Vikan


Vikan - 03.12.1998, Síða 50

Vikan - 03.12.1998, Síða 50
 Marsipanstjörnur (u.þ.b. 20 stk.) 250 g konfektmarsipan 2 tsk. Neskaffi (skyndikaffi) Fylling: 50 g grófsaxaðir valhnetukjarnar 100 g rjómaostur 40 g flórsykur 1 tsk. Neskaffi (instantkaffi) hjúpsúkkulaði Aðferð: Fletjið marsipanið út (u.þ.b. 2 - 3 mm þykkt) á bökunarpappír. Stráið helmingnum af kaffinu yfir og þrýstið því föstu. Snúið marsipan- inu við og stráið afgangnum af kaffinu yfir og þrýstið því líka föstu. Stingið út með hring- formum sem eru um 6 sm í þvermál. Firærið fyllinguna saman og setjið smávegis í miðjuna á hverjum hring. Takið marsipanhringina upp á fjórum stöðum og þrýstið saman (sjá mynd). Dýfið botninum á hverjum mola í brætt hjúpsúkkulaði. Marsipanbrauð 500 g konfektmarsipan 250 g nougat 3 - 4 msk. líkjör eða annað vín 100 g bláber 100 g gráfíkjur 100 g döðlur 100 g hjúpsúkkulaði rauð og græn kokkfeilber til skrauts Aðferð: Saxið döðlurnar og gráfíkj- urnar og setjið í skál ásamt bláberj- unum. Víninu bætt út í og látið standa í 2 sólarhringa. Þá er marsipanið flatt út þannig að það verði u.þ.b. 20x30 sm að stærð. Nougatinu er smurt á marsipanið og ávaxtablöndunni smurt þar yfir. Þá er öllu rúllað þétt saman (u.þ.b. 30 sm langt). Þá er súkkulaðið brætt yfir vatnsbaði og rúllan hjúpuð. Skreytt með rauðum og grænum kokkteilberjum.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.