Vikan


Vikan - 20.01.1995, Page 51

Vikan - 20.01.1995, Page 51
kröfur á hugsun þína, málfar, skriftir eða sambönd við aðra - einstaklinga, fyrirtæki eða hópa - er málið. Önnur svið og fyr- irtæki sem tengjast fjölmiðlun gætu líka verið áhugavekjandi fyrir þig. Þar gæti verið um að ræða ferðalög, umferð, bréfa- skriftir, útgáfumál, fréttabréf, auglýsingar, póstmál og fleira. Orkuplánetan Mars er í góðri afstöðu við Steingeilina á tímabilunum frá 1. til 22. janúar, 26. maí til 21. júlí, 8. septem- ber til 20. október og frá 1. lil 31. desember. Á þessum tímum hefurðu mesta orku til að nýta og hún getur komið hlutunum í gang. Yfirsýnin er meiri og þú átt trúlega auðveldara með að fá innblástur og hrífast með. Það getur líka vel verið að þú kyndir undir umhverfi þínu svo að það komist upp úr startholunum. Venusartímabilin eru heldur ekkert til að fýla grön við. Þau auka vinsældirnar, gera tilveruna auðveldari og skemmtilegra að blanda geði við aðra. Þau má einnig nýta til þess að bæta fjárhaginn. Það á við um eftirfarandi tímabil: 1. lil 7. janúar, 5. febrúar til 2. mars (allrabest), 29. mars til 23. aprfl, 17. maí til 10. júní, 24. ágúst til 16. september, 11. október til 3. nóvember og 28. nóvember til 21. desember. Bjartsýnin getur aukist á þessum tímum og skapandi og skemnitilegar hliðar tilverunnar komist í sviðsljósið. Ef þú ert fæddur í síðustu viku merkisins verða Uranus og Neptúnus rétt við sól þína eins og árið 1994. Það getur haft í för með sér að þér finnst þú stundum togast í margar áttir í einu. Úranus blæs manni í brjóst að vera forvit- inn, öðruvísi og frumlegur, kannski meira að segja uppreisnar- gjarn. VIKAN 49

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.