Vikan


Vikan - 21.03.2000, Blaðsíða 49

Vikan - 21.03.2000, Blaðsíða 49
Þegar Gunna litla var spurð hver hún væri svaraði hún alltaf: „Ég er dóttir hans Jóns“. Mamma hennar vildi endilega ala með henni sjálf- stæði og bannaði dótturinni að svara svona, hún ætti að kynna sig sem Gunnu eða Guðrúnu. Næstu helgi fór Gunna litla í kirkjuna með mömmu sinni og presturinn spurði hana hvort hún væri ekki dóttir hans Jóns. „Ég hélt það, en mamma seg- ir að ég sé það ekki lengur.“ Presturinn var að kenna börnunum í barnamessunni að þau ættu að sitja hljóð og hlusta í kirkjunni og sagði: „Vitið þið af hverju þið meg- ið ekki hafa hátt í kirkjunni?" Þá gall við í einni lítilli: „Það er til að vekja ekki fólkið sem er sofandi." Presturinn var að lesa uppúr biblíunni í kirkjunni þegar laufblað sem hann hafði not- að sem bókarmerki datt út úr bókinni og sveif fram á kirkjugólfið. Lítill drengur, sem sat á fremsta bekk ásamt ömmu sinni hrópaði: Amma sjáðu, fötin hans Adams flugu út úr biblíunni!“ Svo var það við stóra grillið á tjaldstæðinu að maður hrópaði allt í einu upp yfir sig: Hjálp, hjálp!!! Sonur minn er að kafna, hann gleypti tíkall. Hjálp!!!“ Lítill og mjósleginn maður vatt sér út úr mannþrönginni, greip strákinn, vafði hand leggjunum utan um hann og þrýsti rösklega. Tíkall inn hrökk samstundis upp úr koki drengsins. Maðurinn snéri sér við og gekk í áttina að grillinu eins og ekkert hefði ískorist. „Ég þakka þér inni- lega,“sagði faðir drengsins. „Þvílíkt lán að fagmaður skyldi vera á staðnum. Ertu læknir?“ „Nei, nei,“ svaraði maðurinn. „Ég vinn hjá skattinum." íslendingurinn var í heim- sókn hjá vestur íslenskum frænda sínum. Sá ameríski var stoltur af búskaparhátt- unum og sagði: „Við eigum svo stórt land að ég gert sest upp í bílinn minn strax eftir morgunverð og ekið nýja slóða alveg fram að hádegi án þess að vera kominn út úr landareign- inni.“ „Já, láttu mig kannast við Ég átti svona druslu einu sinni." Lært af lífinu: Ef guð hefði ætlast til þess að við snertum á okkur tærnar hefði hann sett þær á hnén. Þegar maður hefur loksins komið höfðinu á sér í sæmi- legt lag byrjar líkaminn að hrörna. Loksins þegar maður hefur öll spilin á hendi vilja hinir frekar tefla en spila. Ef þú heldur að allir hafi sína kosti hefur þú ekki kynnst öll- um ennþá. Síðasta fíflið er enn ekki fætt. Betra er skelfilegur endir en endalaus skelfing. Uíkunnar Guðrún Andrea Einarsdóttir kom að máli við okk- ur á Vikunni og sagðist endilega vilja senda pabba sínum rósavönd því hann ætti það svo sannarlega skilið. Guðrún sagði að pabbi hennar væri yndislegur maður og svo elskuleg- ur við barnabörnin sín að það sé með eindæm- urn. Einar Finnsson og kona hans Áslaug Guð- mundsdóttir, áttu nýlega 25 ára brúðkaupsaf- rnæli. „Mamma stendur á því fastar en fótun- um að hann pabbi sé einfaldlega draumur í dós,“ sagði Guðrún hlæjandi í símanum, „og ég er alveg sammála henni. Hann á bestu þakkir skilið fyrir að vera besti pabbi og afi í heiminum.“ CrRÆNN MAEKAPUR -látið blómin tala Þekkir þú einhvern sem á skilið að fá rós Vikunnar? Ef svo er, hafðu þá samband við „Rós Vikunnar, Seljavegi 2,121 Reykjavík" , og segðu okkur hvers vegna. Einhver heppinn verður fyrir valinu og fær sendan glæsilegan rósavönd frá GRÆNUM MARKAÐI.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.