Vikan


Vikan - 21.03.2000, Blaðsíða 45

Vikan - 21.03.2000, Blaðsíða 45
ekki! Þá var skömminni skárra að halda sig hér á upp- lýstum veitingastaðnum. „Það er rigning úti. Segðu bara það sem þú ætlar að segja og vertu snöggur að því. Klukkan er orðin margt og ég er orðin þreytt og vil komast heim.“ „Þú ert orðin mjög mis- kunnarlaus kona, Laura,“ sagði Dirk hljóðlega. „Og þú ert orðinn algjör- lega siðlaus skíthæll," bætti hún við rólega. Hann hló kuldalega. „Meint siðleysi mitt fer nú al- veg eftir því við hvað þú mið- ar. Eftir hvaða viðmiðunum dæmir þú mig?“ Hún hristi höfuðið og and- varpaði. „Sú var tíðin að okk- ar siðferðisvitund var svipuð, Dirk,“ sagði hún titrandi röddu. „En það er allt breytt því þú þekkir ekki muninn á réttu og röngu !engur.“ Hún hafði greinilega snert viðkvæma taug með þessari athugasemd sinni því hún sá hvernig stríkkaði á kjálkum hans. En eins og venjulega var hann fljótur að jafna sig og brosti til hennar. „Þetta er einn af þínum stóru göllum, Laura. Mamma þín kenndi þér að hugsa í svörtu og hvítu og í hugtökum eins og rétt og rangt, gott og illt og ást og hatur. En lífið er ekki svona einfalt og það er fullt af gráum svæðum þar líka. Kannski áttar þú þig á því einhvern daginn. En ég get fullvissað þig um það að ég þekki alveg muninn á réttu og röngu þar sem ég eyði nú stórum hluta vinnu minnar í að verja fólk fyrir dómstólum. „Þú þekkir bara muninn á réttu og röngu í lögfræðilegu tilliti,“ sagði hún biturlega. Hún var reið vegna ummæla Dirks um móður hennar. Hún hafði gert sitt besta til að ala Lauru vel upp. Laura vissi líka að það hafði ekki verið auðvelt fyrir móðir hennar að ala hana ein upp eftir að fað- ir hennar yfirgaf þær. „Ég held að ég sé ekki ein um þá skoðun að finnast framkoma þín undanfarnar vikur hneykslanleg og sið- laus.“ Dirk hló. Hún starði á fallegt andlit hans, skarpa andlitsdrættina, gráu augun og nautnalegar varirnar. Tilfinningar hennar voru allar í flækju. Hún vildi fá gamla Dirk aftur með hlýju sína og ást en henni sýndist að hann væri horfinn með öllu og í staðinn væri kominn þessi harði, siðlausi maður. Samt sem áður fann hún fyrir löngun til þess að fara heim með þessum nýja manni. Það var nrjög freist- andi að halla sér yfir borðið og kyssa hann djúpum kossi. „I guðanna bænum segðu bara það sem þú ætlar að segja svo ég geti drifið mig heim,“ sagði hún ákveðið. Hún sá einhvern hroka og kulda í andliti hans sem hún kannaðist ekki við og það fór hrollur um hana. Þessi nýi vantar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.