Menntamál - 01.05.1938, Blaðsíða 6
4
MENNTAMÁL
sjáum vér þegar, er vér beinum huganum að æðsta mæti
hennar, heilögum anda, gu'ði. Fyrir liinn trúaða er guð
öllu æðri, fullkominn og óviðjafnanlegur. í trúnni veit-
ist manninum af náð tækifæri lil að þjóna lionum. Og
aðeins i trúnni á heilagleika guðs og föðurlega náð, get-
ur sála mannsins orðið hólpin. Svona langt verður
skilningur vor að mæta málstað trúaðra, ef vér viljum
liafa rélt til að ræða við þá um trúfræðslu harna þeirra.
Og l'rá þessu sjónarmiði verður oss ljóst, hvílík fjar-
stæða það er, að meta bænina aðeins eftir þeim „upp-
eldisverðmætum“, sem í lienni felasl (sjá l)ls. 2). Bæn-
in er guðsþjónusta; i henni felur einstaklingurinn sig
heilögum anda, jálar breyzkleika sinn og öðlast styrk
til nýrra afrclca. En uppeldisverðmæti bænarinnar er
algerlega háð afstæði hiðjandans til guðs.
Til þess að komast hjá rökfræðilegum hugleiðingum,
sem sprengja myndu form þessarar greinar, tökum vér
dæmi, til að skýra muninn á sjálfsmæti og afstæðismæti.
Sannleikurinn er algilt mæti og óháð, og að því hlið-
stæður heilagleika trúarinnar. í rannsókn sinni vill
sannur vísindamaður fyrst og fremst þjóna sannleikan-
um. Enginn efi fær liaggað gildi sannleikans, og sömu-
leiðis stendur mæti hans óskert, þótt einliver hugsuður
misbjóði honum með því að brjóta lögmál hans, vilj-
andi eða óviljandi. Algilt mæti sannleikans er hugsjón,
sem visindamaðurinn þráir að fullnægja i rannsókn
sinni, og sem stendur óhögguð, þótt lionum takist það
að engu eða aðeins að litlu leyti1). Nú felur sannleik-
1) Menn gæti þess, að m æ t i og g i 1 d i eru óskyld hugtök.
Mæti er myndað af meta (ekki nýyrði) og tilheyrir mætisfræð-
inni (Wertlehre). Gildi er rökfræðilegt hugtak og þýðir það slig
almennrar viðurkenningar, sem hver tjáning getur krafizt, smbr.
að einhver setning hafi sannleiksgildi eða ekki. Aðeins í rök-
fræðinni, lögmáli vísindalegrar hugsunar, falla mæti og gildi að
nokkru saman.