Menntamál - 01.05.1938, Blaðsíða 12
MKNNTAMÁI.
10
fram á höfuðvillu þcirrar skoðunar, að skólinn geti
látið scr nægja að viðlialda „hlutlausri l'ræðslu" i krist-
indómnum, vegna „upj)eldisverðmæta“ trúarinnar. Jafn-
framt höfum vér leitt rök að því, að vilji foreldra liafi
ekki ótakmarkaðan ákvörðunarrétt gagnvart harninu.
Bæði kennari og foreldrar verða fyrst og fremst að
gaumgæfa hneigðir harnsins og sýna næga fórnarlund
til að leiða harnið á þeim vegi, sem eigind þess bendir
til, þótt ekki sé hann þeim eiginn. Þannig öðlast barn-
ið dýpstan skilning á hinum æðslu mætum og vex að
menntun og þroska. En þessu verður því aðeins til
lciðar koinið, að heimili og skóli ræki nána samvinnu.
II.
Gegn þvi mælir enginn, að trúaðir foreldrar hafi hezl
skilyrði til að vekja trúartilfinningar i hrjósti harnsins
og glæða trúhneigð þess. Allt samlíf harns og foreldra
stj'ður að þessu. Á vissum aldri hneigist harnið til töfra-
trúar gagnvarl liinum óskiljanlega og dularfulla lieimi,
en ber hinsvegar ótakmarkað traust til foreldranna og
lætur auðveldlega sannfærast af orðum þeirra. Foreldr-
um veitist þvi oftast létt að beina huga barnsins til guðs
og kenna þvi að tilbiðja hann. Bænin myndar hjarta-
þáttinn í trúariðkunum og trúarlífi harnsins yfirleitt.
Varðar því miklu, að hún verði því hugþekk og hjart-
fólgin. Til þess þarf bænarmálið að vera einfall og
harninu skiljanlegt, en mestu máli skiptir þó, að trúar-
sannfæring foreldranna festi rætur í sálu þess. Aðeins
þannig getur vilji barnsins vaknað til virkrar þátttöku
í trúarlífinu, og trúin orðið lifandi taug i verund þess.
Samt eru trúariðkanir ekki einhlítar til að þroska trú-
arvitund barnsins. Trúfræðslan verður að lengjasl þeim,
svo að trúarsvið barnsinsi víkki og trúarhugmyndir þess
skýrist. Margur unglingur glatar hernskutrú sinni, al' þvi
að þroskaðri skynsemi hans getur ekki lengur felll sig