Menntamál - 01.04.1926, Síða 14
MENTAMÁL
jo8
málunj', þaö sem af er þessari öld. Áriö 1924 varö Jón Magnús-
son aftur forsætisráöherra og þá um leið kenslumálaráöherra,
■eins og áöur. Þeirri stööu hjelt hann til dauöadags.
í kenslumálum þjóöarinnar uröu ýms stórtíöindi á þeim
árum er Jón Magnússon ýmist haföi ýfirstjórn þeirra eöa
náin afskifti af þeim. Hann er skrifstofustjóri i kenslumála-
ráöuneytinu, þegar fræðslulögin komu í gildi 1907. Á ráð-
herraárum hans eru sett lög um skipun barnakennara (nr.
75, 28. nóv. 1919). Sú löggjöf olli umskiftum um kjör barna-
kennara. Veröur sennilega síöar svo talið, aö viö þá skipun
hafi fyrst myndast barna- og unglingakennarastjett í landinu.
Frumvarpiö var boriö fram af Jóni Magnússyni, og má kenn-
arastjettin minnast þess. 1921 voru sett lög um lifeyrissjóö
barnakennara. Og loks bar Jón Magnússon fram á síðasta
þingi frv. milliþinganefndar frá 1921 um barnafræðslu, lítiö
breytt. (L. nr. 40, 15. júní 1926). Er þar aö vísu ekki um
stórfeldar breytingar aö ræöa, en ]jó nauösynlegar, og sýna
þau lög ekki hvað sist stefnubreyting Alþingis gagnvart al-
þýöufræðslumálum. Árásunum er hætt og farið aftur aö vinna
til bóta það sem má án verulegs kostnaðarauka. Stjórnartíö
Jóns Magnússonar er því viðburöarík aö þvi er fræðslulög-
gjöfina snertir, og má minnast margs ]jess, sem hann ljeði
sitt mikilsveröa fylgi, með þakklátum huga.
Jón Magnússon var vitsmunamaður, skuldurækinn um störf
sín og vildi sýna öllum sanngirni. Hann var cnginn bardaga-
maöur. Og þó fastur fyrir, ]ægar svo bauð viö aö horfa, og
Ijet sig hvergi. Hann var vinsæll af öllum, sem þektu hann.
Hjer og þar.
GóÖar bækur.
Margir kennarar hafa beöiö útgefanda Mentamála aö benda
■sjer á nokkrar góöar bækur um uppeldismál. Er hjer birtur