Menntamál - 01.05.1938, Blaðsíða 13

Menntamál - 01.05.1938, Blaðsíða 13
MENNTAMAL 11 við einfeldnisleg hugtök hennar. Aðrir verða þröngsýnir ofstækismenn, við að verja ýmsar barnalegar trúargrill- ur gegn árásum jafn grunnfærra andslæðinga. Á vor- um tímum verður trúin að tengjast skynseminni; án hennar verður hún að myrkravofu eða devr með öllu. Einmitt þess vegna er trúfræðslan afarmikilvægur þátt- ur trúaruppeldisins, og vér höfum séð, að foreldrar eru sjaldnast fær um að veita liana til fullnustu. Hér snert- um vér aftur þá hlið málsins, sem að skólanum snýr. Eins og á öðrum sviðum menningar vorrar, verður skól- inn á trúarsviðinu að taka við fræðslu barnanna, þar sem menntamegund heimilisins þrýtur. Ef trúfræðsla skólanna yrði vanrækt eða lögð niður, myndi afleiðing- in verða sú, að þjóðin skiptist í tvo flokka: trúleysingja, sem með vaxandi þroska vörpuðu á bug einfeldnislegri harnatrú, og þröngsýna ofstækismenn, sem prédikuðu og verðu myrkustu kreddusetningar kirkjunnar. Því full- yrðum vér, að skólinn bregðist menningarhlutverki sínu, ef liann guggnar við trúarbragðafræðsluna. Þetta vildum vér taka skýrt fram, áður en vér al- hugum nánar erfiðleika og möguleika skólans gagnvart trúfræðslunni. Enginn skynbær maður getur neitað þvi, að trúfræðsla skólans á við mikla erfiðleika að elja. Eins og nú standa sakir, virðist hún næstum ófram- kvæmanleg. Börn námshópsins eru misjöfn að innræti og trúarlegum skilningi. Sum hafa höfuðatriði kristin- dómsins að spotti og hégóma, öðrum eru þau viðkvæmt sannfærjngaratriði. Ást barnsins til guðs og' traust þess á föðurkærleik hans er nátengt tilfinningalífi þess. Þær ráðgátur, sem barnið glímir við á þessu sviði, eru því oft svo viðkvæmar, að það skirrist við, að bera þær fram i kennslustundinni. Því getur farið svo, að jafnvel liin trúlmeigðu börn hafi trúfræðslunnar lítil not, enda þótt kennarinn leggi sig allan fram. Árangurinn af trúfræðslu miðlungskennara, þar sem meiri hluti námshópsins er
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.