Menntamál - 01.05.1944, Blaðsíða 14
112
MENNTAMÁL
málleysingj um að tala með því að nota við það sérstakt
tilbúið bendinga- og fingramál.
Snemma á 17. öld skrifuðu ensku prestarnir William
Halder (1618—1698) og John Wallis bækur um aðferðir
sínar við að kenna málleysingjum, og voru þær líkar að-
ferð Bonet, nema Wallis áleit varaaflestur nothæfan fyrir
heyrnarleysingja til að skilja talað mál. Seint á 17. öld
skrifaði svissneski prófessorinn John Canrad Amman
tvær bækur um uppeldi og kennslu málleysingja, Surdus
Loquens og Dissertatio de Loquela. Hann lýsir þar skoð-
unum sínum á uppruna mannamáls og telur, að í upphafi
hafi guð skapað manninn gæddan máli allt frá fæðingu
og það mál hafi verið öllum jafn skiljanlegt. En við synda-
fallið hafi maðurinn tapað þessu meðfædda allsherjar
máli, og séu hin mismunandi tungumál hinna ýmsu þjóða
leifar þess. Aðferð hans við að kenna málleysingjum var
svipuð og þeirra, er getur hér að framan, nema hann lagði
mesta áherzlu á að gera rödd málleysingjanna sem hrein-
asta. Málhljóðunum skipti hann í samhljóða, hálfhljóða
og sérhljóða, skipti síðan hálfhljóðum og sérhljóðum eftir
því, hvaða talfæri unnu mest að myndun þeirra, en sér-
hljóðum eftir því, hve mikið munnurinn var opinn, þegar
þau voru sögð.
Þekktastur af þeim, sem fengust við að kenna málleys-
ingjum á 18. öldinni og notuðu svipaða kennsluaðferð og
lýst hefir verið hér að framan, var Frakkinn J. R. Per-
eire (1715—1780). Hann byrjaði á því að kenna mállausri
systur sinni, en tók síðan fleiri nemendur, suma þeirra
kom hann með í háskólann í París, og vakti kunnátta
þeirra þar mikla athygli og varð Pereire frægur af þess-
um nemendum jsínum.
Það eina, sem vitað er um kennsluaðferð Pereire, vita
menn frá frægasta lærisveini hans, S. de Fontenay, því
að Pereire hélt henni vandlega leyndri, en de Fontenay
segir, að Pereire hafi byrjað með fingramáli og bending-