Menntamál - 01.05.1938, Blaðsíða 22
20
MENNTAMÁL. •
2. Tveim börnum falið að skýra torskilin orS.
3. Fjórum börnum (eða fl.) t'alið að telja upp og lýsa
öllum samgöngutækjum, sem notuð eru á landi,
og þarna eru nefnd. (Teikningar fylg'i, eftir því,
sem börnin treysta sér til).
4. Tveim börnum falið að finna á korti alla þá slaði,
borgir, lönd o. s. frv., sem greinin nefnir.
5. Fjórum börnmn (eða l'l.) falið að telja upp og lýsa
öllum samgöngutækjum á sjó, sem þarna eru nefnd.
(Teikningar fvlgi, eins og bægl er).
6. Tveim börnum falið að segja frá Xerxes Persakon-
ungi (stuttlega).
7. Fjórum börnum (eða fl.) falið að semja skrá yfir
öll þau tæki, sem greinin nefnir, og bjálpa til að
auka öryggi sjómannanna. Þau (börnin) skulu lýsa
þessum tækjum og teikna það af þeim, er þau
treysta sér til.
8. Tveim börnum (eða fl.) falið að athuga hvar neð-
anskráð orð standa í greininni (á hvaða bls. og í
hvaða línum að o. eða n.): George Stephenson, Hel-
lespont, Fortli-fjörðinn, tannhjólshrautir, sauða-
belgir, stjórnborði, Robert Fulton, Atjantsbafspoll-
urinn, leiðarstjörnunni, skriðmælinn, blossavitar,
flóðgáttir. — Sömu börn segi stuttlega frá George
Stephenson og Robert Fulton.
9. Tveim börnum falið að lýsa flóðgátt, eða vatna-
sliga (teikningar fylgi, ef hægt er).
10. Tveim börnum falið' að skýra frá Gestum blinda
og gátum lians (sbr. Hervarar sögu og Heiðreks).
Séu fleiri börn í bekknum, má auðvitað semja fleiri
verkefni, þvi að be/t er að öll börnin fái eitthvert starf,
eða verkefni að leysa af Iiendi.
Með þessari „lestraraðferð" skapast margvisleg störf
og umhugsunarefni í sambandi við lesefnið, sem vænta
má að vinni það tvennt í senn, að vekja (skerpa) at-