Menntamál - 01.01.1925, Page 9

Menntamál - 01.01.1925, Page 9
MENTAMÁL 55 vakancli, og varövcita hugarástand, sem annars væri hætt viö aS leystist upp og hvrfi fyrir nýjum áhrifum. En oss skjátl- ast, ef vjer höldum, aS þær geti kveikt í sálunni tilfinningar, sem ekki finst vísir til, þvi kjarni tilfinninganna er ekki á vort vald geíinn. Húsbúnaður. Grein sú, sem hjer birtist, hefir áður verið prentuS í „Tímanum", en verðiir haldið áfrani hjer í blaðinu. Mentamál munu ekki telja sjer neitt óviðkomandi, sem snertir innri eða ytri menning þjóðarinnar. Öll- um menningarmálum á kennarastjettin að ljá fylgi sitt. I. Þaö er hressandi fyrir bæjarbúana a'ð koma frá malbikuðu götunum og bæjarloftinu upp í sveit, anda að sér sveitalofti og hafa grænt teppi gróðursins undir fótum, en fyrir þak djúpblátt himinhvolfið, sem hvtlir á súlum íjallanna. Víðsýn- ið, litirnir, gróðurilmurinn — það er ekkert af höndum gert, , sem jafnast á við helgidóm náttúrunnar. Og svo bæirnir, sem eru eins og grónir upp úr jörðunni, og fólkið, gáfað og gest- risið. Og þó hefir mjer í seinni tíð oft þótt kalt og ömurlegt að koma á ókunnan sveitabæ. Jeg finn aldrei til þess, þar sem jeg er kunnugur. En þar, sem maður er ókunnugur, og kemur inn í kalda og ómálaða stofu. Þar eru nokkrir stólar, fengnir úr kaupstað, kommóða með blikkrömmum, postulínshundum, þurkuðum punti og pappírsrósum, og á veggjunum glans- myndir af Mariu mey og Nikulási Rússakeisara, tvö eintök af „Drottinn blessi heimilið“ og legio af minningarspjöldum eða annað þessu likt. Það eru viðbrigði að koma úr helgi- dómi náttúrunnar inn i slík liíbýli. En þegar svo bóndinn kemur, greindur maður, fróður og ræðinn, og konan, góðleg og gestrisin, með góögerðirnar, ]já „hverfur alt sem geðið

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.