Menntamál - 01.05.1938, Blaðsíða 45
MENNTAMÁL
43
nú meira af rótlausri æsku en nokkru sinni fvr. En
þennan grundvöll verður að skapa. Það geta hvorki
heimili eða skólar hvort um sig; aðeins í sameiningu
og með samvinnu, og hér höfum við ekki ráð á að ganga
til verks með sundruðum kröftum.
Akurcvri, 20. fel)r. 1938.
Hannes J. Magnússon.
Skólabyggingar í sveitum.
Hér á eftir fer skýrsla fræðslumálaskrifstofunnar um skóla-
byggingarmál í sveitum landsins. Er skýrsla þessi hin athyglis-
verðasta og talar skýru máli um hinn hraðvaxandi áhuga sveita-
fólksins fyrir byggingu heimavistarskóla.
I. fl.
Væntanleg greiðsla árið 1938, til skólahúsa, sem þegar eru byggð
eða eru í smíðum.
1. Hafnaskóli, Gull. 2. Sandgerðissltóii, Gull. 3. Leikfimis-
hús á Akranesi (byrjað á byggingu þess siðastl. sumar). 4. Leik-
fimishús á Flateyri (byrjað á byggingu þess síðastl. sumar).
5. Fróðárskólahverfi, Snæf. (skólastofa við annað hús). (i. Stykk-
ishólmsskóli. 7. Reykjaiiesskóli, N.-ís. 8. Glerárþorpsskóli, Eyjaf.
(húsið byggt síðastl. haust). 9. Öxarfjarðarskóli, Þing. (endur-
bætur). 10. Raufarhafnarskóli, N.-Þing. (bygging hafin siðastl.
haust). 11. Stöðvarfjarðarskóli, Múl. (byggður síðastl. vor). 12.
Eskifjarðarskóli. 13. Leikfimishús, Búðum Ff. (byggt á síðastl.
sumri). 14. Mýraskólahverfi, A.-Skfs. (byggður 1936 og ’37).
15. Hljótshlíðarskóli, Rang. 16. Þykkvabæjarskóli, Rang. (byggt
1936—37). 17. Ásaskóli, Gnúpverjahr. (leikfimishús og endur-
bætur gerðar 1935—36). 18. Hraungerðisskóli, Árn. 19. Skeiða-
skóli, Árn. 20. Hveragerðisskóli, Árn. (keypt og endurbætt hús
á síðastl. sumri).
II. fl.
Skólahverfi, sem hafa ítrekað beiðnir um styrk til skólabygg-
inga og þar sem mjög aðkallandi þörf er á skólahúsi.