Menntamál - 01.03.1932, Page 16

Menntamál - 01.03.1932, Page 16
Ó2 MENNTAMÁL greina lífitS í tvo megin þætti: fegurS og nytsemi, gæzku og sannleika. ------Mér dettur í hug, í þessu sambandi, að benda á orð Croce’s: „Art is the root af our mental life, not its flower“. Listin eru rætur hins andlega lífs vors, en hún er ekki blóm andlegleikans. — Sérhver maður er í eðli sínu skáld, heim- spekingur og atorkumaður gæddur hyggindum, ])ótt ýmsir þessir þættir komi eigi alltaf í ljós. En það er takmark hins nýja skóla (nýskólahreyfingarinnar), að vekja þessi öfl og hæfileika í hverjum manni, og þannig að kenna komandi kynslóðum að notfæra sér lífið á sem heztan hátt. /. S. Réttrit u n ar- æf ing ar. Árið 1928 gaf Friðrik Hjartar, skólastjóri i Súgandafirði, út „Réttritunar-æíingar", kennslubók handa hörnum og ung- lingum. I formála þeirrar útg. segir höf. m. a.: „Handhægt kver með lifandi málsgreinum í þarfir stafsetningar, hefir lengi vantað, síðan kver Kristínar Aradóttur varð ófáanlegt. Nú er til þess ætlast, að kver þetta hæti eitthvað úr þessari vöntun.“ Eigi er mér kunnugt um, hversu mikilli úthreiðslu kverið hefir náð, en höf. hefir nú gefið æfingarnar út aftur, til þess að vera í samræmi við lögboðna stafsetningu stjórnarráðsins. Er bókin nú fyllri og efninu skipt í nákvæmari kafla. Segir höf. svo í formála: „Sjálfsagt tel eg, að hvert harn eigi æf- ingarnar og geti húið sig undir stafsetningartíma sem aðra . . . . “ Hefir Friðrik Hjartar alllangan og farsælan kennsluferil. Mun hann hafa safnað saman öllu því, er honum hefir reynzt hagkvæmast við stafsetningarkennslu. Er kverið rnjög handhægt og getur vafalaust orðið mörgum til mikils stuðnings við kennslU. Ættu því kennarar að kynnast kverinu og athuga, hvort það getur ekki orðið þeim til gagns og léttis í starfinu. Þorsteinn M. Jónsson hefir gefið hókina út. 15. rnars 1932. G. M. M.

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.