Vikan - 20.01.1995, Side 38
Krébi
22. júní - 22. júlí
ÁÐUR EN ÞÚ VEIST AF FERÐU AÐ TAKA ÁHÆTTUR
OG STEFNA Á TINDINN
Örlagaplánetan Satúrnus er í góðri afstöðu við Krabbamerkið
árið 1995. Sú afstaða eflir ekki síst atvinnuáhuga og markmið
sem gæti haft þýðingu fyrir framtíðina. Þetta getur haft í för
með sér að þú finnir óskastarfið eða fáir stöðuhækkun ef þú ert
kominn með starfið. Það getur líka haft meiri ábyrgð í för með
sér eða meira sjálfstæði, allt eftir því hver bakgrunnur þinn er.
Loks getur það þýtt að þú náir meiri stjórn á lífi þínu.
Markmið og áform, sem þú hefur unnið að lengi, geta farið
að mótast og bera árangur fyrir alvöru. Nokkur sterkustu og
virkustu tímabil ársins eru frá 1. til 22. janúar, 26. maí til 21. júli'
og 8 september til 20. október.
Eins og árið áður er 9. húsið í sviðsljósinu. Það þýðir að allt,
sem snertir menntun, framhaldsmenntun, námskeið og nám, er
miðdepill athygli. Hið sama gæti átti við um önnur áhugamál
sem víkka sjóndeildarhringinn. Ný, verkleg reynsla getur líka
bætt stöðu þína.
Það er mjög gott ef þú getur fléttað ferðalögum inn í áform-
in, sérstaklega ef ferðalögin tengjast starfinu eða beinum fram-
tíðaráformum. Það mega vel vera langtímaáform sem gætu
komið til framkvæmda eftir eitt til þrjú ár.
36 VIKAN