Vikan


Vikan - 21.03.2000, Blaðsíða 8

Vikan - 21.03.2000, Blaðsíða 8
Aðför að konu með aðstoð ríkisins heimili hennar og barnanna. Hún missti það á uppboði og þau flutt- ust í leiguíbúð. Á undanförnum tveimur árum hefur fjölskyldan búið í þremur íbúðum. „Dagsektirnar héldu áfram að hrannast upp þrátt fyrir að íbúð- in okkar hafi verið seld á uppboði og svo kom að því einn daginn að bréf barst um að ég yrði gerð gjaldþrota ef ég greiddi ekki dag- sektirnar," segir Hafdís sem hafði ekki setið aðgerðalaus meðan á öllu þessu stóð og árangurslaust beðið um að fá barnasálfræðing inn í málið. „Ég bað um að fag- menn væru settir í málið, að barnasálfræðingur talaði við börnin og þetta yrði leyst þannig að hagsmunir barnanna yrðu hafðir að leiðarljósi. Orð mín fengu ekki hljómgrunn hjá yfir- völdum. Mér hefur reynst erfitt að tala máli barnanna í kerfinu,1' seg- ir hún, „því mér hefur alltaf ver- ið svarað þar að börnin segi við mig það sem þau telji að henti mér að heyra. Það er öðru nær því ég hef reynt að vera börnum mínum trúnaðarvinur og alið þau upp í því að koma með vandamál sín til mín svo hægt sé að leysa þau. Hvernig á ég að segja börnunum að allt sem gerist heima hjá föð- ur þeirra sé undanskilið? Á það get ég ekki hlustað en með því væri ég að segja börnum mínum að þau geti ekki komið til mín með alla hluti." Engar jóla- og afmælis- gjafir Faðir barnanna hefur ekki gef- ið þeim jóla- og afmælisgjafir síð- an umgengni hætti. Hann hefur tvisvar á síðustu misserum hitt þau í Bónus þar sem þau voru í fylgd móður Hafdísar. Hann horfði á börn sín en heilsaði þeim ekki. „Hann hefur gert mikil mistök með því að skera á allt samband við þau,“ segir Hafdís. „ Börnin hefðu orðið mildari í afstöðu sinni til hans ef hann hefði til dæmis heilsað þeim á almanna- færi og sent þeim gjafir," segir hún ákveðin á svip. „Þessi ellefu ár hafa verið martröð frá upphafi til enda, sem byrjuðu á veikindum barnsins, síðan skilnaði og nú er ég orðin gj aldþrota. Ég hef alltaf haldið að þessu væri að ljúka en alltaf kem- ur eitthvað nýtt upp á borðið," segir hún. „Börnin hafa verið í góðu jafnvægi þessi ár þrátt fyr- ir allt álagið á heimilinu. Elsta barnið er í framhaldsskóla og stendur sig mjög vel. Það yngsta virðist ætla að verða góður stærð- fræðingur og er uppátektarsamt og fjörugt barn. Miðbarnið stendur sig mjög vel í íþróttum," segir Hafdís „en þarf enn að fara í eftirlit hjá læknum sem hafa orðið varir við ýmsa ferðarinnar. Læknar eru í dag hættir að beita geislameðferð á krabbameinsveik börn nema í einstaka erfiðum tilfellum einmitt vegna þeirra aukaverk- ana sem hún getur haft í för með sér,“ segir hún. GjaldDrota Rétt áður en Hafdís var lýst gjaldþrota sl. vor fékk hún góða hjálp frá lögfræðingi sem ætlaði að ljúka málinu í eitt skipti fyrir öll. Börnin buðust til að hitta föð- ur sinn áður en til gjaldþrota- skiptanna kæmi en svar hans, sem kom öllum að óvörum, var að hann treysti sér ekki til að hitta þau. „Ef dagsektirnar sem hann var búinn að krefjast og voru lagðar á mig hefðu með þessum orðum hans fallið á hann sjálfan er ég viss um að hann hefði íhugað svar sitt betur,“ segir Hafdís. „Hefði hann hitt börn sín síðasta vor hefðu dagsektir fallið niður og þá skil ég ekki hinn eiginlega tilgang hans með að láta beita þeim. Ef hann hefur ætlað að eyðileggja líf mitt með því gerir það líf barna hans einnig mjög erfitt. Ég var gerð gjaldþrota vegna dagsekt- anna sem annars hefðu verið felldar niður með einu penna- striki," segir Hafdís. „Nokkrum vikum eftir að ég var gerð gjald- þrota fékk ég enn eitt bréfið þar sem mér var tjáð að faðirinn krefðist umgengni við börnin sín,“ segir hún. „Ég hef ekki enn svarað því og veit ekki hvernig ég geri það. Hvers vegna hitti hann ekki börnin þegar þau voru reiðubúin til þess? Hann hefði átt að reyna að vinna traust |k þeirraogkannskimeðtím- K anum fengið þau til að | koma og gista heima hjá íjÍ sér. Þau eru oröin eldri ■ og þroskaöri ídag. Mér I finnst greinilegt að ■ liann er ckki búinn að K vinna lir tilfinningum H sínum. hvorki \egna H veikinda barnsins ne skilnaðarins." segir Hf Hafdís. „Allir í kerfinu W': halda að því sé öfugt far- ið, aðégviljinámérniðri ■ á honum.“ „Ég hef fulla samúð með mönnum sem fá ekki að hitta börnin sín,“ heldur hún áfram, „en ansi held ég að það séu margir pabbarnir sem misnota sér samúð almenn- ings með forræðislausum feðrum til að ná sér niðri á fyrrverandi eiginkonum á ein- hvern hátt. Ég fór á fund hjá Ábyrgum feðrum í nóvember á síðasta ári og varð margs vísari. Feðurnir töluðu út frá eigin hags- munum, um að þeir hefðu allan rétt, en töluðu ekki um réttindi barnanna. Konurnar sem töluðu á fundinum gerðu það með hags- muni barnanna í huga.“ Þreytt en óbuguð Hafdís hefur spurt margra spurninga í kerfinu en engin svör fengið því enginn virðist vilja hlusta eða skilja. Framkoma stjórnvalda við hana hefur ein- kennst af algjöru skilningsleysi og hún fær ekki að verja fjöl- skyldu sína. „Aðfarir stjórnvalda virðast vera gerðar í þeim eina tilgangi að rassskella mig til hlýðni en börnin gleymdust. Þetta mál er gegnsýrt af óréttlæti og grimmd,“ segir hún. Hafdís er greinilega orðin mjög þreytt á stöðugu áreiti en virðist óbuguð og segist ætla að standa með börnum sín- um í gegnum þykkt og þunnt eins og hingað til. „Hvers vegna eru dagsektir ekki gagnkvæmar? Hvers vegna kemur ekki barnasálfræðingur inn í erfið mál? Hvers vegna er börnum ekki útvegaður talsmað- ur? Hver á að hlusta á barnið ef ekki foreldrið? Hvers vegna verður pabbinn að fá að hitta börnin sín inn á heimili sínu? Langar hann í alvöru að hitta börnin sín eða er hann að hefna sín á mér?“ Þessara spurninga hefur Hafdís spurt í mörg ár án þess að fá svör. „Ég hef aldrei meinað föður barnanna umgengni við þau heldur veigrað mér við því að þvinga þau til að fara inn á heim- ili hans. Ég ber ekki hefndarhug í brjósti til hans en hann virðist vilja ná sér niðri á mér. Nú höfum við, ég og börnin mín, misst all- ar veraldlegar eigur okkar af hans völdum og það með aðstoð stjórnvalda," segir Hafdís að lok- um. Eftirmáli Fyrir ári voru börn Hafdísar loksins kölluð í viðtal hjá sýslu- mannsembættinu. Þarsögðuþau að þau vildu ekki hitta föður sinn, hvorki heima hjá honum né ann- ars staðar. Skýrsla um þetta við- tal var sent föður barnanna og jafnframt var honum tilkynnt að málið félli niður þar sem börnin kærðu sig ekki um að hitta hann. Eftir stendur gjaldþrotamál Haf- dísar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.