Vikan


Vikan - 01.09.1994, Side 67

Vikan - 01.09.1994, Side 67
sagt sér aö Axl heföi dregið hana út úr íbúðinni og aö hún væri meö marbletti um allan líkamann. „Þaö var dapurlegt. Hún hafði alltaf verið svo leiftrandi og nú var það farið.“ Líkt og mörg önnur fórnar- lömb heimilisofbeldis varði Erin manninn sem hún segir nú að hafi barið hana. Þegar vinkona hennar kallaði lög- reglu til 1986 sagði Erin að útkallið væri ástæðulaust. „Ég var á milli tveggja elda,“ segir Erin. „Þarna var besta vinkona mín að reyna að vernda mig. En Axl faldi sig á bak við hurð. Ég var svo hrædd að þið trúið því ekki.“ Barsmíðar Axl Rose voru ódæmigerðar að því eina leyti að hann hikaði ekki við að beita ofbeldi að öðrum viðstöddum. Heidi Richman segist hafa séð Rose slá Er- in í fjölmennri grillveislu í Hollywoodhæðum 1987. „Hann sló hana og reif í hár- ið á henni. Hann var eins og óður hundur,“ segir hún. Erin neitaði lengi vel að fara frá Axl þrátt fyrir þrá- beiðni móður og vinkvenna. „Ég trúði því alltaf að þetta myndi lagast. Og ég vor- kenndi honum. Ég hélt að ég gæti lagað það sem hann þurfti að líða í æsku." í apríl 1990 kom Axl, sem þá var fluttur af heimili þeirra, óboðinn heim til Erin klukkan 4 að morgni. Hann sagðist vera með byssu í bílnum og myndi fyrirfara sér ef hún giftist honum ekki. Á leiðinni til Las Vegas lofaði hann því að berja hana aldrei framar og skilja aldrei við hana. Mánuði síðar hót- aði hann skilnaði í fyrsta sinn. Að tveimur mánuðum liðnum barði hann hana svo illa að hún var lögð á sjúkra- hús. Eftir að Erin kom af sjúkra- húsinu var henni bannað að hitta vini sína. Axl, sem var orðinn auðguur maður, neit- aði að láta hana fá peninga eða útidyraiykil. Hún segir að hann hafi oft læst hana úti og hleypt henni inn þegar honum hentaði. Erin segir: „Ég fór inn á baðhebergi til að gráta. Ég skrúfaði frá vatninu svo hann heyrði ekki í mér vegna þess að það hefði líka hleypt honum upp.“ Eftir að Erin missti fóstur, Axl henti henni út úr íbúð þeirra og hún mátti sæta enn einum barsmiðum, var hún loks búin að fá nóg og sleit sambandinu í árslok 1990. „Ég hafði ekki lengur samúð með þeirri misnotkun sem hann hafði orðið fyrir," segir hún. „Mér fannst ég vera að deyja andlega. Innra með mér var ég að deyja.“ Erin segir að Axl hafi miðað á hana byssu, brotið eigur hennar og rifið síma úr veggjum. I eitt skipti segir hún að hann hafi tekið allar hurðar af í íbúð hennar svo hann gæti fylgst með henni. „Ég var hrædd þegar hann kom inn, þegar hann fór, þegar hann var ekki heima,“ segir hún. Arið 1992 leitaði hún geð- læknismeðferðar og af tilvilj- un gekk Axl einnig til geð- læknis á sama tíma. „Mér var sagt að boðleiðir heilans væru í einni bendu hjá mér,“ segir Axl, sem viðurkenndi í viðtölum að hann væri man- isk-depressívur. í fyrra fór Erin að vera með David Arquette, bróður Rosönnu og Patriciu. í fyrstu var Erin svo fælin að hún kipptist við ef David hreyfði sig snögglega. „Ég veit ekki hversu oft ég hef þurft að segja henni að ég ætli ekki að berja hana,“ segir hann. Það var ekki fyrr en lög- menn Stephanie Seymour kölluðu Erin fyrir til að bera vitni að Erin fór að sjá sig sem fórnarlamb. Fram að því áleit hún barsmíðarnar vera sér að kenna, eins og algengt er með fórnarlömb heimilisofbeldis. Jenný Baldursdóttir segir: „Konur hafa miklar ranghugmyndir um eigin þátt í ofbeldinu og trúa því oft aö ofbeldið sé þeirra sök. Hafi konan engar aðrar viðmiðanir en manns- ins til þess að túlka það sem hún upplifir þá heldur hún áfram að vera fórnarlamb þess djöfulskapar að maður- inn sem segist elska hana, beiti hana ofbeldi." Vinir Axl halda því fram að Erin sé að reyna að veröa sér úti um peninga með kær- unni en Erin fullyrðir að hún sé aðeins að reyna að ná sér upp úr þeim sálræna skaða sem sambandið olli. „Það gildir einu hvort ég vinn eða tapa,“ segir hún. „Ég vil að Axl taki við þessum sárs- auka aftur. Ég þarf ekki að bera hann lengur." □ G______ VERIÐ ÁN HÚSA& HÍBÝLA ÁSKRIFTARSÍMI:812300 vS, 8. TBL. 1994 VIKAN 67

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.