Menntamál - 01.05.1938, Blaðsíða 56
54
MENNTAMÁL
aðrar skólasögur o. s. frv. En allar hafa þær það sameiginlegt
að örva drengi til dáða og hetjuskapar. Og hetjur eru langtum
fleiri en þeir, sem skráðir eru i alfræðiorðabækur eða í doð-
ranta sagnaritara. í flestum sögum Aðalsteins eru hetjur, sem
verða til fyrirmyndar i daglegu lífi. Drengurinn hrífst af þeim,
verður bjartsýnni og fær trú á möguleika sína eins og sögu-
hetjunnar. Mér er kunnugt um, að sögur þessar hafa haft mik-
il áhrif til nytsemdar, en það er meira en hægt er að segja
um fjölda af æskulýðsbókum vorum. G. M. M.
Um bindindisfræðslu. Hahdbók fyrir kennara. Ríkis-
prentsmiðjan Gutenberg 1938.
Þessi bók, s'em er 78 hls. að stærð, er gefin út af fræðslu-
málastjórninni, en Arnór Sigurjónsson hefir þýtt, endursagt og
samið fyrir islenzkar aðstæður eftir Handledning för larare vid
nykterhetsundervisningen, pá Kungl. Mj:ts uppdrag utgiven av
Kungl. Skolöverstyrelsen.
Það er fljótsagt, að þessi handbók kemur í góðar þarfir og
virðist á flestan hátt svara tímabærum kröfum um þessi efni.
Þarna er samankominn mjög mikill fróðleikur um áfenga drykki,
áhrif þeirra á neytendurna frá heilsufræðilegum og siðferðis
Sjónarmiðum, um áfengismálin frá félagslegu sjónarmiði o. fl. —
Þessi bók verður ekki kennd í skólum, en ég álít að hverjum
kennara sé nauðsynlegt að kynna sér áfengisfræðslu, til þess að
geta miðlað hinum ungu nemendum raunhæfum sannindum um
þessi efni. Hin raunhæfu sannindi verka oft betur og varanleg-
ar heldur en langar prédikanir, sem svifa í loftinu hátt yfir
andrúmslofti og hugarheimi harna og unglinga.
Ég er ánægður yfir því, að þessi bók er komin út. Hún gæti
orðið vopn í höndum skynsamra manna til þess að reka einn
höfuðfjanda menningar vorrar af höndum þjóðariiinar, — sið-
leysi áfengisnautnar.
Fræðslumálastjórn hefir stigið gott spor með útgáfu þessari
og Arnór Sigurjónsson á þökk skilið fyrir vel og skilmerkilega
unnið starf. G. M. M.
Dr. Ágúst H. Bjarnason: Almenn sálarfræði, 2.
útgáfa, aukin og endurbætt, með 34 myndum. Reykja-
vík 1938, ísafoldarprentsmiðja H.f. 496 bls.
Dr. Ágiist H. Bjarnason er fyrir löngu þjóðkunnur fræðimað-
ur, enda þótt nú um skeið hafi verið tiltölulega hljótt um nafn
hans. En þessi hók, sem komin er á markaðinn fyrir nokkrum
vikum, ber þess ljósan vott, að höfundurinn hefir ekki legið