Menntamál


Menntamál - 01.05.1944, Blaðsíða 6

Menntamál - 01.05.1944, Blaðsíða 6
104 MENNTAMÁL Vöggustofa. Camilla Bjarnason, frú Steinunn Bjartmarsdóttir og Steingrímur kennari Arason. 22. apríl var svo endanlega gengið frá stofnun félags- ins og lög þess samþykkt, en stjórn var kosin nokkru síðar (28. maí): Steingrímur Arason, formaður, Aðalbjörg Sig- urðardóttir, Steinunn Bjartmarsdóttir, séra Magnús Helgason og Steindór Björnsson. Þá höfðu um 80 manns gengið í félagið. Svo segir í lögum félagsins, að tilgangur þess sé að „stuðla að andlegri og líkamlegri heilbrigði og þroska barna í Reykjavík og vernda þau fyrir óhollum áhrifum“. Að þessu mikilvæga starfi hefur félagið unnið síðastliðin 20 ár og er löngu landfrægt orðið vegna aðgerða sinna.

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.