Vikan


Vikan - 21.03.2000, Blaðsíða 46

Vikan - 21.03.2000, Blaðsíða 46
HNEYKSLANLEGT BÚNORB Dirk var svo sannarlega hættulegur óvinur. „Ég hef í raun nokkurs konar bónorð fram að færa,“ sagði hann hreykinn. „Bónorð? En við stöndum í skilnaði, Dirk,“ sagði Laura undrandi. „Jæja, bónorð er kannski ekki rétta orðið en mér fannst það bara frekar viðeigandi heldur en tilboð sem er í raun rétta orðið.“ „Tilboð mitt er mjög ein- falt. Ég vil að þú gerist ást- kona mín, Laura.“ Laura greip andann á lofti. „Ég veit að þér finnst þetta kannski hljóma dálítið gamal- dags,“ hélt hann áfram eins og hann væri bara að ræða um daginn og veginn. „En ég held að slíkt samband milli okkar sé mjög skynsamlegt. Ég héldi þér upp fjárhagslega, auðvitað. Keypti handa þér dýrar og fallegar gjafir og byði þér út að borða og í stað- inn vil ég fá aðgang að þér í rúminu.“ Hann mældi Lauru út frá toppi til táar. „Jæja, hvað finnst þér um þetta?“ Laura fann að hún var að missa stjórn á skapi sínu. Fá aðgang að mér í rúminu! „Þú þarft ekki að vera svona hneyksluð, Laura,“ bætti hann hljóðlega við. „Ef þú hugsar í alvöru um þetta sérðu að svona fyrirkomulag er alls ekki svo slæmt. Við græðum bæði á því. Ég fæ að njóta þín í rúminu án nokk- urra tilfinningalegra skuld- bindinga og þú færð frábæran bólfélaga og fjárhagslegt ör- yggí-“ Hann andvarpaði en hún var enn orðlaus. „Ég sé að ég verð að gera betur til að sannfæra þig um þetta góða tilboð mitt. í fyrsta lagi girnumst við hvort ann- að ennþá. Það er einfaldlega staðreynd sem þýðir ekki að horfa fram hjá eða neita. Þú hefur þegar sagt að þú sért ekki búin að finna drauma- manninn og því er ég viss um að ég get þóknast þér vel í rúminu og jafnvel betur en flestir aðrir.“ Hann hallaði sér rólega aft- ur í stólnum og horfði drýg- indalega á Lauru. Laura var öskuvond og hneyksluð. Hún neyddi sjálfa sig til að halla sér líka aftur í stólnum til að reyna að líta út fyrir að vera róleg og örugg með sig. En hún kreppti hnefana svo fast að neglurnar grófust inn í lófana á henni. „Ég get alveg viðurkennt að ég hef ekki girnst neina konu jafnmikið og þig og eng- inn hefur gert mig jafn ánægðan í rúminu og þú. Þess vegna skil ég ekki að þú sjáir ekki að þetta væri fullkomið fyrirkomulag. Af hverju lát- um við ekki undan löngunum okkar og verðum elskendur. Hvað hindrar okkur eiginlega í því? Við værum ekki að gera neinum mein. Settu nú bara þessar gamaldags skoðanir þínar til hliðar, elskan, og horfstu í augu við raunveru- leikann. Langar þig virkilega að eyða nóttum ein og án karlmanns á meðan þú bíður eftir þeim eina rétta? Hvað ef þú finnur hann aldrei?" Hann hallaði undir flatt og brosti blíðlega til hennar. „Þú ert mjög glæsileg og falleg kona, Laura, með synd- samlega fallegan líkama. Af hverju notar þú hann ekki betur?“ Hún sagði ekki orð heldur stóð upp og lét munnþurrk- una falla á diskinn, tók upp töskuna sína og gekk frá borðinu án þess að líta við. Hún skalf frá hvirfli til ilja er hún gekk niður stigann út af veitingastaðnum. Leigubíl- arnir biðu í röðum fyrir utan og Laura settist inn í einn þeirra og dreif sig í burtu. Dirk sat hins vegar áfram þar til þjónninn kom og bauð honum annan drykk. „Ég vil bara fá reikning- inn,“ sagði Dirk dauflega og stóð upp. Hann var þungt hugsi þeg- ar hann gekk út af veitinga- staðnum og tók ekki eftir að- dáunaraugum nokkurra kvenna sem sátu á næsta borði er hann gekk fram hjá. „Laura frænka, Laura frænka!" Donna sönglaði fyr- ir munni sér og hoppaði af kæti. Hún beið á þröskuldin- um í náttfötunum sínum eft- ir því að Laura kæmi inn. „Vá, hvað það eru margar tröppur hérna,“ sagði Laura og kastaði mæðinni. „Það var eins gott að ég kom í íþrótta- galla. Nú skil ég vel af hverju mamma þín er svona grönn.“ Carmel birtist í gættinni og brosti. „ Hver er að kalla hvern grannan? Þú sést varla frá hlið lengur. Þú borðar ör- ugglega ekki nóg,“ sagði Car- mel móðurlega. „Heyrðu, ég kom til að passa fyrir ykkur, ekki til að lenda í yfirheyrslu. Ég borða alveg nóg. Hvernig heldur þú annars að ég kæmist upp all- ar þessar tröppur til ykkar?“ sagði Laura hlæjandi. „Já, það er bratt hérna, en útsýnið er líka alveg frábært, finnst þér það ekki? spurði Carmel. Laura leit í kringum sig á dökk fjöllin og blátt hafið fyr- ir neðan. „Jú, svo sannarlega,“ sam- sinnti hún. „Jæja, fröken Fix, ég vona að þú sért með fullt af tölvuleikjum sem við getum spilað í kvöld því það er ekk- ert almennilegt í sjónvarp- inu,“ bætti Laura við og beindi orðum sínum til Donnu. Donna brosti áköf. „Ég get sýnt þér þá alla núna,“ sagði hún og hljóp inn. „Það var fallegt af þér að bjóðast til gæta að krakkanna með svona stuttum fyrir- vara,“ sagði Carmel hlýlega. „Ég trúði bara ekki mínum eigin eyrum þegar Kirsty hringdi og sagðist vera veik. Ég vissi að það yrði erfitt að fá aðra barnapíu með svona stuttum fyrirvara á laugar- dagskvöldi. Ég vona að þér finnist það ekki frekt af mér að biðja þig að passa?“ „Hvaða vitleysa! Ég er bara ánægð með að geta hjálpað ykkur og hitt krakkana í leið- inni. „Ég býð þér í grillmat um næstu helgi, það er að segja ef þú hefur ekki eitthvað ann- að á prjónunum?“ „Nei, nei, ég er ekki búin að ákveða neitt. Ég hlakka bara til að koma.“ Lauru fannst sem hún hefði greint von í spurningu Car- melar. Sennilega vonaðist hún til þess að hún og Dirk væru tekin saman aftur. Allt í einu áttaði Laura sig á stöð- unni. „Aha! Morrie hefur sagt þér frá því að hann kom að okkur Dirk í faðmlögum á laugardagskvöldið, er það ekki?“ Af viðbrögðum Carmelar að dæma hafði Morrie ekki sagt henni neitt. Carmel var greinilega forvitin og undr- andi. „Það var ekki neitt um að vera. Bara andartaks dóm- greindarleysi af minni hálfu. Drífum okkur inn.“ „Það væri nú samt frábært ef þið Dirk tækjuð saman aft- ur. Þið voruð alltaf svo flott par. Þið virtust passa svo vel saman. Enda urðu allir mjög hissa þegar þið skilduð,“ sagði Carmel upprifin. Laura leit rólega á mág- konu sína þótt henni væri síð- ur en svo rótt. Það var ekki liðinn sólarhringur frá því að hún hafði setið með Dirk á veitingastaðnum og hann hafði borið fram þetta und- arlega og siðlausa tilboð. Henni leið afar illa er hún minntist þessa kvölds. „Ég get alveg sagt þér það, Carmel, að það eru engar lík- ur á að við Dirk tökum aftur saman. Alls engar.“ 46 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.