Menntamál


Menntamál - 01.05.1944, Blaðsíða 3

Menntamál - 01.05.1944, Blaðsíða 3
MAÍ 1944 ÓLAFUR Þ. KRISTJÁNSSON: MENNTAMÁL, XVII., 5. LÝÐVELDI Á ISLANDI Þessa dagana fer fram þjóðaratkvæði um fullan að- slálnað Islands og Danmerkur og stofnun lýðveldis hér á landi. Menntamál hafa ekki rætt þau efni að undanförnu, enda ekki talið það í sínum verkahring að rökræða eða deila um það, hvort vér höfum í þessum málum jafnan tekið það itpp í einstökum atriðum, sem hyggilegast og drengilegast hefur verið, en um það hefur menn greint á, eins og kunnugt er. Hitt hefur aldrei leikið á tveim tung- um um kennarastéttina, sem að Menntamálum stendur, að hún hefur viljað og vill að íslendingar séu sjálfstæð þjóð, stjórnarfarslega, fjárhagslega og menningarlega. Það er fornt mál, að eigi sé minni vandi að gæta feng- ins fjár en afla þess. Svo mun og um sjálfstæði vort. Oss þykir sem stundum hafi þurft harðan hug og stinn hand- tök til þess að komast að því marki, er vér höfum nú náð, en ekki munum vér síður þurfa að taka á karlmennsku og þrautseigju til þess að hálda svo sjálfstæði voru, að það verði annað og meira en nafnið tómt. Ýmsir þykjast sjá þess merki, að þjóðarmeiður vor sé eigi með öllu heill, þrátt fyrir öran vöxt og mikla grósku. Vera má, að um bernskukvilla sé að ræða, en gjalda þarf varhuga við, að alvarleg sýking hljótist eigi af, ef óvar- lega er með farið. Þjóðin er svo fámenn, að hún má ekki við því, að nolckur einstaklingur hennar nýtist verr en bezt hefði getað orðið. Það má hverjum manni vera Ijóst, að vér íslendingar

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.