Menntamál - 01.05.1938, Blaðsíða 47
MENNTAMÁI.
45
kötlustaðahverfi. Börnin eru langflest í Grindavík, en þó svo
mörg börn í Þórkötlustaðahverfi, að ekki þykir fært annáð
en að kenna þar líka. Vegna þessá, notast kennslukraftarnir
ekki sem skyldi, og nokkur kostnaður verður árlega vegna auka-
kennslu af þeim ástæðum. Skólahúsið í Grindavík er mjög illa
sett og allt of lítið. Fyrirhugað er að byggja skólahús utan við
Grindavíkurþorp. Geta þá börn úr Grindavík og Þorkötlustaða-
hverfi gengið í skólann. Gera þarf ráð fyrir 4—6 heimavistum
fyrir þau börn, sem lengst eiga að sækja skóla. í húsinu þurfa
nð vera a.m.k. 2 kennslustofu og íbúð fyrir kennara.
2. Látraskólahverfi: Til er gamalt skólahús, sem nú má heita
að sé orðið óhæfl til kennslu. Óskað er eftir heimangönguskóla
með 1 góðri kennslustofu, áhaldaherbergi og, helzt kennaraíbúð
(a.m.k. 2 herbergi og eldhús).
3. Kaldrananesskólahverfi, Strand. í skólahverfinu eru nú
um 50 skólaskyld börn (10—14 ára). Heita má ógerningur, að
komast af með minna en 2 kennara eins og er; þess vegna hefir
þráfaidlega verið óskað eftir styrk til heimavistarskóla, er gæti
séð öllum börnunum fyrir fræðslu. Ráðgert er, að hita hann
upp með laugahita. Heimavistir þarf fyrir 20 börn i einu.
4. Ólafsfjörður: Þar eð farskólahald reyndist ókleift, er ósk-
að eftir heimavistarskóla, er rúmi ca. 12 börn. Þegar liefir ver-
ið safnað vinnuloforðum og nokkrum peningum.
5. Fljótshlíðarskóli: Til þess að þar sé hægt að taka þau
börn í heimavist, sein þess jmrfa með, þarf að byggja við skól-
ann borðstofu, eldhús, herbergi fyrir ráðskonu og geymslur.
Mun það kosta 6—7 þúsund krónur.
0. Gaulverjabæjarskólahverfi: Tala skólaskyldra barna er
orðin svo há, að farkennslufyrirkomulag reynist ófullnægjandi.
Óskað er eftir heimavistarskóla fyrir allt að 20 börn í senn.
Þangað er gert ráð fyrir að komi líka þau börn í Stokkseyrar-
skólahverfi, er njóta nú farkennslu. Þegar liefir verið liafinn
öflugur undirbúningur undir byggingu skóla með vinnuloforðum
o.þ.u.l. Hefði nokkur styrkur fengist á þessu ári, hefði verið
byrjað á skólabyggingu.
IV. fl.
Eftirfarandi skólahverfi hafa leitað fyrir sér um styrk til
skólabygginga, og þegar hafið nokkurn undirbúning undir vænt-
anlega byggingu:
1. Vatnsleysustrandarskólahverfi: Þar er nú kennt á 3 stöð-
um, Brunnastöðum, Kirkjuhvoli og Vatnsleysu. Á Brunnastöðum