Vikan


Vikan - 20.01.1995, Side 42

Vikan - 20.01.1995, Side 42
Meyjan 24. ágúst - 23. september ÞAÐ ER TÍMI TIL KOMINN AÐ TAKA AF SKARIÐ Ársskipanin hljómar nokkurn veginn svona: Þú verður að gera þitt ýtrasta á hverju því sviði sem þig ber niður - og þau verða ófá. Og þú verður að gera meira til þess að skilja samskipti þfn við aðra, sérstaklega þá sem standa þér nærri. Hverjar eru væntingar þínar til þess fólks sem þú tengist tilfinningalega og til þeirra sem þú umgengst í gegnum vinnuna eða á annan hátt? Og ekki síður, hverjar eru væntingar þeirra til þín? Ef þú ert f vafa, skaltu komast að því og sjá síðan til þess að þú lifir upp til þeirra væntinga. Ástæðan fyrir því að þú átt að lifa upp til væntinga annarra er sú að Satúrnus er í samskiptahúsi þínu. Satúrnus vísar ávallt til vinnunnar, skyldnanna og lífsstarfsins. Stjarnspekilega séð er því engin leið að sleppa. Þetta ár verður þú að sætta þig við að gera meira fyrir umhverfi þitt en það gerir fyrir þig. Það verður þó varla unnið fyrir gíg, vegna þess að Satúrnus vísar lfka til langlímaáforma. Framlagið mun því borga sig lil lengri tfma litið. Trúlega eru einn eða tveir aðilar nálægt þér, í starl'i eða einkalífi, sem eru erfiðir og tregir í taumi og valdabarátta gæti komið upp. Einnig gæti hugsast að yfirmenn beittu þig þrýst- ingi til þess að fá þig til að taka afdrifaríka ákvörðun - eða að félagi þinn krefjist meiri athygli. 40 VIKAN

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.