Menntamál - 01.02.1931, Page 6

Menntamál - 01.02.1931, Page 6
20 MENNTAMÁL það, að stjórn Kennarasambandsins telur það réttara og drengi- legra, að stilla kröfum í hóf, i þeirri von að þær vinni þá sam- úð og fylgi réttsýnna manna, heldur en að spenna bogann hærra en góðu hófi gegnir. Guðjón Guðjónsson. Frumvarp til laga uin breyting á lögum um skipun kennara og laun þeirra. ii. Laun. 9. gr. Kennarar, sem starfa við barnaskóla eða farskóla í 6 mánuði eða 24 vikur af árinu, og kenna 30 stundir á viku — um kennslustundaf jölda forstöðumanna kaupstaðaskóla og heimavistarskóla fer þó eftir samkomulagi við skólanefnd — skulu hafa árslaun sem hér segir: a. Forstöðumenn barnaskóla i kaupstöðum: kr. 4000.00 auk ókeyjns húsnæðis, Ijóss og hita, eða jafngildis þess i pen- ingum. b. Kennarar við kaujjstaðaskóla: kr. 3000.00. d. Forstöðumenn barnaskóla utan kaupstaða kr. 2800.00, auk ókeypis 3ja herbergja ibúðar minnst, með ljósi og hita, eða jafngildis þess i peningum. Forstöðumenn heimavist- arskóla hafa þar að auki til afnota án endurgjalds minnst 2 ha. af girtu landi og ræktuðu eða hæfu til ræktunar. e. Kennarar utan kaujrstaða: kr. 2600.00. f. Farkennarar og eftirlitskennarar við heimafræðslu kr. 1000.00, auk ókeyjús fæðis, húsnæðis, ljóss, hita og þjón- ustu þá 6 mánuði ársins, sem skólinn stendur, eða jafn- gildi þess í peningum. 10. gr. Nú stendur barnaskóli lengur en 6 mánuði á ári, og hækka launin þá í réttu hlutfalli við tímalengd.

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.