Menntamál - 01.02.1931, Qupperneq 8

Menntamál - 01.02.1931, Qupperneq 8
MENNTAMÁL Hlunnindi þau, sem getiíS er um í n. gr., skulu greidd úr hreppssjóði eÖa bæjarsjóÖi. Ennfremur þau hlunnindi, sem get- iÖ er um í 9. gr., stafl. a, d og f, enda þótt þau séu greidd i peningum. Verði hlutaðeigendur ekki ásáttir um hlunnindi 9. gr., skal úr skoriÖ á sama hátt og getur i 11. gr. Aihx. — AÖeins þær greinar, sem breytingar eru gerÖar á, eru birtar hér. Kennslustund í 1. bekk í barnaskóla í Berlín. BúiÖ var aÖ hringja saman börnunum, þegar eg kom inn í skólagarÖinn, og gat þar aÖ líta 12 smáhópa af 6—10 ára börn- um, sem biÖu i beinum röÖum, 2 og 2 saman, eftir því aÖ komast inn í skólann. Aftan við hverja röð stóð kennari þess bekkjar. Eg beið þangaÖ til síðasta röðin fór inn, og fylgdist meÖ henni viÖ hliÖ bekkjarkcnnarans. Þegar börnin komu að skölástofunni sinni, ]>á lögðu ]>au frá sér töskurnar, fóru úr yfirhöfnunum og hengdu ])ær á sinn stað. Hvert barn hafði fengiÖ tölusettan snaga, svo aÖ ekki var rifist um það, hvar hver ætti aÖ koma sínu dóti fyrir. Hverju bami virtist vera mjög annt um ]»Ö, að hafa sinn snaga heilan og ganga sem læzt um það, sem því var trúað fyrir. Litlu angarnir voru ekki svipstund að koma sér úr hlifðarfötunum og komu sér jafn- óÖum í sömu röð og þau áður höfðu verið i. Síðan gengu ])au með mestu siðprýði inn í skólastofuna og staðnæmdust hvcrt viÖ sitt borð. Ekki settust börnin strax, heldur virtust ]>au vera að biða eftir einhverju, og varð eg þess brátt vísari, hvað það var sem beðið var eftir, ])ví að rétt í þessu sagði eitt barniÖ: ,,Nú skulurn við syngja eitthvað um sólina og góÖa veðriÖ, af ])vi aÖ veðrið er svo ljómandi gott." Sam- stundis sungu öll börnin fullum hálsi lagiÖ: „BlessuÖ sólin elskar allt“, meÖ þýzkri sólskinsvisu. Kennarinn sagði mér seinna, aÖ hann byrjaði hverja einustu kennslustund með söng.

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.