Menntamál - 01.05.1938, Blaðsíða 60
58
MENN’l'AMÁU
NOREGUR.
a) Atvinnuleysi íneðal kennara fer minnkandi. Aðeins 77
kennarar eru nú atvinnulausir. Veldur því meðal annars leng-
ing námstímans um 10—18 vikur. Og árið 1940 lítur út fyrir, að
verulegur skortur verði á kennurum, nema gripið verði til sér-
stakra ráðstafana. (Norsk Skoleblad, 15. jan. 1938).
b) Fulltrúar kennarasambandsins norska, ásamt fulltrúum frá
fleiri félögum, hafa sent áskorun til kennslumálastjórnarinnar,
þar sem farið er fram á, að val kvikmynda handa skólum sé
ekki falið „kvikmynda-eftirlitinu“, né heldur skrifstofu bóka-
safnanna, heldur sérfræðingum um uppeldismál.
c) Nýr skóli, sem ber nafn Nansens, tekur til starfa næsta
haust að Lillehammer. Hann er ætlaður æskumönnum úr öllum
stéttum í Noregi. Lágmarksaldur er 18 ár. Iíennsluhættir munu
að nokkru leyti verða með lýðháskólasniði, en ætlast er til, að
skólinn taki til umræðu ýms hin mikilsverðustu viðfangsefnin:
Manninn, líkamsrækt og siðgæði, uppeldisfræði, sálarfræði, fé-
lagsfræði, stjórnmál. Skólinn setur sér það markmið, að gera
nemendurna sjálfstæða í hugsun og starfi.
Safnast hafði fé til reksturs skólans hvaðanæfa af landinu,
eftir að skólastjórarnir, sem verða tveir, hafa ferðast um og
haldið fyrirlestra. Skólagjöld verða engin.
(Norsk Skoleblad, 19. febr. 1938).
Norrænt harnasöngmót í Gautaborg 1939.
í rúmlega 10 ár hefir verið unnið af kappi að ]>ví í sænskum
skólum, að auka söngábuga barnanna. Árlega eru haldin söng-
mót skólabarna í ýmsum landshlutum. Þúsundir barna sækja
mót þessi og syngja þar saman. í uppliafi skólaársins er dreift
út söngskrám, svo að kennarar og börn geti haft tímann fyrir
sér til söngæfinga. Fyrsta mótið var landsmót, háð í Stokkhólmi
sumarið 1929. Sóttu þangað skólasöngflokkar víðsvegar að úr
öllu landinu. Síðan hafa verið háð alls 17 söngmót í 11 af lands-
hlutum Sviþjóðar. Þátttakendur hafa alls verið 21.000.
Söngmót þessi hafa orðið til þess að auka að miklum mun söng-
áhuga og söngfögnuð skólabarna í Svíþjóð. Margir landshlutar
hafa stofnað söngsamband skólanna og efnt til fyrirlestrahalda
og söngskemmtana.