisstörfin. Hún hafði stúlkur til þess. Afi gæti haft það gott hjá þeim. Auð- vitað myndi hann sakna garðsins, en það var ekki langt að næsta skemmti- segja. En svo fór hann æ oftar að fá „hugsandi andlit- ið“ og það var eins og hann tæki ekki vel eftir því sem hún var að segja. Dag nokk- urn kom hann ekki til móts við hana. í stað hans kom móðir Desmonds og sagði að Larissa ætti að fylgjast heim með sér í þetta sinn. Þetta var auðvitað mjög spennandi því að Desmond var einn af stærri drengjun- um ( leikskólanum. Hún hafði svo margt að segja afa, þegar hún kæmi heim. Allt sem Desmond hafði sagt og gert. Afa þótti gaman að sögum Desmonds. En það var enginn heima þegar frú Baldwin fylgdi henni inn. - Hvar er mamma? spurði Lar- issa óttaslegin. - Og afi? - Ég hugsa að þau séu á brautarstöðinni. En mamma þín kemur heim rétt strax. Larissa leit á hana með tor- tryggni. - Hvers vegna eru þau á brautarstöðinni? Frú Baldwin kyngdi. - Afi þinn ætlar að búa hjá Ken frænda þínum og Madge um tíma. Mamma þín fylgdi honum á brautarstöðina og pabbi þinn og Ken frændi þinn taka á móti honum á brautarstöð- inni í London. - Hvers vegna ætlar hann að búa hjá þeim? spurði Larissa undrandi. Hún vissi svo vel hvert álit afi hafði á Madge, íbúðinni hennar og vinkonum sem hann kallaði fífl. - Það verð- ur skemmtileg tilbreyting fyrir hann, sagði frú Baldwin var- færnislega. - Það verður það ekki, hrópaði Larissa æst. - Hann má ekki fara þangað. Hún sneri við og þaut út götuna. Hún heyrði frú Baldwin kalla til sín en hún neyddist til að vera óhlýðin í þetta sinn. Lestin var rétt runnin af stað, og pallvörðurinn sá hana ekki þegar hún hljóp gegnum hliðið og út á brautarpallinn. Margaret stóð á brautar- pallinum, þangað til lestin var komin úr augsýn. Henni var kalt. Allur líkami hennar var ískaldur. - Hann kemur til með að hafa það gott, sagði hún við sjálfa sig. Þau geta gert svo miklu meira fyrir hann en við. Svo þarf ég líka á herberginu hans að halda. Larissa þarf stærra herbergi, þegar hún fer að lesa lexíur. Við kaupum handa henni lítið skrifborð og leslampa, þá gleymir hún fljótlega að það var herbergi afa. Og litla barnið getur fengið hennar herbergi. Þá verðum við loksins venjuleg fjölskylda, hjón og tvö börn, fjögur. . . . Þá var gripið í pilsið hennar. - Hvar er afi? öskraði Larissa og barði knepptum hnefunum í hana. - Þú sendir hann burt! Marg- aret vafði hana örmum og reyndi að skýra fyrir henni málið, sagði henní jafnvel frá litla barninu sem von var á. - En afa þykir gaman að litlum börnum, snökti Larissa. - Það verður ekki pláss. . . . - Litla barnið getur verið hjá mér, mér er alveg sama. . . . - En mér er ekki sama. Og svo er herbergið þitt líka of lítið fyrir tvo. - Margir byggja herbergi utan á húsin. Það gerðu mamma og pabbi Önnu þegar þau fengu tví- burana. Svo getur afi sofið f borðstofunni, það er betra fyrir hann að vera á fyrstu hæð, þá er hann rétt hjá garðinum. Þá getur hann farið á fætur snemma á morgnana, eins og hann langar alltaf til að gera, en þú verður alltaf svo reið ef hann vekur þig svo hann þorir ekki að gera það. Margaret hrukkaði ennið hugsandi. Byggja stóra stofu, stofu sem morgunsól- in gæti skinið inn í á morgn- ana. Stofu með stórum gluggum. Og afi gæti verið í gömlu borðstofunni. Það var svo erfitt fyrir hann að ganga upp stiga. En. . . . - Hann hefur allt mögulegt fyrir þér, ósiði og svoleiðis. (Hvers vegna fannst henni að hún væri neydd til að verja sjálfa sig fyrir sinni eigin dóttur?) - Fjandans smámunir, sagði Larissa og fussaði. Margaret gat ekki að sér gert að brosa. - Honum líður vel hjá Ken frænda þínum og Mad- ge, sagði hún. - Nei, honum líður ekki vel hjá þeim. Hann hefur andstyggð á að vera þar. - Hvernig veistu það? spurði Margaret undrandi. - Han hefur sagt mér það. Honum finnst það vera a. . . dauðhreinsað. Honum líður bara vel hjá okkur. Ég veit það. - Hann hefur aldrei sagt eitt einasta orð í þá átt við mig að hann kynni ekki við sig hjá Ken. Var það raunverulega satt að honum hefði liðið illa hjá þeim? Lar- issa fór alltaf snemma að sofa en gamli maðurinn var vanur að sitja í stofunni langt fram á kvöld. Þau Ted voru aldrei ein. Ekki fyrr en gamli maðurinn fór að geispa, lét sem hann væri þreyttur og staulaðist upp stigann. Samt vaknaði hann fyrir allar aldir og þótt hann reyndi að láta ekki heyra til sín, þá vakti hann hana alltaf og hún lá og bylti sér þangað til tími var kominn til að fara á fæt- ur. Hún hafði talað um þetta við Ted og hann samsinnti henni, enda voru þau í þörf fyrir herbergið. Eða þá að þau voru neydd til að kaupa stærra hús. Hvers vegna gerðu þau það ekki? Það var vegna peninganna. En þau gátu byggt við. - Mamma, hann verður að koma aftur heim. Hann deyr ef hann á að vera hjá Madge og öllum 50 VIKAN 8. TBL. 1994
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.